Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 18.12.2014, Side 1

Bæjarblaðið Jökull - 18.12.2014, Side 1
Fyrstu jólasveinarnir eru komnir til byggða og farnir að skemmta börnum og jafnvel lauma einhverju skemmtilegu í skóinn hjá þægu börnunum. Stekkjastaur kom fyrstur en hann lét sjá sig í Pakkhúsinu föstu daginn 12. desember, næst ur kom Giljagaur, svo Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir og í gær miðvikudag kom Aska­ sleikir. Áður en yfir líkur munu þrettán sveinar hafa komið við í Pakkhúsinu á leið sinni af fjöll­ um og allir gefa þeir sér tíma til að spjalla svolítið við börnin. Á meðan beðið er eftir jóla­ sveinum hafa konur úr Lions­ klúbbnum Rán lesið fyrir börnin og svo er sungið, jóla sveinarnir eru flestir ekki mjög tón vissir og því eins gott að börnin taki hraustlega undir. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Pakkhúsinu á mánudag þegar Þvörusleikir kíkti við. Fram að jólum verður dagskrá á hverjum degi í Pakkhúsinu og þann 21. verður tilkynnt um val á jólahúsi Snæfellsbæjar, það er tilvalið að kíkja við og fá sér heitt súkkulaði og vöfflu, skoða varning og jafnvel kaupa eina eða tvær jólagjafir sem unnar eru af heimamönnum. jó Ólafsbraut 21, Snæfellsbæ Sími: 410 4190 Netfang: 0190@landsbankinn.is Snæfellsnesi www.landsbankinn.is Jólasveinar tínast til byggða 677. tbl - 14. árg. 18. desember 2014 OPIÐ JÓLA-HESTHÚS Á BRIMILSVÖLLUM sunnudaginn 21. desember 2014 frá kl. 14:00 til 17:00 Hesthúsið á Brimilsvöllum er kominn í jólabúning, við fögnum því að folöldin, tamningar- og kynbótahross eru kominn í hús. Komið og kíkið á hestanna fyrir jólin ! Það verður rjúkandi heitt kaffi og kökur í boði, börn (og líka fullorðnir) verða teymd á hestbaki. Í hlöðinni verður lítill jólamarkaður með kræsingum, handverk, lukkuskeifum og fleira til sölu. (Ath. enginn posi á staðnum) Hittumst í jólaskap í sveitinni - ALLIR VELKOMNIR! Fjölskyldan á Brimilsvöllum Góðir Snæfellingar Nú nálgast jólin og við óskum ykkur öllum hamingju og friðar á aðventu og um hátíðirnar. Við viljum minna á að það er okkar allra hagur að njóta og versla í heimabyggð. Á Snæfellsnesi er fjölbreytt úrval af vörum og þjónustu; t.d. upplifun, handverki og mat. Megi gleði og friður fylgja okkur öllum á nýju ári. Samstarfskveðja Alda Hlín Karlsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar Bjarney Inga Sigurðardóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Stykkishólmsbæjar Dagbjört Agnarsdóttir, verkefnastjóri Átthagastofu Snæfellsbjæjar Margrét Björk Björnsdóttir, verkefnisstjóri Sveitaverkefni; Hítará- Hellnar Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.