SÍBS blaðið - 01.10.2022, Síða 4
SÍBS-blaðið
neðra magaopið (e. pylorus). Rafboðin sem eiga uppruna
sinn í gangráði magans eru þrjú á mínútu, en öndvert raf-
boðum frá gangráði hjartans sem öil leiða til samdráttar á
hjartavöðvanum, þá leiða ekki öll rafboð frá gangráði magans
ril vöðvasamdrátta í fremsta hluta magans.
Magatæmingunni er stýrt eftir magni, innihaldi og
umhverfi magans. Mikil fita í fæðunni, „lamar“ magann og
leiðir til hægari magatæmingar. Margt annað hefur áhrif á
magatæminguna, t.a.m. ef fæðan er mjög sölt eða súr og
ef hitastig fæðunnar er hátt eða mjög kalt. Þannig er tæm-
ingunni stýrt til að koma í veg fyrir að skjótar breytingar verði
á Iíkamstarfsseminni af völdum þess sem fólk tekur sér til
munns. Maginn hefur þannig möguleika á að tempra flutning
á óæskilegu innihaldi niður í smáþarmana. Sökum gífurlegs
yfirborðs í smáþörmunum til frásogs á innihaldi fæðunnar
kemst það hratt út í blóðið þegar maganum sleppir.
í fremsta hluta magans á sér stað framleiðsla á hormón-
inu gastríni sem losnar úr læðingi við þenslu á fremsta hluta
magans og sér m.a. um að örva sýruframleiðslu hans. Við
fæðuinntöku hækkar sýrustig (pH) magans og verður meira
basískt en gastrínið leiðir til aukinnar framleiðslu á maga-
sýru til að tryggja næga framleiðslu á henni. Annað hormón
sem uppgötvaðist fyrir örfáum áratugum er ghrelin sem
örvar matarlyst og þéttni í blóði sem lækkar eftir máltíð en
eykst eftir því sem lengra líður frá máltíð. Niðurbrot lyfja og
annarra næringarefna á sér stað í lifrinni en undantekningar
eru á því. Niðurbrot alkóhóls byrjar í maganum.
Skeifugörnin tekur við af maganum og myndar skeifu utan
um brisið. Umhverfið og innihaldið í skeifugörninni hefur
líka áhrif á magatæminguna t.a.m. ef eitthvað er „of sterkt",
og skeifugörnin getur þá beðið magann vinsamlegast um að
hægja á magatæmingunni. í skeifugörninni kemur gallið frá
lifrinni í gegnum gallvegina og brissafinn frá brisinu sem eru
nauðsynleg til að melta fæðuna. Mestmegnis renna þessir
safar inn í skeifugörn sem svörun við fæðuinntöku og ræðst
magnið af innihaldi fæðunnar. í föstuástandi, t.d. í svefni,
fer í gang hreinsiprógram sem nefnt er vinnukona þarmanna
(e. house keeper of the gut eða migrating motor complex).
En verkefni þessarar ágætu vinnukonu/vinnumanns saman-
standa af kröftugum þarmahreyfingum sem stundum byrja
í fremsta hluta magans en stundum í skeifugörn og ferðast
hægt og bítandi gegnum smáþarmana og flytja með sér mat-
arleifar, dauðar frumur og bakteríur. Áður en þetta hreinsi-
prógram fer í gang, kemur flæði af galli og brissafa sem
berast fyrir framan þessar kröftugu þarmahreyfingar sem
nokkurs konar sápa sem hjálpar til við garnahreinsunina.
Lifrin hefur margþætt hlutverk. Eitt er að framleiða gall
sem er nauðsynlegt við meltingu á fæðunni og til hjálpar
við frásog á fituleysanlegum vítamínum. Lifrina má kalla
stærsta líffæri likamans að undanskyldri húðinni. Lifrin
tekur mikilvægan þátt í efnaskiptum næringarefna, s.s. að
geyma næringarefni og tekur þátt í umbroti kolvetna, fitu og
próteina. Lifrin er forðabúr fyrir orku, sér líka um geymslu á
lífsnauðsynlegum vítamínum eins og BI2 vítamíni. Lifrin sér
að auki um að hreinsa blóðið af eiturefnum, t.d. eru sértæk
hvít blóðkorn sem eru nokkurs konar hermenn sem varna því
að hættuleg efni einsog bakteríur og niðurbrotsefni þeirra
komist í gegnum lifrina og áfram inn í almennu blóðrásina.
