SÍBS blaðið - 01.10.2022, Side 14

SÍBS blaðið - 01.10.2022, Side 14
SÍBS-blaðið Mikilvægi eftirfylgdar Eftir þrjú ár í lyflæknisfræði og tvö ár í meltingarlækningum var komið að útskrift Ásgeirs í sérfræðináminu. „Mér fannst þó ýmislegt vanta í mitt nám, eða inn á mitt þekkingarsvið, og það tengdist greiningum okkar á krabbameini í meltingar- veginum því þegar við höfðum greint krabbameinin vissum við yfirleitt ekkert meira af sjúklingunum. Þá tóku aðrir við, skurðlæknar, geislalæknar og krabbameinslæknar og mér fannst okkur meltingarlæknunum vanta innsýn i þeirra starf og útkomu sjúklinganna. Ég ræddi þetta við yfirmenn spít- alans sem sögðu að það væri ekkert prógramm til í þessu samhengi. Ég ræddi þá við yfirlækninn á krabbameins- deildinni og hann varð svona líka hrifinn af þessari hugmynd, að tengja saman greiningu og meðferð sjúklinganna á mjög praktískan hátt. Svo það var opnuð sérleið fyrir mig til að vera áfram á Cleeveland Clinic í eitt ár. Ég fylgdi fólki frá greiningu á meltingardeildinni yfir á krabbameinsdeildina og vann með þeim læknum, aðallega varðandi æxli í meltingarvegi. Ég var til dæmis að gefa krabbameinslyf, fylgja fólki á geisladeildir og ræða við fólk sem var í meðferð og einnig þau sem komu í eftirmeðferð. Svo var mér boðið að fara til Columbia University í New York sem hluta af þessu krabbameinsnámi. Þar var ég við Memorial Sloan Kettering Cancer Center og er þar í all- nokkurn tíma, rokkaði dálítið fram og til baka, vegna þess að fjölskyldan var áfram staðsett í Cleveland. Memorial Sloan Kettering er mjög frægur á sviði krabbameinslækninga og þar kynntist ég mörgum frábærum læknum. Þegar tíma mínum í New York lauk og ég kominn aftur til Cleveland var meiningin var að halda áfram með þessa eftirfylgd á milli meltingar- og krabbameinsdeilda við Cleveiand Clinic með minni hjáp. En það var ekki á prógramminu hjá konu minni að vera þarna áfram. Hún vildi fara heim. Hún er menntaður kennari og lauk reyndar meistaranámi í kennslufræðum með áherslu á sérþarfir á meðan við dvöldum í Cleveland. Hún starfaði síðan lengst lengstaf eftir að við komum heim sem námsráðgjafi við Menntaskólann í Hamrahlíð. Ég vissi þó alveg þegar ég kom heim að þar væri ekkert starf fyrir mig að hafa við það sem ég var orðinn sérfræðingur í. Ég fékk einhverjar afleysingar yfir sumartímann á Borgarspítalanum gamla en um haustið var mér tjáð að þar væri ekki lengur neitt fyrir mig utan smá- vægilegra ráðgjafarstarfa. Svo þá var ég orðinn hálfpartinn atvinnulaus og mældi bara göturnar með fjölskyldu og þrjú börn á framfæri. Við vorum að kaupa raðhús og áttum ekkert milli handanna, en Björg fór að kenna við Laugarlækjarskól- ann svo við þurftum ekki alveg að svelta." Ásgeiri var loks boðið starf við að skoða fólk sem þurfti að komast í endurhæfingu hjá Reykjalundi. Hann tók því en fann fljótt að þar gæti hann lítið notað sérþekkingu sína, og fór því að undirbúa að snúa aftur út til starfa í Cleveland, enda dr. Sivak vinur hans sífellt að hvetja hann til þess. St. Jósefsspítali í Hafnarfirði „Svo gerist það rétt áður en að utanförinni kom að hringt var í mig frá Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. Það var Jósep Ólafsson lyflæknir. Ég vissi ekkert um þennan spítala, bara að þar væri þekktur kvensjúkdómalæknir sem hét Jónas Bjarna- son. Það var þarna skurðdeild og lyflækningadeild sem var aðallega öldrunar- og hjúkrunardeild. Ég var tilbúinn að skoða þetta, fór þangað í viðtal og hreifst mjög af staðnum. í þessu viðtali var bara sagt við mig: Gjörðu svo vel, hérna er spítalinn fyrir þig. Við vitum að þú kannt heilmikið og þiggjum allt sem þú leggur til að verði gert hér. Það var upphafið að meltingar- deild sem varð sú stærsta á því sviði