Bæjarblaðið Jökull - 01.07.2021, Page 2
Líkt og fram kom í síðasta
tölublaði Jökuls fagnaði
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
20 ára afmæli um helgina
sem var að líða og hélt upp
á það með stórglæsilegri
dagskrá alla síðastliðna viku.
A f m æ l i s f ö g n u ð i n u m v a r
slitið á sunnudaginn með
hátíðardagskrá á Malarrifi.
Margrét Björk var veislustýra og
karlakórinn Heiðbjört opnaði
hátíðina með fallegum söng.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfis- og auðlindaráðherra
og Sigríður Auður Arnardóttir,
ráðuneytisstjóri mættu á svæðið
og undirrituðu reglugerð
um stækkun þjóðgarðsins.
Þjóðgarðurinn mun þá stækka
um 9% og bætist við hann svæði
sem liggur norðan við jökulhettu
Snæfellsjökuls og austan við
núverandi þjóðgarðsmörk, frá
jöklinum að Búrfelli og norður
fyrir Dýjadalsvatn.
Að því loknu var boðið
upp á fjölbreytta dagskrá
um allt Malarrif, teymt var
undir krökkum, Ragnhildur
Sigurðardóttir sagði sögur við
Salthúsið, Kristinn Jónasson,
bæjarstjóri Snæfellsbæjar leiddi
göngu frá Svalþúfu að Malarrifi,
opið hús í Malarrifsvita, leikir
fyrir börn og veitingar voru á
boðstólnum í boði Þjóðgarðsins.
Nóg var því um að vera, vel var
mætt á viðburðinn og afmæli
Þjóðgarðsins fagnað með pompi
og prakt.
sj
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift
á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 1.100
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf.
Sandholt 22a, Ólafsvík
355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
20 ára afmæli Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
HAPPY HOUR
frá kl 16:00-18:00
Bjóðum uppá Rib eye steikur og grillaðan lax
á frábæru verði.
Okkar margrómuðu pizzur alltaf á boðstólnum.
Borðapantanir í síma 663 3373
Trúbadora stemming í Arnarbæ um helgina
föstudags og laugardagskvöld frá kl 21:00.
Ingvar Valgeirsson tónlistarmaður hefur leikið um land allt
til ölda ára. Hann hefur geð út tónlist bæði undir eigin
nafni og með hljómsveitinni Swizz.
Landsliðsþjálfari U16 kvenna
hefur valið hópinn sem mun
taka þátt í Norðurlandamóti
U16 kvenna fyrir hönd Íslands.
Mótið mun fara fram í Kolding
í Danmörku 4. til 13. júlí
næstkomandi. Í hópnum sem
varð fyrir valinu eru 20 leikmenn
frá 11 félögum en á meðal þeirra
er Eyrún Embla Hjartardóttir.
Eyrún Embla er ung og efnileg
knattspyrnukona sem ólst upp
með Víking en spilar nú með
Stjörnunni.
sj
Eyrún Embla á
Norðurlandamót U16
Ráðherra og ráðuneytisstjóri ásamt fulltrúum þjóðgarðsins, Umhverfisstof-
nunnar og sveitarfélagsins Snæfellsbæjar og markaðsstofu Vesturlands.