Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 2
2 C FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Morgunblaðid/RAX Sportleqri, ávalari og laglegri en fyrrí gerd. Mercedes Benz veðjar á dísilbfla MERCEDES Benz hyggst herja meira á Bandaríkjamarkað með dís- ilbíla sína en fram til þessa. Stefnir fyrirtækið að því að ná fyrri stöðu sinni sem dísilbílaframleiðandi núm- er eitt á þessum markaði sem það hafði á árunum milli 1960 og 1980. Á síðasta ári seldust um fjögur þúsund dísilbílar frá Mercedes Benz í Bandaríkjunum en um 25 þúsund frá Volkswagen. Fram að þessu hafa aðeins fimm gerðir verið fáan- legar með dísilvélum en ráðgert er að bjóða nú dísilvélar í E-línu stall- baknum, M-línunni og jafnvel fleiri gerðum og hugsanlegt er að tvær gerðir frá Chrysler verði einnig dís- ilvæddar, þ.e. Chrysler 300 og Grand Cherokee. Innan við 1% seldra bíla í Banda- ríkjunum eru með dísilvél. Eru þessar áætlanir Mercedes Benz merki um ákveðna sókn á þessum hluta markaðarins enda horfa fleiri framleiðendur meira til dísilvéla eft- ir því sem bensínverðið stígur og eldsneytið er talist nýtast 30% betur í dísilvél en bensínvél. Þá ráðgerir fyrirtækið einnig að uppfylla um leið strangar kröfur um mengunarvarn- ir sem taka eiga gildi árin 2007 og 2008. Tveir nýir frá Volkswagen HEKLA kynnir um þessar mundir tvo nýja bíla frá Volkswagen; ann- ars vegar nýja kynslóð af Polo og hins vegar nýja gerð, Fox sem er sá minnsti í Volkswagen-fjölskyld- unni. Báðir eru þeir fáanlegir með bensín- eða dísilvélum. Polo kom fyrst fram í dagsljósið fyrir þremur áratugum. Hann hef- ur farið örlítið stækkandi gegnum árin og nú er hann með V-laga framenda og vatnskassahlíf sem svipar til Passat ef draga má fram einhvern skyldleika innan Volkswagen-línunnar. Talsmenn Heklu segja verðið haldast óbreytt þrátt fyrir ýmsan meiri búnað í nýju gerðinni en þeim eldri. Ódýr- asta gerðin kostar handskipt 1.395 þúsund krónur og er með 1,2 lítra vél sem er 55 hestöfl en sú dýrasta er með 1,4 lítra og 70 hestafla dís- ilvél og kostar í Comfortline-út- gáfu 1.695 þúsund krónur. Fox er nýr og fínlegur tveggja dyra bfll og fjögurra manna. Bíllinn er boðinn með 1,2 lítra og 55 hestafla bens- ínvél með handskiptingu og kostar þannig búinn 1.150 þúsund krónur. Með 1,4 lítra dísilvélinni kostar hann 1.380 þúsund krónur og er Fox aðeins boðinn með fimm gíra handskiptingu. Morgunblaðid/Eyþór Nýr Volkswagen Polo er kominn á markað, en 30 ár eru nú liðin frá því sá fyrsti kom á markað. Fox er nýr meðlimur Volkswagen-fjölskyldunnar og er hann hugsaður sem fyrirferðarlítill götubíll. Fjölskylduhelgí í Þjórsárveri FJÖLSKYLDUHELGI verður á veg- um Islandrover, félagi Land Rover eigenda hér á landi, í Þjórsárveri helgina 8. til 10. júlí nk. Þrauta- og ófærubraut verður á staðnum, sem og sýning af Land Rov- er-bílum á öllum aldri og af öllum gerðum, auk þess sem grill, kvöldvök- ur og myndasýning eru meðal þess sem verður á dagskrá þessa helgi. Jafnframt verður fallegasti Land Rov- erinn kosinn, best uppgerði Land Roverinn og athyglisverðasti Land Roverinn, auk þess sem verðlaun verða veitt fyrir bestu tilþrifin á þrautabrautinni. Lagt verður af stað föstudagskvöld- ið 