Úrval - 01.10.1971, Qupperneq 93
ÞETTA ER FLUGVÉLARRÁN
91
opna miða, svo að þeir ákváðu því
að fara með flugi númer 093 frá
Pan Americanflugfélaginu í stað-
inn.
Starfsfólk „E1 Al“ skýrði starfs-
fólki Pan Americanflugfélagsins
ekki strax frá þessum órökstuddu
grunsemdum. En flugvallarlögregl-
unni var samt gert viðvart, þegar
flugvél, sem fara átti í flug númer
093, var næstum orðin tilbúin til
flugtaks. Og starfsmenn flugturns-
ins höfðu fjarskiptasamband við
flugstjóra bandarísku flugvélarinn-
ar, Jack Priddey að nafni. Banda-
ríska flugvélin var ein af nýju, risa-
stóru þotunum af gerðinni Boeing
747. Hún var þegar farin frá flug-
stöðvarbyggingunni, en var enn á
flugbrautinni og beið þess, að gefið
yrði leyfi til flugtaks.
„Clipper 093. E1 A1 hefur neitað
tveim farþegum um flugfar frá Am-
sterdam til New York, af því að
þeir voru álitnir grunsamlegir. Það
virðist sem þessir menn séu í ykk-
ar flugvél."
Priddy fékk síðan nöfn mann-
anna og fór svo úr stjórnklefanum
niður hringstigann, sem liggur frá
setsalnum á efri hæð risaþotunnar
til fyrsta farrýmis. Beðið var um
viðtal við negrana tvo í kallkerfinu,
og eftir svolitla bið gáfu þeir sig
fram og skýrðu frá nöfnum sínum.
„Þetta voru skrambi óþægilegar
aðstæður fyrir mig,“ sagði Priddy
síðar, „vegna þess að samkvæmt
lögðum hafði ég engan rétt til þess
að leita á þeim. En samt sagði ég:
„Mér þykir það leitt, herrar mínir,
en ég hef fengið skilaboð frá flug-
turninum. ’É'g bið ykkur afsökunar
á því, að ég verð að leita á ykkur.
’Ég verð að fara með ykkur inn í
flugstöðina aftur, ef þið samþykkið
þetta ekki.“
Þeir virtust verða undrandi, en
voru samt kurteisir. „Við skiljum
þetta ekki,“ sagði annar þeirra. „En
ef þið viljið endlega leita á okkur,
er ykkur það velkomið. Gjörið svo
vel.“
Priddy leitaði á þeim báðum,
þuklaði þá vandlega alla leið frá
öxlum niður á rist og skoðaði einn-
ig í skjalatöskur þeirra. Hann fann
ekki neitt. Flugfreyja leitaði í sæt-
um þeirra, en varð ekki heldur vör
við neitt grunsamlegt.
Priddy varð dálítið vandræðaleg-
ur. „Fyrirgefið, herrar mínir,“ sagði
hann. „Hér virðist vera um mistök
að ræða.“ Negrarnir tveir brostu
bara. Þeim virtist hvergi brugðið.
Klukkan 2.21 sendi Priddy flug-
turninum þessa stuttu tilkynningu:
„093 tilbúin til flugtaks." Og brátt
var flugvélin komin á loft.
En hann hafði samt ekki leitað
nógu vel á mönnum þessum. I raun-
inni voru þessir kurteisu, ungu negr-
ar mjög vel vopnaðir. Þeir voru
með tvær litlar skammbyssur og
tvær handsprengjur, hlaðnar plast-
sprengiefni. Þær voru faldar í sér-
stökum hylkjum við kynfæri þeirra.
Önnur flugvélarránstilraunin
hófst í setsalnum á fyrsta farrými.
Gueeye rak alla farþegana þaðan
burt með skammbyssu að vopni í
annarri hendinn og handsprengju
í hinni. Svo skipaði hann gjaldker-
anum, Augustu Schneider að nafni,
að fara upp hringstigann. Hann
greip utan um háls henni, þrýsti