Bæjarblaðið Jökull - 26.03.2015, Blaðsíða 1
Það er alltaf gleðiefni þegar
að nýir bátar koma í heimahöfn.
Útgerðarfélagið Bjartsýnn í
Ólafsvík hefur gert út bátinn
Brynju SH síðan árið 2006.
Þá var sá bátur keyptur sem 6
tonna bátur og settur í gríðarlega
mikla breytingu í Bátahöllini á
Hellissandi. Var báturinn lengdur
þar um 3 metra, breikkaður um
30 cm og brúin hækkuð um
30 cm. Við þessar breytingar
stækkaði báturinn úr 6 BT og
upp í 15 BT. Vel gekk að fiska á
bátinn og t.d á makríl vertíðinni
2014 var Heiðar Magnússon
skipstjóri ásamt einum öðrum
sem réri á bátnum aflahæstur
allra handfærabáta á makrílnum.
Útgerðarfélagið gekk nýlega
frá kaupum á nýjum báti og kom
hann til Ólafsvíkur um helgina
en fór strax aftur suður og þegar
að haft var samband við Heiðar
vegan þessara skrifa á mánudag
þá var hann á veiðum skammt
utan við Grindavík. Bar hann
nýja bátnum vel söguna, hann
var þá búinn að sigla honum frá
Hafnarfirði vestur til Ólafsvíkur
og þaðan alla leið suður aftur. Nýi
báturinn er nokkuð gangmeiri en
sá gamli og hét áður Steinunn
HF, smíðaður árið 2010 (gamli
var smíðaður árið 1995). Nýi
báturinn er nokkuð lengri og
breiðari en gamli, er hann 12,45
metrar á lengd miðað við 11,98
á þeim gamla. Breiddinn er 3,74
metrar á móti 3,38 metrum.
Sömuleiðis er stærri vél í
honum. 455 hestafla vél á móti
254 hestafla vél í gamla bátnum.
Þó sagði Heiðar að lestin í nýja
bátnum tæki jafn mörg 660 lítra
kör og í gamla bátnum.
Nýja Brynja SH er hálfyfirbyggð
sem er mikill munur frá þeim
gamla. Reyndar sagði Heiðar að
hann muni róa á gamla bátnum
sem núna heitir Brynja II SH á
makrílnum í sumar, því makríl
búnaðurinn er sérsniðin fyrir
bátinn og yrði það ansi dýrt að búa
til og hanna nýjan makrílbúnað í
nýja bátinn.
Þess má geta að þegar að
báturinn hét Steinunn HF þá
átti báturinn feiknarlega gott
ár, árið 2013 en þá fór aflin hjá
bátnum yfir 1000 tonnin. Í apríl
og maí það ár þá mokveiddi
báturinn á steinbítnum og setti
þá íslandsmet í mestum afla
smábáts undir 15 BT. Því að
báturinn landaði 232,6 tonn í 24
róðrum og kom mest með 17,3
tonn að landi í einni löndun.
Maí var líka góður en þá landaði
báturinn 174 tonnum í 21 róðri
og kom þá mest með 18,7 tonn
að landi. Myndina tók Kjartan
Hallgrímsson.
Gísli Reynisson
Ólafsbraut 21, Snæfellsbæ
Sími: 410 4190
Netfang: 0190@landsbankinn.is
Snæfellsnesi
www.landsbankinn.is
Ný Brynja SH til heimahafnar
691. tbl - 15. árg. 26. mars 2015
PÉTUR JÓHANN ÓHEFLAÐUR
Í félagsheimil Grundarfjarðar,
föstudagskvöldið 27. mars kl 21:00
Skoðaðu Facebook viðburðinn Pétur Jóhann í Grundarfirði
Jökull fer í páskafrí
til 16. apríl.