Bæjarblaðið Jökull - 18.12.2014, Blaðsíða 6
Námskeið með
Sigurborgu Kr. Hannesdóttur
Grundarfirði, þriðjudaginn 30. des., kl. 17-22.
Þú kveðjur gamla árið og
býrð þig undir það nýja með
Dansi
Stjörnuspá
Klippimynd
Upplýsingar og skráning,
sigurborg@5rytmar.is, sími 866 5527,
www.dansfyrirlifid.is
Jóladagskrá Pakkhússins 2014
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardaugr Sunnudagur
30. nóvember
Opið 16-19
6. desember
Opið 16-19
7.desember
Opið 16-19
12. desember
Opið 16-19
Stekkjastaur kom
fyrstur
13.desember
Opið 16-19
Giljagaur annar með
gráa hausinn sinn
14.desember
Opið 16-19
Stúfur hét sá þriðji
15. desember
Opið 16-19
Sá fjórði Þvörusleikir
var fjarskalega mjór
16.desember
Opið 16-19
Sá fimmti Pottasleikir
17.desember
Opið 16-19
Sá sjötti Askasleikir
var alveg dæmalaus
18. desember
Opið 16-19
Sjöundi var
Hurðaskellir
19.desember
Opið 16-19
Skyrgámur sá áttundi
20. desember
Opið 16-19
Bjúgnakrækir níundi
brögðóttur og snar
21. desember
Jólahús SNB valið
Opið 16-19
Tíundi var
Gluggagægir
22.desember
Opið 16-19
Ellefti var Gáttaþefur
aldrei fékk sá kvef
23. desember
Opið 16-21
Ketkrókur sá tólfti
Heimsækið Pakkhúsið okkar allra fyrir jólin...
Fylgist með dagskránni á facebook síðu Pakkhúsins
Síminn í Pakkhúsinu er 433 6930 #jólapakkhús2014
Verið velkomin í Pakkhús Snæfellsbæjar fyrir jólin. Í boði verður heitt
súkkulaði, kaffi, nýbakaðar vöfflur og kleinur.
Erum með vörur frá m.a. Handverkshóp Pakkhússins, Sveinbjörg, Gallerý
Braggi, AdelAccessorize, Skeggi og fleira.
Jólasveinarnir mæta kl. 17:00 í Pakkhúsið um leið og þeir koma af fjöllum.
Gleðileg
jól!
Styttist óðfluga í jólin og
loksins gefur á sjóinn eftir
hrikalega mikla brælutíð.
Smábátarnir hafa svo sem fiskað
ágætlega þegar þeir hafa komist
á sjóinn. Sæbliki SH er með 33
tonn í 6 róðrum, Guðbjartur
SH 30 tonn í 4, Sæhamar SH
22 tn í 5, Tryggvi Eðvarðs SH
21 tonn í 4, Brynja SH 19 tonn
í 4, Stakkhamar SH 17 tonn í 5,
Álfur SH 15 tonn í 5, Glaður SH
17,5 tonn í 6 og nýja Kvika SH
12 tonn í 3. Báturinn sem núna
heitir Kvika SH hét áður Kóni II
SH og má segja að endurnýjun á
nýrri Kviku SH hafi alveg verið
orðin tímabær þar sem að gamla
Kvika SH var orðin mjög svo
lúinn.
Dragnótaveiðar eru mög
litlar, Egill SH er hæstur með
18 tonn í 7 róðrum, Gunnar
Bjarnason SH 16 tonn í 7, Guð
mundur Jensson SH 14 tonn í 7,
Matthías SH 13 tn í 3, Esjar SH
13 tn í 5, Sveinbjörn Jakobsson
SH 10 tn í 7.
Netaveiðarnar ganga ágæt
lega. Magnús SH hefur landað
27 tonnum í 6 og mest 7,4 tonn
í róðri. Glófaxi VE með 15 tonn
í 2 og þar af 12,8 tonn í einni
löndun þar sem að skötuselur
var tæp 11 tonn af aflanum
sem er nú ansi gott og er þessi
löndum með þeim stærri á
árinu af skötuselsbátunum.
Hafnartindur SH 6,6 tonn í 6,
Arnar SH 3,3 tonn í 2.
Hringur SH hefur landað
130 tonnum í tveim löndunum
á trolli. Sóley SH 96 tonn í 2,
Farsæll SH 89 tonn í 2 og Helgi
SH 54 tonn í einni löndun
Línubátarnir hafa flestir
landað einu sinni og var Rifs
nes SH með 72 tonn, Örvar SH
70 tonn, Þórsnes SH 55 tonn,
Gullhólmi SH 50 tonn. Grund
firðingur SH 49 tonn. Saxhamar
SH 41 tonn og Hamar SH 40
tonn báðir í tveimur löndunum,
Þar sem þetta er síðasti
pistillinn fyrir jól þá vil ég óska
lesendum Jökuls gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs. Eigið öll
ánægulegt ár framundan og það
byrjar á vetrarvertíðinni 2015.
Gísli Reynisson
www.aflafrettir.is
Aflafréttir