Úrval - 01.10.1971, Síða 34
32
URVAL
Hi'in var kölluð krónprinsessa fíancla-
ríkjanna og var gædd miklum
fjármálagáfum eins og faðir hennar.
En þeim kom afar illa
saman . . .
Dóttir
Rockefellers
*
*
*
*
*
*
A
hótelherbergi í Chicago
lá sjúk kona. Kringum
hana stóðu færustu
læknar Bandaríkjanna.
Konan kvartaði undan
hávaða. Þá var öllum
herbergjum á hæðinni lokað.
Skömmu síðar kvartaði konan und-
an hávaða ofan af loftinu. Þeir lok-
uðu herbergjum á næstu hæð fyrir
ofan. Hótelgestirnir voru beðnir um
að fara úr herbergjum sínum, en
hóteleigandinn vissi, að honum yrði
vel borgað. Konan var Edith Mc
Cormick, dóttir Rockefellers, rík-
asta manns veraldar.
Hvað munduð þér segja, ef þér
ættuð föður, sem ætti um 10.575.000.
000 krónur. Já, faðir stúlkunnar
átti allt þetta — ef til vill enn
meira.
En þeim kom illa saman, Rocke-
feller og dóttur hans. Hún var yfir-
leitt illa liðin. Þegar hún dó, arf-
leiddi hún svissneskan garðyrkju-
mann að allri fjárfúlgu sinni.
Þegar Edith fæddist voru árs-
tekjur olíukóngsins, föður hennar
um 90.000.000 krónur. í bernsku
hafði hann unnið á bóndabæ. Hann
minntist þess, að hafa setið yfir
baunahrúgu eina nóttina, til þess
að velja þær beztu, svo að hann gæti
selt þær hærra verði.
Á meðan Rockefeller bókstaflega
óð í milljónum sat hann með Edith
á hnjám sér og lék við hana.
Honum þótti mjög vænt um stúlk-
una og varði mörgum frístundum
sínum með henni. Einu sinni sendi
hann allar barnfóstrur hennar burt
og fór að kenna dóttur sinni að
mjólka kýr.
Rockefeller græddi og græddi.
Brátt voru eigur hans orðnar um
5500.000.000 krónur, en stúlkan,
dóttir hans fékk aðeins um tuttugu
krónur í vikupeninga, og faðir henn-
ar krafðist þess að hún skrifaði nið-
ur allt sem hún eyddi.