SÍBS blaðið - 01.10.2022, Side 13
3. tbl. 2022
„Ég hafði aldrei hugsað mér að fara í læknisfræði," segir
Ásgeir þegar við spjöllum saman eina síðdegissfund á skrif-
stofu hans í Meltingarklíníkinni í Ármúlanum í Reykjavík, en
þar stofnaði hann nýverið, ásamt Tryggva Stefánssyni skurð-
lækni, sérhæfða þjónustu á sviði meltingar- og skurðlækn-
inga. „Faðir minn var læknir, en það var aldrei rætt á heimilinu
hvort ég færi í læknisfræði eða eitthvert okkar systkinanna.
Við vorum fimm, 2 strákar og 3 stelpur. Tvær systur mínar
fóru reyndar í lífeindafræði og sú þriðja var lyfjatæknir. Ég
hafði mjög snemma í menntaskóla lagt grunninn að því að
fara í arkitektúr og stundaði einnig nám í Myndlistarskólanum
í Reykjavík tvö síðustu árin fyrir stúdentsprófið. Eftir það
sótti ég um nám í arkitektúr víða erlendis og fékk inni í Lista-
háskólanum í Helsinki. Ég var mjög ánægður með að komast
þar að enda mikill aðdáandi finnska arkitektsins Alvar Alto,
sem teiknaði Norræna húsið í Reykjavík og er að mínu mati
frábærlega velheppnuð bygging. Ég var alveg ákveðinn í að
fara í þetta nám sem var bæði langt og strangt, og fyrsta árið
átti maður bara að vera eins konar áheyrnarnemandi til að
læra finnsku, því námið fór alfarið fram á því tungumáli. Ég
var síðan kominn með flugmiðann í hendurnar þegar mér fór
að hrjósa hugur við hversu langan tíma þetta tæki. Af hverju
ég ætti að fara til útlanda í átta eða níu ár á meðan félagar
mínir og vinir sem ætluðu í læknisfræði gætu verið hér heima
næstu sex eða sjö árin? Svo ég tók þá ákvörðun að hætta
við langþráðan draum minn um að verða arkitekt einungis
af þessum ástæðum og skráði mig í læknisfræði við Háskóla
Íslands."
Læknisfræðin er heillandi grein
Og þar með hófst vegferð Ásgeirs sem læknis. „Ég hafði
ekki verið sterkur nemandi í menntaskóla, hafði einfaidlega
ekki mikinn áhuga á því námi. Ég vissi bara að ég þyrfti að
Ijúka þeim áfanga til að hafa síðan nokkuð frjálsan hug um
starfsval í framtíðinni. Faðir minn læknirinn var reyndar ekki
ánægður með þetta val mitt, bæði að ég held af því hann
hafði haft mikinn metnað fyrir mig varðandi byggingalistina
og svo taldi hann mig líklega ekki nógu góðan námsmann í
læknisfræðina miðað við frekar slaka frammistöðu mína á
stúdentsprófinu. Ég ákvað því frá fyrsta degi að taka læknis-
fræðina mjög föstum tökum - og það gerði ég öll mín sex ár
í læknadeildinni. Ég kláraði þau með prýðisgóðum árangri,
og var fullur áhuga enda er læknisfræðin mjög heillandi grein
þegar maður hefur fengið innsýn í hana."
Ásgeir útskrifaðist úr læknisfræðinni árið 1973. Þá var
svokallað kandídatsár og héraðsskylda krafan til að öðl-
ast fullt starfsleyfi sem læknir. „Ég hafði verið að leysa af
á Seyðisfirði meðfram náminu og um veturinn 1973 deyr
heilsugæslulæknirinn sem þar hafði starfað og ég ákvað að
ráða mig þangað um vorið 1974. Ég var því héraðslæknir á
Seyðisfirði þegar snjóflóðin miklu féllu á Norðfirði. Það reyndi
mikið á ungan lækni sem kunni kannski ekkert rosalega
mikið og hafði ekki lent í mörgu því um líku. Ég fór reyndar
ekki yfir til Neskaupsstaðar enda var ástandið einnig válegt
á Seyðisfirði og þar féllu nokkur snjóflóð á þessum tíma.
