Úrval - 01.10.1971, Page 39
... Vindlingareykingar geta þre-
faldað hsettuna á kransæðasjúk-
dómum þar eð hjartað neyðist þá til
þess að leggja meira á sig en ella.
Vindlingareykingar valda líka aukn
ingu fitusýra í blóðinu og valda því,
að blóðflögur loða saman. Læknar
hafa lengi vitað, að þessi þróun
er einn þáttur æðakölkunar, sem er
grundvallarorsök flestra hjartasjúk-
dóma.
... Aukning dauðsfalla kvenna af
völdum lungnakrabba hefur orðið
um 400% síðustu 40 árin og meðal
karla hefur aukningin orðið 1700%.
Áætlað er, að samtals 60.000 Banda-
ríkjamenn hafi dáið úr lungna-
krabba árið 1970, en sjúkdómur sá
væri sjaldgæft fyrirbrigði, ef vindl-
ingar hefðu aldrei verið gerðir vin-
sælir.
... Nú hefur það komið í ljós, að
reykingamönnum hættir frekar við
sárum í meltingarfærum en þeim,
sem reykja ekki. Einnig hættir þeim
frekar við blindu og „gingivitis“,
þ.e. slímhúðarbólgu í munni, sem
getur valdið tannmissi.
... Einna athyglisverðustu upp-
lýsinganna í hinum nýju skýrslum
hefur verið aflað með því að fylgj-
ast með 40.500 brezkum læknum og
reykingavenjum þeirra um langa
hríð. Er þar um geysilega yfirgrips-
mikla rannsókn að ræða. Hún hófst
árið 1951. Helmingur allra þeirra
tóbaksneytandi lækna, sem rann-
sóknin tók til, hætti alveg að reykja.
Þeir mynduðu þannig sjálfviljug-
lega sérstakan rannsóknarhóp. Á
tímabilinu 1951—1965 jukust dauðs-
föll meðal allra karlmanna á aldrin-