Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2020, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2020, Blaðsíða 4
Mín bernskujól Undirbúningur skipti miklu máli og byggði upp tilhlökkun: afi tálgaði jólasveinana og barnabörnin fengu að raða þeim hverjum á fætur öðrum, eftir því sem þeir týndust til byggða, á hilluna undir speglinum. Þeir skrönsuðu þó alltaf fram hjá okkar gluggum enda ekki orðin almenn venja að setja skó út í glugga. Mamma bjó til pakka­ dagatal sem mikill spenningur var að opna á hverjum morgni. Jóla skrautið átti flest sinn fasta stað, ár eftir ár. Fjölskyldan hjálp aðist að við að baka ostakex og búa til rauðrófusalat. Stór fjöl­ skyldan koma saman, skar út og steikti laufabrauð. Sumar kökurnar voru listaverk. Pabbi bjó til hyasintu­ og greni­ skreytingar og mamma skrifaði jóla bréf. Oft var föndrað því margar jólagjafir voru heima­ gerðar. Heimsóknir til vina og ættingja til að koma þessu öllu saman út. Hvít hátíðarrúmföt á sængurnar eftir að þær höfðu verið viðraðar vel úti. Skata á Þor láks messu og jólatréð skreytt. Mamma og pabbi að draga okkur systkinin á þotum til ömmu og afa á aðfanga dag. Í minningunni er alltaf allt á kafi í snjó um jólin. Allir fóru í sín fínustu föt og klukkurnar hringdu inn jólin. Bunki með bókasafnsbókum, mjólkur glas, mandarínur, skál með smá kökum og friður til að lesa. Svona eru minningarnar um mín bernskujól og fyrir það ber að þakka. Jólamaturinn Þegar ég var lítil borðuðum við alltaf hjá ömmu og afa á aðfangadagskvöld og maturinn var hefðbundinn; möndlu­ grautur, rjúpur, alls konar með­ læti og sítrónufrómas, heima­ gerður ís og kökur í eftirrrétt. Afi veiddi rjúpurnar og amma eldaði af sinni alkunnu snilld. Hangi­ kjöt, kartöflur, hvít sósa, laufa­ brauð og grænar baunir á jóla­ dag. Allt í föstum skorðum. Hvað lifir áfram Ég reyni að skrifa jólabréf (rafræn núna) og hef ákaflega gaman af því að gera greni­ og hyasintu skreytingar. Lyktin er alveg nauð synleg á jólunum. Við Gísli Örn erum töluvert dekruð, erum boðin í skötu og fáum árlega sent frá foreldrum okkar rauð rófu salat, ostakex, smá­ kökur og skreytingar :o). Við erum venjulega til skiptis með foreldrum mínum og tengda­ foreldrum á aðfangadagskvöld. Stórfjölskyldan sker og steikir saman laufabrauð og við setjum hvít hátíðarrúmföt á vel viðraðar sængur fyrir aðfangadagskvöld. Reynum að vera mikið með fjöl­ skyldunni en líka að hafa tíma til að lesa og spila. Sumt breytist auðvitað og við búum til nýjar hefðir saman, t.d. reynum við að fara í selafjöru á Þorláksmessu, veit eiginlega ekki af hverju, en eftir vel heppnaða ferð var ákveðið að þetta væri árleg hefð. Milli jóla og nýárs er mikið félags líf í sveitinni okkar, kven­ félagið er t.d. með jólaball og ung mennafélagið með brennu. Við reynum bara að njóta undir­ búnings ins og jólanna. Á gamlárs dag stökkvum við niður af stólum inn í nýja árið, þetta er hefð sem ég er alin upp við. Eins er mjög mikilvægt að hlaupa í kring um húsið, bæði á gamlárs­ dag og þrettándanum og kalla: “komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meina lausu”. Ég horfi þá sér stak­ lega á Staðastaðakirkju, Húsahól þar sem huldufólkið býr á okkar jörð og Snæfellsjökul þar sem Álftavatni 4. desember 2020 Uppskrift að jólum? Mæðgurnar Ragnhildur og Margrét Gísladóttir í jólaföndri. Margrét Gísladóttir sker laufabrauð ásamt frænku sinni Arnfríði Máru Þráin- sdóttir Margrét Gísladóttir bakar fyrir jólin

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.