Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 26.03.2015, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið Jökull - 26.03.2015, Blaðsíða 3
 Mynd: Sumarliði Ásgeirsson Jarðarstund - Myrkvum Snæfellsnes saman! Sveitarfélögin á Snæfellsnesi, í samstarfi við RARIK, slökkva götuljós og ljós í stofnunum á þeirra vegum laugardaginn 28. mars frá 20:30-21:30. Íbúar eru hvattir til þess að taka þátt og slökkva ljós heima hjá sér, njóta stundarinnar og leiða hugann að því hvað hver og einn getur lagt af mörkum í þágu umhverfisins. Nokkrir aðilar á Snæfellsnesi bjóða upp á samveru í tilefni Jarðarstundarinnar: Grundarfjörður  Hótel Framnes - Kertaljósakvöldverður Snæfellsbær  Frystiklefinn Rifi - Myrkvaðir tónleikar kl. 20:30  Lýsuhólslaug - Rökkurró, opið á milli kl. 20 og 22. Sögufylgjur segja sögur við blaktandi kyndla frá kl. 20:30. Verð 650 kr. Stykkishólmur  Norska húsið - Draugagangur, mæting kl. 20:15  Sjávarpakkhúsið - Kertaljósakvöldverður *Jarðarstund (Earth Hour, www.earthhour.org) er alþjóðlegur umhverfis- viðburður þar sem ljós eru slökkt til að fólk megi njóta myrkursins og íhuga um leið hvernig vernda megi jörðina. Earth Hour Snæfellsnes EarthHourSnæ Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness (theo@nsv.is)

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.