Úrval - 01.10.1971, Blaðsíða 107

Úrval - 01.10.1971, Blaðsíða 107
/ ÞETTA ER FLUGVÉLARRÁN 105 málastofnunin í Bern, sem sett hafði verið á laggirnar til þess að reyna að leysa þennan vanda, tók loks þýðingarmikla og erfiða ákvörðun. Þetta gerðist aðfaranótt þriðjudags- ins 10. september. Fulltrúar Banda- ríkjanna, Sviss, Vestur-Þýzkalands og Stóra-Bretlands komu saman á fund í svissneska utanríkisráðuneyt- inu og ræddu enn einu sinni úr- slitakosti Alþýðufylkingarinnar, en frestur sá, sem hún hafði gefið, rynni nú bráðlega út. Alþýðufylk- ingin hafði nú borið fram viðbótar- kröfu opinberlega. Hún krafðist þess að mega halda eftir hluta af Gyðingagíslunum, sem höfðu banda- rískan ríkisborgararétt, án þess að taka fram fjölda þeirra, þangað til ísraelsmenn samþykktu að sleppa nokkrum arabiskum skæruliðum, sem þeir höfðu nú í haldi. En það var óljóst, um hve marga skæru- liða var þar að ræða. Tölur þær, sem nefndar voru á óopinberum vettvangi voru allt frá 300 upp í 3000. Fundurinn dróst á langinn langt fram á nótt. Stjórnarerindrekarnir voru stöðugt að fara út úr fundar- salnum til þess að ræða við ríkis- stjórnir sínar í Washington, Lund- únum og Bonn. Það var einn hræði- legur ókostur við þá ákvörðun, sem þeir bjuggust nú til að taka. Ef lát- ið yrði undan „fjárkúgun“ Alþýðu- fyikingarinnar til þess að bjarga lífum gíslanna, mundi slíkt næstum örugglega hvetja skæruliðanna til þess að ræna öðrum flugvélum. En slíkt mundi svo verða til þess að magna þessa ,,fjárkúgun“ og stofna þannig lífi hundraða annarra sak- lausra manna í hættu. Heath forsætisráðherra fyrirskip- aði fulltrúa sínum á fundinum að hvika hvergi. Og klukkan þrjú um nóttina var loks tekin ákvörðun. Leilu Khaled og sex öðrum pale- stínskum hermdarverkamönnum skyldi ekki sleppt nema öllum gísl- unum væri skilað heilum á húfi, þar á meðal þeim, sem Gyðinga- trúar voru. Samningurinn skyldi ekki ná til neinna Araba, sem í haldi voru hjá ísraelsmönnum. Ákvörðunin var send til Amster- dam með hjálp fjarskiptatækja á vegum Rauða krossins. Og brátt fréttu skæruliðarnir við Byltingar- flugbrautina um ákvörðun þessa. Þeir urðu reiðir. Ein skæruliða- stúlkan, sem farþegarnir kölluðu ,,Bombu-Bessie“ vegna fruntaskap- ar hennar, æddi upp í BOAC-þot- una og öskraði: „Vegna þessarar vondu stjórnar ykkar munum við neyðast til að sprengja ykkur öll í loft upp með flugvélinni!“ Börnin í flugvélinni litu á hana skelfingu lostin. Fullorðna fólkið varð vand- ræðalegt og þagði „ÞIÐ ERUÐ NTJ STRÍÐSFANGAR“ Um nóttina byrjuðu hinir tauga- óstyrku skæruliðar að grafa skot- grafir í þeirri trú, að lítill hópur fsraelsmanna væri að ráðgera árás til þess að frelsa gíslana. Aðstæður skæruliðanna urðu sífellt hættu- legri, og var vart á það bætandi. Þegar flugvélarránin höfðu byrjað, var Alþýðufylkingin sannfærð um, að kröfum hennar yrði fullnægt innan 48 klukkustunda og gengið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.