Úrval - 01.10.1971, Síða 43
ðdráttaraflið (þyngdar-
aflið), þetta fínlega og
*
A
*
furðulega tog, sem
heldur veröldinni okk-
iÍAiAKíiívÍc ar saman í einni heild
og ræður hverjum
verknaði okkar.
Það eykur þyngd okkar, minnkar
hæð okkar, lengir líf okkar. Það
hindrar okkur í því að þjóta burt af
yfirborði hnattarins, sem snýst með
1000 mílna hraða á klukkustund við
miðbaug. Það heldur lofthjúpnum
föstum við jörðina og gerir okkur
þannig fært að draga andann. Það
dregur regn niður úr skýjunum og
togar síðan vatnið niður eftir lækj-
um, stöðuvötnum og fljótum allt til
sjávar í eilífri hringrás, sem allar
lífverur eiga líf sitt undir. En það
getur samt líka valdið dauða og
eyðileggingu, togað í bilaðar flug-
vélar, svo að þær steypast til jarðar,
og hrundið um koll byggingum í
jarðskjálftum. Það er ekkert annað
afl í alheiminum, sem kemst í nokk-
urn samanburð við hið furðulega
aðdráttarafl (þyngdarafl).
Afl þetta er samt hið langminnsta
af grundvallaröflum Móður Náttúru
þrátt fyrir sinn stórfenglega mátt.
Aðdráttaraflskraftur allrar jarðar-
innar er álitinn nema aðeins einum
milljónasta hluta úr einu hestafli!
Leikfangasegull í höndum barns
getur verið mörg þúsund sinnum
sterkari. En það, sem aðdráttaraflið
skortir af krafti, bætir það upp með
ódrepandi seiglu og þolni. Seiling
þess er takmarkalaus. Það mótar
alheiminn og stjórnar honum yfir
óendanlega vídd geimsins. Hinn fín-
gerði máttur þess heldur tunglinu á
41
Dularfyllsta
aflið
í heiminum
EFTIR
GALILEO GALILEI
Þótt aðdráttarafl jarðar sé
ekki ýlcja kröftugt, höfum við
ekki fundið neitt ráð til
þess að stjórna því.