í raun berst allt sem maður innbyrðir til lifrarinnar í
gegnum innyflablóðrásina (e. portal/splanchnic circulation).
Lifrin sér einnig um niðurbrot lyfja og eiturefna sem berast
inn í líkamann gegnum meltingarveginn. Einnig sér lifrin
um útskilnað á niðurbrotsefni rauðra blóðkorna sem heitir
bílirúbín. í heilbrigðum einstaklingum á sér stað stöðug
framleiðsla á rauðum blóðkornum. Rauðu blóðkornin lifa bara
í u.þ.b. þrjá mánuði og lifrin sér um útskilnað á niðurbrots-
efnum þeirra, m.a. bílirúbíni en ef lifrarstarfsemin bilar á sér
stað uppsöfnun á bílírúbíni sem veldur gulu.
Lifrin sér líka um framleiðslu á mikilvægum eggjahvítu-
efnum sem eru lífsnauðsynleg fyrir heilbrigt líf. Þar má nefna
storkuþætti sem eru nauðsynlegir fyrir storknun á blóðinu og
albúmín sem er burðarefni fyrir mörg lyf í likamanum og sjá til
þess að halda vökva innan blóðrásarinnar og koma í veg fyrir
bjúgmyndun.
Brisið sér eins og áður segir um að framleiða s.k. brissafa
sem innihalda meltingarhvata sem eru þýðingarmiklir við
meltingu og frásog á fitu eins og gallið og hefur auk þess
mikilvægt hlutverki við frásog á kolvetnum. Að auki eru til
staðar til annars konar frumur en kirtilfrumur sem framleiða
meltingarhvata. Þær framleiða hormón t.a.m. insúlín sem er
lífsnauðsynlegt hormón í efnaskiptum líkamans og sér m.a. um
að sykur í blóðinu komist til skila á réttan stað í líkamanum.
Smáþarmarnir eru mikilvægasti hluti meltingarvegarins fyrir
utan lifrina. Maður getur lifað án vélinda, maga og ristils en
maður getur ekki lifað án smáþarmanna sem sjá um frásog af
næringarefnum. Stundum þurfa sjúklingar á að halda skurð-
aðgerð þar sem hluti smáþarmanna er fjarlægður en ekki
er hægt að fjarlægja of stóran hluta þeirra því að annars á
einstaklingurinn ekki möguleika á heilbrigðu lífi.
Smáþarmarnir eru mikilvægir í vökvajafnvægi líkamans.
í gegnum smáþarmana sem eru u.þ.b. 5 metra langir fara
u.þ.b. 9-10 lítrar af vökva á dag. Þessi vökvi samanstendur
af fæðu/vökva sem maður innbyrðir, gall- og brissafa og
vökva sem kemur frá frumum í smáþörmunun. Smáþarmarnir
frásoga langmest af þessum vökva og þegar innihaldið berst
frá smáþörmunum niður í ristilinn eru hjá heilbrigðu fólki
einungis 1-2 lítrar til staðar sem koma frá neðsta hluta smá-
þarmanna niður í fyrsta hluta ristilsins.
Ristillinn sér ekki aðeins um að flytja úrgangsefni sem eftir
verða úr fæðunni eftir að frásog á næringarefnum hefur átt
sér stað. Ristillinn hefur einnig mikilvægu hlutverki að gegna
við frásog á vökva, einkum í fyrsta eða hægri hluta ristils.
Þannig verða einungis 100-200 ml. af vökva eftir í hægðum
hjá heilbrigðu fólki miðað við 1-2 lítra sem koma niður í
ristilinn á hverjum degi. í ristlinum er mikilvæg bakteríuflóra
sem hefur þýðingarmikið hlutverk í ónæmiskerfinu sem er að
mestu leyti óþekkt.
mjs
Verkalýðsfélag
Snæfellinga
#•# samtök
### atvinnulífsins
BRIM
SJÓVÁ
4