Úrval - 01.10.1971, Side 109
ÞETTA ER FLUGVÉLARRÁN
107
kostuðu samtals 24% milljón doll-
ara eyðilögðust í æðandi eldhafi.
Yfir eldhafinu hvíldi óskaplegur
reykmökkur. Skæruliðarnir veifuðu
handbyssum sínum af gleði og hróp-
uðu fagnaðaróp, er þeir störðu á
þessa sjón.
Skyndilega komu þungir Centuri-
on-skriðdrekar jórdanska hersins
akandi að flugbrautinni úr öllum
áttum. Þeir höfðu verið látnir bíða
álengdar í sex daga samfleytt. Nú
vonuðust hermennirnir í þeim til
þess að geta frelsað gíslana. Skæru-
liðarnir opnuðu fyrir öryggishan-
ana á byssum sínum óstyrkum hönd-
um og miðuðu þeim á fanga sína.
Abu Fahdi stökk niður úr lang-
ferðabílnum, sem hann var í, ásamt
nokkrum öðrum mönnum. Og nú
hófst mikið rifrildi milli skærulið-
anna og jórdönsku liðsforingjanna,
og var rifizt af mikilli innlifun.
„Hvað eru þeir að segja?“ spurði
Miriam Beeber Söru vinkonu sína.
„Skæruliðarnir segja, að dragi
herinn sig ekki í hlé, ætli þeir að
drepa okkur öll!“
„Ef þið stigið feti framar," æpti
Abu Fahdi, „munuð þið verða að
halda til Amman með lest af ein-
tómum líkvögnum.“
Jórdönsku hermennirnir gáfust
upp og drógu sig í hlé. Langferða-
bílarnir, sem voru troðfullir af gísl-
um og skæruliðum, hossuðust nú
áfram yfir eyðimörkina. Þegar bíla-
lestinni var ekið í gegnum þorp eitt,
breyttist hún í áróðursfylkingu.
„Allir út á götu!“ skipaði skæru-
liði einn þorpsbúum. „Klappið og
hrópið húrra!“
Fólk streymdi út úr íbúðarhús-
unum, kaffihúsunum og verzlunun-
um og safnaðist saman á gangstétt-
arbrúnunum og heilsaði skærulið-
unum sem hetjum. f augum hinna
óupplýstu þorpsbúa voru þeir hug-
rakkir, ungir menn, sem höfðu náð
flugvélum „heimsveldissinnanna"
niður úr háloftunum og veitt „kapí-
talistana" í gildru. „Fólkið glápti á
okkur eins og á dýr í dýragarði,“
sagði Miriam. „Hávaðinn var hræði-
legur."
Hvert stefndu langferðabílarnir?
Miriam var sannfærð um, að skæru-
liðarnir væru að fara með þau til
Hótel Intercontinental í Amman.
Hún hafði ekki getað þvegið sér í
sex daga samfleytt og ekki heldur
skipt um föt eða jafnvel burstað
tennurnar. Föt hennar voru svita-
storkin og hárið fullt af sandi. Hún
hlakkaði til þess að komast í fyrsta
baðið á gistihúsinu og að fá sér ís-
kalda kók.
En ágizkun hennar var aðeins
rétt að vissu leyti. Farið var með
flesta gíslana til Hótel Intercontin-
ental, eins og hún hafði búizt við.
Gistihúsið hafði skemmzt mikið í
götubardögum þeim, sem staðið
höfðu að undanförnu. Og innan dyra
ríkti þar alger ringulreið. Þar var
allt í einni bendu, upptökuljós sjón-
varpsmyndavéla, blaðamenn, sem
tóku strax að eiga viðtöl við gísl-
ana, ýmsir vinir og vandamenn gísl-
anna, gleðifundir, táraflóð og krakk-
ar á sífelldum hlaupum. En þrátt
fyrir alla ringulreiðina voru samt
tvær spurningar efstar í huga allra:
„Hafa allir gíslarnir verið látnir
lausir? Hverja vantar?"
Fulltrúar Alþjóða Rauða krossins,