Úrval - 01.10.1971, Blaðsíða 93

Úrval - 01.10.1971, Blaðsíða 93
ÞETTA ER FLUGVÉLARRÁN 91 opna miða, svo að þeir ákváðu því að fara með flugi númer 093 frá Pan Americanflugfélaginu í stað- inn. Starfsfólk „E1 Al“ skýrði starfs- fólki Pan Americanflugfélagsins ekki strax frá þessum órökstuddu grunsemdum. En flugvallarlögregl- unni var samt gert viðvart, þegar flugvél, sem fara átti í flug númer 093, var næstum orðin tilbúin til flugtaks. Og starfsmenn flugturns- ins höfðu fjarskiptasamband við flugstjóra bandarísku flugvélarinn- ar, Jack Priddey að nafni. Banda- ríska flugvélin var ein af nýju, risa- stóru þotunum af gerðinni Boeing 747. Hún var þegar farin frá flug- stöðvarbyggingunni, en var enn á flugbrautinni og beið þess, að gefið yrði leyfi til flugtaks. „Clipper 093. E1 A1 hefur neitað tveim farþegum um flugfar frá Am- sterdam til New York, af því að þeir voru álitnir grunsamlegir. Það virðist sem þessir menn séu í ykk- ar flugvél." Priddy fékk síðan nöfn mann- anna og fór svo úr stjórnklefanum niður hringstigann, sem liggur frá setsalnum á efri hæð risaþotunnar til fyrsta farrýmis. Beðið var um viðtal við negrana tvo í kallkerfinu, og eftir svolitla bið gáfu þeir sig fram og skýrðu frá nöfnum sínum. „Þetta voru skrambi óþægilegar aðstæður fyrir mig,“ sagði Priddy síðar, „vegna þess að samkvæmt lögðum hafði ég engan rétt til þess að leita á þeim. En samt sagði ég: „Mér þykir það leitt, herrar mínir, en ég hef fengið skilaboð frá flug- turninum. ’É'g bið ykkur afsökunar á því, að ég verð að leita á ykkur. ’Ég verð að fara með ykkur inn í flugstöðina aftur, ef þið samþykkið þetta ekki.“ Þeir virtust verða undrandi, en voru samt kurteisir. „Við skiljum þetta ekki,“ sagði annar þeirra. „En ef þið viljið endlega leita á okkur, er ykkur það velkomið. Gjörið svo vel.“ Priddy leitaði á þeim báðum, þuklaði þá vandlega alla leið frá öxlum niður á rist og skoðaði einn- ig í skjalatöskur þeirra. Hann fann ekki neitt. Flugfreyja leitaði í sæt- um þeirra, en varð ekki heldur vör við neitt grunsamlegt. Priddy varð dálítið vandræðaleg- ur. „Fyrirgefið, herrar mínir,“ sagði hann. „Hér virðist vera um mistök að ræða.“ Negrarnir tveir brostu bara. Þeim virtist hvergi brugðið. Klukkan 2.21 sendi Priddy flug- turninum þessa stuttu tilkynningu: „093 tilbúin til flugtaks." Og brátt var flugvélin komin á loft. En hann hafði samt ekki leitað nógu vel á mönnum þessum. I raun- inni voru þessir kurteisu, ungu negr- ar mjög vel vopnaðir. Þeir voru með tvær litlar skammbyssur og tvær handsprengjur, hlaðnar plast- sprengiefni. Þær voru faldar í sér- stökum hylkjum við kynfæri þeirra. Önnur flugvélarránstilraunin hófst í setsalnum á fyrsta farrými. Gueeye rak alla farþegana þaðan burt með skammbyssu að vopni í annarri hendinn og handsprengju í hinni. Svo skipaði hann gjaldker- anum, Augustu Schneider að nafni, að fara upp hringstigann. Hann greip utan um háls henni, þrýsti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.