Bæjarblaðið Jökull - 09.01.2014, Page 3
er óskiljanleg og hefði ég haldið
á meðan þröngt er í búi hjá þeim
eins og öðrum þá hefðu menn ekki
efni á að eyðileggja þessa miklu
uppbyggingu á Gufuskálum, hafi
þeir skömm fyrir þessa skammsýni
sína. Það kæmi mér ekki á óvart
að fljótlega förum við að heyra frá
viðkomandi aðilum að nú þurfi að
setja fé í nýjan björgunarskóla og
nýtt rústabjörgunarsvæði og þá á
suðvesturhorninu.
En aftur að jákvæðninni. Nú í
haust þá varð ég þeirrar ánægju
aðnjótandi ásamt góðum hópi
héðan úr Snæfellsbæ að fara til
Þýskalands til að vera viðstaddur
opnun málverkasýningar lista
mannsins Peters Lang í borginni
Regensburg en hann hafði verið
hér hjá okkur í ár við að mála
myndir og afraksturinn varð yfir
100 myndir og hluti þeirra var á
þessari sýningu. Gaman er frá því
að segja að þetta var mikil upplifun
að vera viðstaddur opnun þessarar
sýningar, sem haldin var í gamalli
kornhlöðu sem byggð var árið 1605
en gegnir nú hlutverki listasafns
á vegum borgarinnar. Við opnun
sýningarinnar sem borgarstjórinn í
Regensburg opnaði var boðið upp á
íslenskan mat og drykk. Heiðurinn
af matargerðinni átti Sigfús Almars
son matráður í Grunnskóla Snæ
fells bæjar og vinur Peters en
hann kom með matinn með sér
frá Íslandi. En ekki nóg með það
heldur var einnig boðið upp á
íslenska tónlist og flutti Sigurður
Höskuldsson tónlistamaður úr
Ólafsvík frumsamin lög ásamt
systur sinni Erlu Höskuldsdóttur og
Sigurði Gíslasyni. Góður rómur var
gerður af tónlistarflutningnum og
matnum. Við opnun sýningarinnar
mættu hátt í 400 gestir og voru
þeir afar hrifnir af öllu saman. Í
mínum huga var þessi sýning afar
góð landkynning fyrir Ísland og
ekki síst Snæfellsnes og var mikið
að gera í því að ræða við fólkið á
sýningunni sem vildi fræðast um
ferð Peters hingað og nú þegar veit
ég um töluverðan fjölda sem ætlar
að koma til Hellissands 2014 til að
sjá hvar listamaðurinn dvaldi og
upplifa náttúru svæðisins.
Ég vil að lokum óska ykkur öllum
gleðilegs árs og þakka samstarfið á
liðnum árum, megi árið 2014 verða
ykkur öllum hagsælt.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri.
SKYGGNILÝSINGAFUNDUR
MEÐ ÞÓRHALLI
Soroptimistaklúbbur Snæfellsness stendur fyrir skyggnilýsingafundi
með Þórhalli Guðmundssyni miðli
þriðjudaginn 14. janúar kl. 20.00 í félagsheimilinu Kli,
aðgangseyrir kr. 2.000,-
Þetta verður á skemmtilegu nótunum
eins og Þórhalli einum er lagið.
Allur ágóði rennur til málefnis fatlaðra í Snæfellsbæ
ÚTSALA
Útsalan hefst í dag!
Rýmingarsala á íþróttafatnaði
og íþróttaskóm -40%
Dömu- og herrafatnaður 30-50 % afsláttur
Allir barnaskór -40%
Ungbarnafatnaður -30%
Úlpur og kuldagallar 25-40% afsláttur
CULT -30%