Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Snyrtileg hönnun á afturluktalínunni. Framluktalínan er sömuleiðis skemmtileg. Drjúgur Volvo S40 með dísilvél Morqunblaðið/Ómar REYNSLUAKSTUR Volvo S40 eftir Jóhannes Tómasson Volvo-umboðið Brimborg hefur frá áramótum boðið dísilvél- ar í S-línunni frá Volvo og var á dögunum tekið í S40 bíl sem búinn er 1,6 lítra og 110 hestafla vél. Dísilvélar í Volvo hafa kannski ekki verið aðalvalkosturinn enda þótt Volvo sé gamalgróinn dísilvélafram- leiðandi í vörubílum, rútum og bátum en nú er líklega að koma að því að Is- lendingar geti nýtt sér þann áhuga- verða kost sem dísilvél í Volvo fólksbíl vissulega er. Bíllinn sem var prófaður kostar rúmar 2,7 milljónir króna með málmlit og fimm gíra handskiptingu. S-línan ft'á Volvo er verklegur og laglegur bíll, ekki of stór eða kloss- aður en samt nokkuð voidugur. Allar línur eru mjög laglegar og má næst- um telja yfírbygginguna of lága eða í það minnsta finnst manni hliðarrúð- umai' ekki vera minni. Það er líka ívið of lítið höfuðpláss þegar framsætin eru í efstu stöðu en það sleppur. En ítrekað skal að Volvo er laglegur til- sýndai' og með skemmtileg brot í hlið- arlínu og fram á vélarlokið. Þá leika luktirnar stórt hlutverk í útlitinu. Margs konar þægindi Að innan er flest til þæginda, fram- sætið heldur ökumanni vel skorðuð- um við iðju sína og allar nauðsynlegar stillingar eru í boði. Plássið er nokkuð þokkalegt en ekkert meii-a en það og hefði jafnvel mátt búast við meira oln- bogarými svona almennt í farþega- rýminu. Aðalkosturinn er að sætin eru stíf og hrein og bein og hnakka- púðar eru íyrir alla fimm og örygg- isbelti að sjálfsögðu. Loftpúðar eru sex með loftpúðatjöldum í hliðar- gluggum. Mælaborðið er svolítil blanda af voldugum og mjúkum línum. Aðal- mælamir em undir bogadreginni hlíf, stýrið nokkuð stórt og bogadregin mælaborðshillan geymir blástursopin fyi-ir heitt eða kalt loft - og vel að merkja miðstöðin er búin marghátt- uðum stillingum og sjálfvirkni í hita- og kælingarmöguleikum. Rofar og stíliihnappar íyrir miðstöð og útvarp eru á hefðbundnum stað á miðju- stokknum, síðan kemur gírstöngin og handhemill við hlið glasahólfa milli framsæta. Margs konar búnaður er í Volvo S40 og má m.a. nefna hemlalæsivöm með hemlajöfhun, hliðarárekstravöm, tölvustýrða loftkælingu með hitastýr- ingu, rafstýrða bílbeltastrekkjara, hljómtæki, rafdrifnar rúður að fram- an og aftan og rafdrifna og upphitaða útispegla, upphituð framsætí og ým- islegt fleira. Þá eru framsætin með hæðar- og mjóbaksstillingu og glasa- haldarar og geymsluhólf eftir þörfum. Yfrið nægur kraftur Eins og fyrr segir er Volvo S40 nú fáanlegur með dísilvél og var prófuð gerðin með 1,6 lítra og llOhestafla vél með forþjöppu og millikæli sem gefur 240 Nm tog við 1.750 snúninga. Þessi vél er yfrið nógu dugleg fyrir þennan bíl. Viðbragðið er ekki ofúrsnöggt en eftír andartakshlé, eins og þeir segja í útvaipinu, drífur bíllinn sig duglega áfram þegar vel er gefið í. Þegar á ferðina er komið er vandalaust að auka hraðann snögglega og þá er nógu mikið eftír til að vélin getí svarað Volvo S40 er laglegur tilsýndar. Mælaborð lítur vel út og er auðvelt að rata á alla rofa. Dísilvélin er 1,6 lítrar og 110 hestöfl og dugar feikivel fyrir alla venjulega notkun. Framsætin eru bæði með hæðar- og mjóbaksstillingu auk hinna venjubundnu fram- og afturhreyfinga. ákveðnum óskum og mjög liðugt er líka að vippa skiptingunni upp og nið- ur eins og hver vill hafa það. Stöngin er lítíl, vel staðsett og rennur lipur- lega og hljóðlaust milli gíra. Finna má að einu sem snertir olíu- gjöfina. Er heldur mjótt á milli hemla- fetils og olíugjafar þannig að skór rekst í hemilinn þegar fótur er færður af olíugjöf. Þarf ökumaður ekki að vera í neinum sjömílnaskóm til að þannig fari og er þetta hvimleitt í fyrstu en lærist. S40 hefur mjög góða fjöðrun og liggur vel á hvers kyns vegum enda er dísilútgáfan í engu frábrugðin bens- ínbróðumum hvað það varðar. Bíllinn er þokkalega hljóðlátur en þó heyrist alveg nokkui't vélarsuð þegar ekið er á 90 km ferðahraða úti á vegi. I borg- arsnattinu ber minna á því og það þarf svo sem ekki annað en samræður eða útvarpsrás tíl að yfirgnæfa það - án þess að stillt sé á hæstu stillingu. Hagstæðari en bensínbíll Eftir þokkalega viðkynningu má staðhæfa að Volvo S40 með dísilvél á fullt erindi til íslenskra kaupenda. Verðið er 2.695.000 en reynslubíllinn var að auki með málmlit sem þýðfr 39.000 kr. aukalega. Brimborg býðui' að auki 5% afslátt um þessar mundii' vegna gengisþróunar. Miðað við þetta litla eyðslu, 5,2 lítra í blönduðum akstri, ættí bíllinn að vera hagstæðari í rekstri en bíll með bensínvél. Verð á S40 með 1,8 lítra og 125 hestafla bensínvél er tæpar 2,5 milij- ónir króna og því er munurinn nokk- ur. Auk þessarar vélar er í boði Volvo S40 Vél: 4 strokkar, 16 ventlar, 11.560 rúmsentimetrar. Afl: 110 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 240 Nmvið 1.750 snúninga á mínútu. Gírskipting: Fimm gíra handskipting. Hröðun: 11,9 sekúndur í 100 km. Hámarkshraði: 190 km/ klst. Lengd: 4.470 mm. Breidd: 1.770 mm. Hæð: 1.450 mm. Eigin þyngd: 1.430 kg. Eyðsla: 5,2 1/100 km í blönduðum akstri. Verð: 2.734.000 kr. (með málmlit). Umboð: Brimborg. tveggja lítra dísilvél með forþjöppu sem gefur 136 hestöfl og kostar sú út- gáfa 2.960.000 kr. Spuming er hvort kaupendur vilja huga að því hvort dísilbíll er ekld hag- stæðari umhverftnu en bensínknúinn og leggja sitt af mörkum til náttúr- unnarútáþað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.