Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2020, Blaðsíða 16

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2020, Blaðsíða 16
Grýla situr inni í helli sínum og heldur fyrir eyrun Grýla situr inní hellinum sínum og heldur fyrir eyrun. Leppalúði hrýtur svo hátt að Grýla íhugar að hella ísköldu vatni á andlitið á honum, það virkar oftast. Eftir tíu mínútur af háværum hrotum gefst Grýla upp og fer út. Grýla vonar alltaf að einhver óþægur krakki sé á ferli þegar hún fer út. Um fimm leitið fer hún aftur í hellinn, hún þarf að gera kvöldmatinn. Grýla á 80 börn, svo hún þarf að elda svolítið mikinn mat á hverju kvöldi. Svo þarf hún líka að elda fyrir Leppalúða og sjálfan sig. Svona líður allt árið þangað til í desember. Stekkjastaur átti að fara til byggða annað kvöld og Grýla var önnum kafin við að taka til dót í pokann og skrifa lista yfir hverjir ættu að fá kartöflu í skóinn ,,Svo manstu að skrifa lista yfir óþæga krakka svo ég geti haft þá í kvöldmatinn” sagði Grýla. ,,Já já” svaraði Stekkjastaur og læddist í burtu. Svona liðu nokkrir dagar þar til jólasnótirnar komu í heimsókn. ,,Mamma allir ætla að koma hingað umjólin” sagði ein þeirra. ,,Ónei! 80 börn og Leppalúði verða hér um jólin” hugsaði Grýla. ,,Jólasveinarnireru nú alveg nóg, hvað þá 67 börn til viðbótar hugsaði Grýla áfram. Næstu daga týndust sokkar, verið að stríða jólakettinum og óþolandi læti heyrðust út um allann helli í jólasnótunum 13. Jólasveinarnir voru allir búnir að læsa sig inní herbergjunum sínum nema Stúfur sem reyndi að halda sig nálægt Grýlu, helst allan sólarhringinn. Kvöldið sem hurðaskellir átti að fara til byggða var Grýla komin nóg af öllum látunum og ákvað að far út í leit að óþægum börnum. Hún fann eitt í Stykkishólmi, eitt á Egilstöðum, tvö á Ísafirði, þrjú í Keflavík, eitt á Akureyri og fimm í Reykjavík. Eftir að hafa fundið 13 börn út um allt land varð hún glöð. Á sama tíma var 32 ára kona í Reykjavík sem hét Alda hrædd um hvað hefði gerst við tíu ára strákinn sinn meðan hún fór í Bónus. Allan daginn leitaði hún en fann hann ekki. Maðurinn hennar var út á sjó, stóra systirin var í unglingabúðum með bekknum sínum og svo gat 3 ára litla systirin ekki hjálpað svo Alda hringdi á lögregluna. Strákurinn og allir hinir krakkarnir sem Grýla hafði veitt voru í frystinum hennar Grýlu. Grýla var inní eldhúsi að skoða uppskriftir fyrir jólin. Í frystinum var strákur frá Ísafirði sem náði að sleppa með því að opna lásinn með spennu og sótti hjálp til Borgarness. 20. desember fannst hellirinn hennar Grýlu langt upp á há lendinu og allir krakkarnir komust komust heim til sín. Grýla var ekki glöð að fá ekki barnakjöt um jólin en Alda gaf henna nautakjöt í staðinn, Grýla var glaðari við það ,,En jólasnótirnar og allir hinir verða að fara” sagði Grýla. Enn þá kom Leppalúði á óvart og sagðist vera búin að senda alla heim til sín svo Grýla þurfti ekki að hafa áhyggjur af því. Um jólin borðuðu þau nauta­ kjöt, opnuðu pakka og allir höfðu gaman. Eftir þetta elskaði Grýla jólin og hætti að borða börn. Ragna Egilsdóttir 5. bekk GSNB Jólasögusamkeppnin Þegar Grýla hætti að borða börn Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. 2020

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.