í landinu á næstu árum. Þarna var markviss uppbygging, mér var alltaf rétt höndin ef ég bað um eitthvað og þetta gekk mjög vel. Ég var þarna allar götur fram til ársins 2011 að spítalinn var lagður niður sem sérstök stofnun og sameinaðist Landspítalanum. Þegar ég kom heim vissi ég í rauninni sáralítið um stöðu meltingarlækninga á íslandi, en ég skynjaði þó að við áttum gríðarlega langt í land með að geta boðið upp á viðlíka þjón- ustu og tíðkaðist í Cleveland Clinic. Ég hafði mikinn metnað fyrir greinina og sá á Jósefsspítalanum mikla möguleika á að efla þar til muna alla göngudeildar- og sjúkrahússtarfsemi. Ég settist niður við teikniborðið og rissaði upp til framtíðar hvernig hægt yrði að þróa alvöru meltingardeild. Ég lagði það fyrir mína yfirmenn sem lögðu blessun sína yfir þessi áform rnín. Það var farið í að kynna þau, útvega fjármagn og ef það fékkst ekki hjá stjórnvöldum var það búið til með ýmsu móti meðal góðgerðarfélaga. Ég gerði mikið af því að koma á fundi Oddfellowfélaga, Lions, Kiwanis og Rotary og flytja fyrirlestra um meltingarlækningar, ekki sist nýjungar þær sem ég hafði kynnst og fengið að taka þátt í að þróa í Bandaríkjunum. Á tímabili myndaðist heillangur biðlisti hjá mér um fyrirlestra á fundum þessara félaga sem vildu gefa alls konar tækjabúnað. Mörgum þótti þarna opnast heill heimur, fólk sá að hjá okkur á Jósefsspítalanum var mikill metnaður og áhugi sem sner- ist fyrst og fremst um að bæta úr heilsuvandamálum fólks á þessu sviði. Áformin um meltingarlækningadeild í fremstu röð rættust auðvitað ekki í einni svipan. Það tók sinn tíma, skref fyrir skref með mjög markvissum hætti.“ Magasár læknað Á næstu árum urðu framfarir á mörgum sviðum læknavísind- anna í heiminum. „Það varð til dæmis algjör bylting í meðferð maga- og skeifugarnasára þegar uppgötvaðist þáttur bakteríu sem kallast Helicobacter pylori í myndun þeirra. Það kom á daginn að með því að drepa þessa bakteríu með sýklalyfjum væri hægt að lækna þessi sár. Við urðum mjög fljót hér á landi að tileinka okkur þá hugmyndafræði og meðhöndla fólk. Lækning hafði þarna fundist við langvinnum og þrálátum sjúkdómi. Þetta var á árunum í kringum 1990 og markar eina af stóru byltingunum sem orðið hafa í meltingarfræðunum. Það er ekki oft sem slík tímamót verða í læknisfræðunum almennt." Ásgeir var áfram í nánu sambandi við Mikael Sivak á Cleveland Clinic og starfaði þar einnig á árunum 1993 og '94. En fjölskyldan vildi búa á íslandi og einnig kallaði upp- byggingarstarfið á St. Jósepsspítala á hann. „Ég hafði verið að vinna úti með nýja tækni varðandi líffæraómskoðun og vildi taka hana upp hér. Þessi tækni hafði verið að ryðja sér til rúms á helstu sjúkrahúsum erlendis, og var gríðar- lega gagnleg við greiningu á krabbameinum í meltingarvegi, briskrabbameini, sýnatöku úr æxlum og fleira. Það var hins vegar ekki mikill áhuga fyrir henni hjá heilbrigðisyfirvöldum, svo við þurftum að leita eftir stuðningi fyrirtækja og einkaað- ila við kaup á tækjabúnaðinum. í þessari fjáröflun kynntist ég Árna Ragnari Árnasyni alþingismanni, sem þá var nýgreindur með ristilkraþbamein. Við tókum höndum saman og áttum í kringum 70 fundi með fyrirtækjum í landinu, ræddum einnig við marga kollega hans á þingi og á endanum náðum við að safna rúmlega 20 milljónum króna fyrir þessu ómskoðunar- tæki og afhentum það Landspítala háskólasjúkrahúsi 15. júní árið 2000, sem var hinn sameinaði spítali Sjúkrahúss Reykja- víkur og Landspítala.. Þar áður hafði ég ásamt öðrum reyndar líka safnað fyrir tæki til að skoða gallvegina og taka steina úr gallgöngum, svokallað ERCP eða gallvegaþræðingu. Meðan á þessu öllu gekk voru góðgerðarfélög mikið að styrkja 14

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.