Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2020, Blaðsíða 25

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2020, Blaðsíða 25
Kæru ættingjar og vinir Guð gefi ykkur gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár. Þakka vináttu og hlýhug á liðnu ári. Guðrún Alexandersdóttir Einn fallegan vetrar morgun vaknar Írena Ósk snemma, hún lítur út um gluggann og hugsar, það er búið að snjóa mikið. Hún kíkir í skóinn sinn og verður hissa, enn og aftur er ekkert í honum, þetta er skrýtið hugsar hún. Hún klæðir sig og hleypur til mömmu, pabba og Selmu en Selma er eldri systir hennar og þær eru mjög góðar vinkonur. Írena borðar og klæðir sig svo í útifötin sín og fer út. Hún elskar snjóinn og fer strax að búa til snjókarl. Þetta var mjög flottur snjókarl hjá henni, hún setti litla smásteina fyrir augu og munn og gulrót fyrir nebbann og svo setti hún fallegan, mjúkan og kósý trefil á hann og líka trjágreinar fyrir hendur, hann var tilbúinn. Allt í einu sér hún hann hreyfast, vá hvað henni brá og hún verður mjög hissa og hún verður ennþá meira hissa þegar hann allt í einu byrjar að hreyfa munninn og segir hæ, bíddu hvað, hugsar Írena, hún segir hæ á móti, kanntu að tala? ertu lifand spyr Írena hann, já auðvitað svarar snjókarlinn eins og ekkert sé. Veistu um jólaleyniklefann spyr snjókarlinn og Írena segir bara ennþá meira hissa, ha, nei, hvað er það? nú veistu það ekki, það er þar sem jólasveinninn felur sig segir snjókarlinn. Írena starir bara á hann og segir,nei ég hef aldrei heyrt um hann og af hverju þarf jólasveinninn að fela sig, er það þess vegna sem við fáum aldrei í skóinn? snjókarlinn verður leiður og svarar, það er út af ísdrottningunni, hún vill ekki halda jól og þolir ekki jóla svein­ inn, hún er eitthvað afbrýðis söm út í hann af því að hann er vin­ sælli en hún, og því hafa ekki verið jól í 100 ár hjá okkur. Írena verður alltaf meira og meira hissa og segir, það er ekki gott, ég hélt að allir vildu jól og að allir vildu jólasveininn, eru þá ekki allir leiðir þar sem þið búið? jú mjög leiðir og sér sta klega öll börnin svarar snjó karlinn. Allt í einu kallar mamma Írenu á hana og hún segir bless við snjó karl­ inn, hann kallar á eftir henni takk samt fyrir hjálp ina, ekkert að þakka, ég vildi að ég gæti hjálpað þér meira en núna verð ég að fara. Írena er á þvæl ingi allan daginn með mömmu sinni, pabba sínum og systir, í jóla inn­ kaupum og að fara í heimsókn til ömmu og afa svo þau koma mjög seint heim og var komið myrkur og klukkan orðin svo mikið að hún þurfti að fara að sofa svo hún gat ekki farið að spjalla við snjókarlinn en hún sá hann út um gluggann hjá sér og vinkaði honum, hann brosti til hennar. Þegar Írena Ósk var komin upp í rúm fór hún að hugsa og ákveður að finna jólaleyniklefann og hjálpa jóla­ svein inum og að fá ís drottning­ una til að líka vel við jólin og jóla sveininn svo að allir geti haldið jól og láta ísdrottninguna líka sjá að öllum geti líkað vel við hana en ekki bara jólasveininn. Daginn eftir vaknar hún og segir snjó karlinum að hún ætli að hjálpa til og finna jóla leyni klef­ ann. Snjókarlinn segir henni þá að hann eigi kort sem hún geti farið eftir og fundið jóla leyni­ klefann og lætur hana hafa það úr ósýnilegum vasa. Hún labbar og labbar og labbar, hún er næstum því komin að þeim stað sem jólaleyniklefinn á að vera, þá heyrir hún eitthvað hljóð og sér rautt ljós, hún eltir rauða ljósið þangað til að hún er komin að rauðum, hringlóttum takka sem blikkar og er á tré, hún ýtir á takkann og þá opnast tréð og þá sér hún gang og svo er rennibraut og hún rennir sér niður hana þá sér hún stóra stofu. Þar sér hún kall með jólahúfu og virðist vera gamall maður og hún spyr hann, ertu jólasveinninn? Hann segir já og hlær, hún verður hissa og spyr hann af hverju hefurðu ekki gefið börnunum í skóinn í 100 ár? Hann svarar þá af því að ísdrottiningin vill ekki halda jól. Af hverju hlustarðu á hana spyr Írena , ég veit það ekki segir jólasveinninn, Írena segist vera með hugmynd og segir honum frá hugmyndinni og þau fara saman út úr jólaleyniklefanum, þau finna ísdrottninguna og tala við hana og Írena spyr hana, getum við haldið jól og allir orðið vinir, því þá finnurðu að öllum mun líka vel við þig, ekki bara jólasveininn? Þá segir ísdrottiningin heldurður það? Já segir Írena ef þú lokar augunum og syngur eitthvað fallegt lag um jólin þá finnurðu að öll sorg þín og leiði hverfa burt. Ísdrottingin spyr þá, eignast ég þá vini? já auðvitað segja bæði Írena og jólasveinninn og þá segir ísdrottningin en ég á enga vini, þá segir Írena, jú mig og jólasveininn, allt í lagi segir ísdrottningin, þá er ég með, og komum þá og finnum alla og segjum öllum að það verði jól núna og alltaf. Þau fara í byggðina, smala öllum saman og byrja að dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög, svo segir Írena, ég þarf að fara heim og knúsar jólasveininn og kveður alla og segir við jólasveininn, héðan í frá gefur þú öllum börnum í skóinn og jólasveinninn verður glaður með það og segir já. Hún labbar glöð frá þeim öllum því hún sér alla svo glaða og meira að segja ísdrottningin er glöð. Hún labbar og labbar og labbar heim og hittir snjókarlinn fyrir utan og segir honum að allt sé komið í lag og að allir séu glaðir, snjó­ karlinn brosir og biður um stórt knús. Um kvöldið liggur Írena í rúminu sínu með bros á vör og vonar að eitthvað verði í skónum morguninn eftir sem hún er alveg viss um að verði. ENDIR Friðrika Rún Þorsteinsdóttir 9 ára Jólasögusamkeppnin Jólakærleikur

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.