SÍBS blaðið - 01.10.2022, Síða 16
Grein
SÍBS-blaðið
Melting eftir
efnaskiptaaðgerð
ffr
I LA
W íir*
Þekking og skilningur á
sjúkdómnum offitu hefur
aukist mikið á undanförnum
árum og nýjar meðferðar-
leiðir líta dagsins Ijós, meðal
annars nýjar lyfjameðferðir,
sem er vel. Fjöldi þeirra
sem fer í efnaskiptaðgerð
vegna offitu hefur aukist
mikið síðastliðin ár. Flestir
fara í slíkar aðgerðir að
vel athuguðu máli og eru
vel undirbúnir. Enn ber þó
nokkuð á fordómum gagn-
vart sjúkdómnum offitu og
aðgerðunum einnig. Það
býður heim hættunni á að
einstaklingar með offitu leiti
sér ekki viðeigandi aðstoðar
í heilbrigðiskerfinu eða velji
meðferðarleiðir eins og efna-
skiptaaðgerð án viðeigandi
undirbúnings og án þess að
átta sig vel á þeirri miklu breytingu sem líkami þeirra er að
fara í gegnum.
Erla Gerður Sveinsdóttir
heimilislæknir og lýðheilsu-
fræðingur. Sjálfstætt starfandi
sérfræðilæknir um meðferð
offitu og yfirlæknir kvenheilsu
hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Stórt inngrip
Utbreiddur er sá misskilningur að áhrif aðgerðanna séu fyrst
og fremst vegna magaminnkunar og ástæða þess að einstak-
lingar léttist eftir aðgerð sé vegna þess að þeir borða minna
en áður. En svo er ekki. Hægt er að borða samskonar fæði án
aðgerðar en þeir einstaklingar léttast ekki með sama hætti.
Munurinn liggur í þeim breytingum sem verða á taugaboðum,
hormónum, efnaskiptum og flóknu samspili þeirra líffærakerfa
sem stýra orkubúskap líkamans, þyngdarstjórnunarkerfunum
okkar og þannig er nafnið efnaskiptaaðgerð tilkomið.
Efnaskiptaaðgerð þarf að undirbúa vel, velja rétta aðgerð
fyrir réttan einstakling á réttum tíma og regluleg meðferð og
eftirlit er nauðsynleg alla ævi. Magahjáveituaðgerð og maga-
ermi eru algengustu aðgerðirnar og hafa hvor sína kosti og
galla. Sérfræðingar mæla með þessum aðgerðum ef aðgerð er
talinn góður kostur á annað borð. Aðrar aðgerðir eru til en um
þær eru skiptar skoðanir. Efnaskiptaaðgerð við offitu er enn
besta meðferðin sem við eigum við alvarlegri offitu en mikil-
vægt er að átta sig á að svo stórt inngrip er ekki ætlað sem
meðferð við vægum sjúkdómi og alls ekki sem fyrirbyggjandi
meðferð.
Breytingar í meltingarvegi
Við efnaskiptaaðgerð verða margs konar breytingar víðs
vegar í líkamanum s.s. í heila, fituvef og vöðvum auk
breytinga í meltingarveginum sem verða skoðaðar hér.
Breytingar sem tengjast meltingarvegi eru víðtækar og verða
á bragðskyni, tannheilsu, kyngingu, magatæmingu, hraða
fæðu gegnum meltingarveg, frásogi næringarefna, seytrun
hormóna meltingarvegarins, gallsýru, efnaskiptum og þarma-
flóru.
Einstaklingar sem fara í efnaskiptaaðgerð þurfa að fylgja
leiðbeiningum alla ævi. Mismunandi ráðleggingar eiga við
um mataræði og matarvenjur fyrstu vikurnar eftir aðgerð og
næstu mánuðina og enn aðrar ráðleggingar eiga við það sem
eftir er ævinnar. Mikilvægt er að átta sig á því þegar aðgerð
er gerð, að framundan er alltaf óvissuferð um hvernig lík-
aminn bregst við. Hægt er að upplýsa um það sem líklegt er
að gerist en viðkomandi þarf að vera tilbúinn að lesa í þau
skilaboð sem hann fær og vinna með þau á viðeigandi hátt.
Annað bragð af mat
Fyrsta stig meltingar fer fram þegar við sjáum mat, finnum
af honum lykt eða hugsum um hann. Við það fara mörg
hormón af stað þar á meðal ghrelin hormón sem gerir okkur
svöng og margs konar viðbragð á sér stað. Bragðupplifun
og áhrif þess að tyggja matinn koma næst. Samtal heila og
meltingarvegar breytist við efnaskiptaaðgerðirnar og margir
upplifa annað bragð af mat, þeim finnst matur sem áður var
góður ekki góður lengur og öfugt, tilfinning fyrir áferð matar
getur breyst. Samsetning munnvatns breytist og bakteríu-
samsetningin í munnholi einnig og hefur þetta meðal annars
áhrif á tannheilsu og hætta á tannskemmdum eykst. Breyting
á svengdar- og seddutilfinningu er tilkomin vegna breytinga
á hinum margvíslegu hormónum sem fara af stað og senda
boð milli meltingar og heila. Margir upplifa að þeir losni við
ákafa löngun í orkuríkan mat (e. cravings) sem verður vegna
þessara hormónabreytinga.
Bakflæði og hraðabreytingar
Vélindabakflæði á sér stað þegar fæða eða meltingasafar fara
frá maga upp í vélinda. Slímhúðin í vélindanu þolir illa sterka
magasýruna og við langvarandi áreiti geta þar orðið frumu-
breytingar sem bregðast þarf við. Mikilvægt er að meðhöndla
bakflæði á viðeigandi hátt og tilvist þess hefur áhrif á hvaða
aðgerð er valin því einstaklingum með bakflæði er ráðið frá
því að velja magaermisaðgerð. í stuttu máli getur magaermi
gert vandann verri á meðan hjáveita getur bætt einkenni.
Aukin slímmyndun og tregða á flutningi fæðu niður vélinda
BJÖRGUN
© BM-VALIÁ
ir\
BRYNJfi
LEIGUFÉLAG
16
PROBI MAGE®