Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 18.12.2014, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið Jökull - 18.12.2014, Blaðsíða 8
Brimið bar grjót á land Eftir hvassa suðaustanátt lægði mikið þegar líða tók á miðvikudaginn og gerði algjört logn á meðan vindurinn snéri sér í vestan átt. Gerði þá mikinn sjó á Breiðafirði og var stórkostlegt að fylgjast með öldunum þegar þær brotnuðu á klettunum. Þegar flóðið var að ná hámarki um níuleitið var brimið svo mikið að það gekk vel á land alveg frá Drimbum vestur að þar sem gamla frystihúsið var á Hellissandi. Íbúar í húsinu númer 13 við Keflavíkurgötuna á Hellissandi urðu þó mest varir við brimið en öldurnar skullu á húsinu og báru með sér stóra grjóthnullunga eins og sjá má á myndinni. Voru öldurnar svo stórar að þær gengu fram fyrir húsið og þykir mikil mildi að rúður brotnuðu ekki í svalahurðinni. Ekki eru mörg ár síðan grjótgarður var gerður í fjörunni vegna þess að á árum áður gekk sjór oft á land á þessum slóðum. þa Gleðilega hátíð Þökkum viðskiptin Föstudagur 19. des. 09 - 20 Laugardagur 20. des. 13 - 18 Sunnudagur 21. des. 13 - 18 Mánudagur 22. des. 09 - 18 Þorláksmessa 23. des. 09 - 22 Aðfangadagur 24. des. 10 - 13 Jóladagur 25. des. LOKAÐ Annar í jólum 26. des. LOKAÐ Laugardagur 27. des. 13 - 17 Sunnudagur 28. des. 13 - 17 Mánudagur 29. des. 09 - 18 Þriðjudagur 30. des. 09 - 19 Gamlársdagur 31. des. 10 - 13 Fimmtudagur 1. jan. LOKAÐ Föstudagur 2. jan. 09 - 20 Breyting á afgreiðslutíma: Höldum áfram með músastiga og stjörnurnar mmtudaginn 18. des. kl. 16-18. Unglingabækur í úrvali.  Lesið bækur og gerist kvikmyndagerðarfólk í huganum.   Hentugir bókasafnspokar kosta 700 kr. Gömlu stóru bómullarpokarnir eru enn til. Opið um jólahátíðina sem hér segir: Mánudag 15. des. – mmtudags 18. des. kl. 14-18 Mánudaginn 22. des. og Þorláksmessu kl. 14-18 - og til kl. 21 - til kl. níu.    29. - 30. des. kl. 14-18 Mánudaginn 5. janúar og eftirleiðis kl. 14-18. Ósóttir vinningar í happdrætti Kvenfélagsins Gleym mér ei: 15-60-123-174-228 247-445-474. Óvissujólabókapakkar Það er gamall siður á Íslandi að gefa bók á jólunum. Oft eru jólin eini tíminn sem fólk gefur sér til að lesa í ró og næði. Bókasafnið vill koma til móts við heimilin og bjóða upp á bókapakka handa ölskyl- dunni. Þeir sem koma á bókasafnið fyrir jól geta valið sér bækur í poka eða fengið lokaðan poka með 3-4 bókum um ýmis málefni. Til að hafa gaman af uppátækinu má skreyta pokann eða pakka í jólapappír og setja undir jólatréð með hinum gjöfunum.  Við óskum viðskiptavinum bókasafnsins, gestum Sögumiðstöðvar og Grundfirðingum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári og þökkum fyrir góð samskipti. Sunna og Alda Hlín

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.