Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2020, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2020, Blaðsíða 3
Það er eitt sem við getum treyst á, að óháð undirbúningi, hentugleika, umhverfi okkar og ástandi, jólin koma. Jólin koma þegar hringt er inn kirkju klukk­ unum klukkan 6 á aðfanga dags­ kvöld. Hvort sem við erum til­ búin eða ekki, hvort sem við erum til búin með matinn, erum í myrkri eða ljósi, í fjölmenni ástvina eða ein. Jólin koma. Það er aðeins spurning hvort við hleypum þeim inn í hjarta okkar. Á hinum fyrstu jólum voru fá tæk og ferðafúin ung hjón, fjarri ástvinum og í erfiðu ástandi, stödd í miðjum glaumi borgar innar þar sem gleði var í hverju húsi, en sama hvar þau bönkuðu, hvergi var pláss fyrir þau. Það var ekki fyrr en í einu húsi þar sem ekki heldur var pláss fyrir þau að þeim var þó boðið að vera í skepnuhúsunum. Þar voru þeirra fyrstu jól haldin, í þreytu, í erfiðleikum, í fátækt, í einveru, í myrkri og í þjáningu. Unglings stúlkan þurfti við þessar aðstæður að fæða frum­ burð sinn. Þrátt fyrir það komu þeim jólin. Sonur Guðs kom til þeirra og ljósið skein þeim skærar en nokkuð mannlegt ljós. Fæðingarhátíð frelsarans, barns þeirra, er enn haldin tveimur árþúsundum seinna. Við höfum öll átt okkar erfið­ leika, þjáningu, myrkur og missi. Árið 2020 hefur verið mörgum erfitt og þungt. Lífið er ekki í eðlilegum skorðum og það ber undirbúningur jóla einnig keim af. Allt er öðruvísi. Við höfum þurft að vera fjarri vinum og ástvinum og þurfum í mörgum tilfellum að vera það áfram nú um jólin. Kvíði og ótti er án efa sterkur í huga marga er líða fer að jólum. En við megum treysta að ein­ mitt í slíkum aðstæðum erum við meira tilbúin að halda sönn og gleði leg jól, en í glaumi margra annara ára. Oft vorum við þá eins og íbúar Betlehems­ borgar sem misstu af hinum fyrstu jólum því þau voru svo upp tekin af gleði daganna og verð mætum sem ryðga og eyðast. Það voru hinu fátæku fjár hirðar úti í haga sem sáu ljós ið og upplifðu hina sönnu gleði. Jólin verða ekki betri með meiri ljósaperum, skrauti og íburði. Jólin verða ekki betri með miklum mat. Nei, jólin eru í hjarta manna, hinu innra. Þar er hin sanna gleði, þar er hin sanni jólafriður og vagga jóla­ barnsins. Ert þú of upptekinn til að mæta honum þar? Er of mikið í ljós í kringum þig að þú sérð ekki ljós jólastjörnunnar í hjarta þínu? Sérð þú ekki ljósið sem skín úr augum og hjörtum þeirra sem minnst eru og þurfa hjálp? Sérðu ekki Krist í þeim? Það líður að jólum og senn bankar Kristur á hjarta þitt. Er vaggan tilbúin? Er pláss fyrir frið hans, gleði og ljós? Er pláss fyrir jólin? Eru augun okkar opin fyrir jólabarninu sem knýr á og ljósi þess? Hvernig væri að nota þetta ár og erfiðleika þess til að sjá það sem við höfum, það sem okkur er gefið og þakka fyrir það sem er þakkarefni? Jólin koma, líka til þín. Gleðjumst og þökkum, því Guð er ekki sama, hann er með okkur og elskar þig, því erum við aldrei ein. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Óskar Ingi Ingason Jólin koma Þorláksmessa 23/12 kl. 09 - 22 Aðfangadagur 24/12 kl. 10 - 14 Jóladagur 25/12 lokað Annar í jólum 26/12 kl. 12 - 18 Sunnudaginn 27/12 kl. 10 - 22 Mánudaginn 28/12 kl. 09 - 22 Þriðjudaginn 29/12 kl. 09 - 22 Miðvikudagur 30/12 kl. 09 - 22 Gamlársdaginn 31/12 kl. 10 - 16 Nýársdaginn 01/01 lokað Laugardaginn 02/01 kl. 10 - 22 Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. 4.990,- 4.890,- 995,- Ýmislegt sniðugt í skóinn fyrir jólasveininn 4 ostborgarar, milli franskar, 2 dósir sósa og 2L Coke. 1.675,- Ostborgari 1/2 L Coke, franskar og sósa 16” TILBOÐ 16” pizza x 2 álegg 8 brauðstangir + sósa 2L Coke 3.990,- 12” TILBOÐ 16” pizza x 2 álegg 5 brauðstangir + sósa 2L Coke Hotwings 8 stk, 1/2 L Coke og koktail sósa Bátur með lambakjöti, osti, piparsósu og frönskum á milli. BÚKOLLA Bátur með nautakjöti, osti, bernaise og frönskum á milli. HRIKALEGA GOTT MIKKI REFUR Aðeins kr. 1.995 m/ 0,5L Coke

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.