Svo árið á Seyðisfirði var gríðarmikill reynslutími. Þennan
vetur var mikið um að breskir togarar kæmu þangað af því
þeir voru með eldgömul sjókort þar sem Seyðisfjörður var
merktur með aðalsjúkrahúsið á Austfjörðum. Svo breskir
togarar komu þangað stímandi inn með slasaða sjómenn með
deleríum tremens sem höfðu verið sjanghæjaðir á kránum í
Hull eða Grimsby. Ég lenti oft í því að þurfa að hjálpa þessum
blessuðum mönnum, svo þarna fór því ýmislegt sem ég átti
ekki að venjast í reynslubankann."
Á læknaþingi með dr. Sivak (til vinstri).
Víetnamstríðið og dr. Sivak
Fyrir milligöngu vinar úr læknisfræðinni sem kominn var í sér-
nám í borginni Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum flutti Ásgeir
þangað út haustið 1975, ásamt eiginkonu sinni, Björgu Krist-
jánsdóttur, og tveimur sonum þeirra, Kristjáni Skúla og Theo-
dóri sem voru þá fimm og sjö ára. „Þar byrjaði ég í almennri
lyflæknisfræði, sem allir þurftu að gera í Bandaríkjunum áður
en farið væri í hið eiginlega sérnám. Það tók þrjú ár og fyrsta
árið var ég á hermannaspítala með sjúklingum sem komu úr í
stríðinu Víetnam, allir limlestir í alveg skelfilegu ástandi. Það
voru gífurleg viðbrigði fyrir mig eftir tímann á Seyðisfirði, þar
sem aðallega kom til mín fólk með háan blóðþrýsting, kannski
sykursýki og vöðvabólgur og eitthvað svoleiðis, og að vera
svo á spítala þar sem fengist var við hin alvarlegustu vanda-
mál, líkamleg og ekki síður andleg. Þar var mikið um unga
menn sem leiðst höfðu út í ýmis konar eiturlyfja- og áfengis-
neyslu. Þetta voru alhliða hrikaleg vandamál manna sem
voru sendir í glórulaust stríðið í Víetnam og sneru aftur heim
eyðilagðir fyrir lífstíð."
Eftir árið meðal fórnarlamba Víetnamstríðsins flutti Ásgeir
sig yfir á annan spítala í Cleveland og lauk námi í lyflæknis-
fræðinni vorið 1978. „Þá stóð ég frammi fyrir því að velja
sérnám. Ég taldi best að vera áfram í borginni, þótt mörgum
þætti það skrítið því þetta var svo mikil iðnaðarborg og ekki
mjög hreinleg. En þar var ýmislegt sem okkur hjónunum lík-
aði, við vorum búin að koma okkur ágætlega fyrir, strákarnir
báðir í skóla og gekk vel, auk þess sem við höfðum eignast
dóttur, Helgu Guðnýju um haustið 1976. Þarna var mjög
frægur spítali, Cleveland Clinic Foundation, ég sótti þar um í
lungnalækningum. Til vara sótti ég um sérnám í meltingar-
lækningum sem var mjög eftirsótt grein. Mér var sagt að búið
væri að ráða í allar stöður í lungnalækningum og að 32 aðrir
væru að sækja um melingarlækningarnar og lítill séns að
ég kæmist heldur þar inn. En svo var allt í einu hringt og ég
boðaður í viðtal á meltingardeildinni. Það var maraþonviðtal
sem tók heilan dag, ég talaði þar við sjö eða átta sérfræðinga
og endaði á því að fá stöðu.
Þetta var sem sé upphafið að mínum ferli í meltingarlækn-
ingum. Ég var svo heppinn að hitta þarna mjög duglega og
merkilega lækna sem voru sérfræðingar í fremstu röð í faginu.
Einn var þó öðrum fremri og víðfrægur sérfræðingur á sviði
speglana í meltingarvegi, dr. Mikael V. Sivak. Ég átti eftir að
vinna heilmikið með Sivak sem gerði að verkum að á öðru ári
í náminu var ég valinn til að vera hans hægri hönd. Það var
mikið nýjabrum á hlutunum, verið að prófa alls konar ný tæki
og tól og í baksýnisspeglinum áttar maður sig á því að þarna
var ég staddur í Mekka meltingarfræðanna. Á þessum tíma
voru stórstígar framfarir að eiga sér stað í speglunum og ég
fékk tækifæri til að taka þátt í þeim öllum.“ 13