8. júlí. Aðgangseyrir er 1.500 kr. á þátttakanda. Nánari upplýsingar er að finna á: www.islandrover.is. Ýmsar Land Rover-tengdar skemmtanir verða í boði á hátíðinni. Fornbílar FORNBÍLAR verða sýndir á Árbæj- arsafni á sunnudag þegar félagar úr Fornbílaklúbbi íslands koma með nokkra bíla sína og stilla þeim upp. í frétt frá klúbbnum segir að fé- lagar hafi allt frá árínu 1991 sýnt bíla í Árbæjarsafni og gestir hafi getað rætt við þá. Bílarnir verða um allan garðinn en gamla verkstæðið verður miðstöð klúbbsins þennan dag. Elstu bílarnir eru frá árunum kríngum 1930 og síðan allt til ársins 1979. Bílarnir verða sýndir milli kl. 13 og 17. Einn af glæsilegri fornbílum landsins er án efa Buick Super árgerð 1958 sem er í eigu Höskuldar Sæmunds- sonar, bifvélavirkja hjá B&L í Árbæjarsafni Morgunblaðið/Ámi Torfason Nálægðin við Rússa kostur eða galli? ÞEIR fáu framleiðendur bílahluta sem reka verksmiðjur sínar í Eystrasaltslöndunum velta nú fyrir sér hvort nálægðin við Rússland sé þeim kostur eða galli. Pétursborg í Rússlandi er að verða mikil bíla- framleiðsluborg og ekki er ýkja langt milli hennar og Eistlands, Lettlands eða Litháen. Þetta kemur fram í Evrópuútgáfu tímaritsins Automotive News. Partaframleiðendurnir vona að lægri laun í Eystrasaltslöndunum muni gefa þeim góða stöðu til að fóðra verksmiðjurnar í Pétursborg og að innganga landanna í Evrópu- sambandið styrki stöðu þeirra. Þeir óttast þó að aðrir framleiðendur sjái sér hag í því að vera í Rússlandi, mun nær en þeir eru, og við bæj- ardyr verksmiðja sem þegar eru teknar til starfa og þeirra sem ráð- gert er að setja þar niður. Þannig er Toyota að íhuga að koma af stað framleiðslu í Pétursborg eins og Ford hefur þegar gert en þessir framleiðendur stefna að sameigin- legri framleiðslu á um 100 þúsund bílum á ári. Þá hefur Mercedes Benz lýst áhuga á að nema þar land og mun ákveða sig í haust. Eystrasaltslöndin eru talin standa sæmilega sterkt að vigi og að efna- hagur og atvinnulíf fari þar batnandi sem laðað geti þangað æ meiri fjár- festingu. Til þessa hafa partaframleiðendur horft mikið til suðurhluta Evrópu en nú virðist sem norðursvæðið eigi næsta leik. r v* &GORMH GHNITf RATAÐU A RÉTTA TÆKIÐ Garmin StreetPilot c320 og c330 leiðsögu- tæki fyrir bifreiðar Nýtt GPS kort fyrir Garmin-tæki með götum og heimilisföngum GPS kort er vektor-kort af íslandi fyrir Garmin GPS-tæki með leiðsöguhæfum vegagögnum um allt fand, ásamt götukorti af höfuðborgarsvæðinu með heimilisföngum, 40.000 örnefnum og áhugaverðum stöðum, vatnafari, þjóðvegum, fjallaslóðum og skálaskrá. í fyrsta sinn á íslandi er saman komið vegakort með teiðsöguhæfum gögnum fyrir PC-tölvur, Windows Mobife hand- tölvur og Garmin GPS-tæki. Láttu ekki afvegateiða þig - vefdu Garmin. 3 R.SIGMUNDSSON FISKISLÓÐ 16 I 101 REYKJAVÍK I SÍMI 520 0000 I www.rs.is Umboðsmenn Akureyri: Haftækni • Egilsstaðir: Bílanaust • Grundarfjörður. Mareind • ísafjörður: Bensínstöðin • Keflavík: Tæknivík • Reyðarfjörður: Veiðiflugan Selfoss: Hársnyrtistofa Leifs • Vestmannaeyjar: Geisli • Reykjavik: Arctic Trucks, Everest, Hlað, Intersport, RSH, Útilíf, Vesturröst • Fríhöfnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.