Úrval - 01.10.1971, Side 109

Úrval - 01.10.1971, Side 109
ÞETTA ER FLUGVÉLARRÁN 107 kostuðu samtals 24% milljón doll- ara eyðilögðust í æðandi eldhafi. Yfir eldhafinu hvíldi óskaplegur reykmökkur. Skæruliðarnir veifuðu handbyssum sínum af gleði og hróp- uðu fagnaðaróp, er þeir störðu á þessa sjón. Skyndilega komu þungir Centuri- on-skriðdrekar jórdanska hersins akandi að flugbrautinni úr öllum áttum. Þeir höfðu verið látnir bíða álengdar í sex daga samfleytt. Nú vonuðust hermennirnir í þeim til þess að geta frelsað gíslana. Skæru- liðarnir opnuðu fyrir öryggishan- ana á byssum sínum óstyrkum hönd- um og miðuðu þeim á fanga sína. Abu Fahdi stökk niður úr lang- ferðabílnum, sem hann var í, ásamt nokkrum öðrum mönnum. Og nú hófst mikið rifrildi milli skærulið- anna og jórdönsku liðsforingjanna, og var rifizt af mikilli innlifun. „Hvað eru þeir að segja?“ spurði Miriam Beeber Söru vinkonu sína. „Skæruliðarnir segja, að dragi herinn sig ekki í hlé, ætli þeir að drepa okkur öll!“ „Ef þið stigið feti framar," æpti Abu Fahdi, „munuð þið verða að halda til Amman með lest af ein- tómum líkvögnum.“ Jórdönsku hermennirnir gáfust upp og drógu sig í hlé. Langferða- bílarnir, sem voru troðfullir af gísl- um og skæruliðum, hossuðust nú áfram yfir eyðimörkina. Þegar bíla- lestinni var ekið í gegnum þorp eitt, breyttist hún í áróðursfylkingu. „Allir út á götu!“ skipaði skæru- liði einn þorpsbúum. „Klappið og hrópið húrra!“ Fólk streymdi út úr íbúðarhús- unum, kaffihúsunum og verzlunun- um og safnaðist saman á gangstétt- arbrúnunum og heilsaði skærulið- unum sem hetjum. f augum hinna óupplýstu þorpsbúa voru þeir hug- rakkir, ungir menn, sem höfðu náð flugvélum „heimsveldissinnanna" niður úr háloftunum og veitt „kapí- talistana" í gildru. „Fólkið glápti á okkur eins og á dýr í dýragarði,“ sagði Miriam. „Hávaðinn var hræði- legur." Hvert stefndu langferðabílarnir? Miriam var sannfærð um, að skæru- liðarnir væru að fara með þau til Hótel Intercontinental í Amman. Hún hafði ekki getað þvegið sér í sex daga samfleytt og ekki heldur skipt um föt eða jafnvel burstað tennurnar. Föt hennar voru svita- storkin og hárið fullt af sandi. Hún hlakkaði til þess að komast í fyrsta baðið á gistihúsinu og að fá sér ís- kalda kók. En ágizkun hennar var aðeins rétt að vissu leyti. Farið var með flesta gíslana til Hótel Intercontin- ental, eins og hún hafði búizt við. Gistihúsið hafði skemmzt mikið í götubardögum þeim, sem staðið höfðu að undanförnu. Og innan dyra ríkti þar alger ringulreið. Þar var allt í einni bendu, upptökuljós sjón- varpsmyndavéla, blaðamenn, sem tóku strax að eiga viðtöl við gísl- ana, ýmsir vinir og vandamenn gísl- anna, gleðifundir, táraflóð og krakk- ar á sífelldum hlaupum. En þrátt fyrir alla ringulreiðina voru samt tvær spurningar efstar í huga allra: „Hafa allir gíslarnir verið látnir lausir? Hverja vantar?" Fulltrúar Alþjóða Rauða krossins,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.