Bæjarblaðið Jökull - 01.07.2021, Side 10
Tökur á kvikmyndinni Woman
at sea sem nú fer senn að ljúka
í Snæfellsbæ hafa lífgað upp á
bæinn nú í júní og varla farið
framhjá neinum. Myndin sem
gerð er eftir margverðlaunaðri
franskri bók sem fjallar um
franska ævintýrakonu sem tekur
þá ákvörðun að hefja nýtt líf sem
sjómaður í karllægum heimi á
norðurhjara veraldar. Stór hluti
myndarinnar er því tekinn á sjó
og í höfninni í Ólafsvík. Báturinn
sem konan ræður sig á heitir Rebel
og gætu glöggir heimamenn hafa
tekið eftir því að einn af bátunum
í höfninni breytti um nafn í vor en
það er Egill SH sem breytti um
nafn vegna myndarinnar. Hefur
áhöfn Egils SH því staðið í ströngu
við veiðar og kvikmyndaleik og
verður gaman að sjá hvernig það
birtist í myndinni.
þa
Egill SH verður kvikmyndastjarna
Ragnar Már Ragnarsson hefur
verið ráðinn í starf byggingar-
fulltrúa Snæfellsbæjar en hann
tekur við stöðunni af Davíð
Viðarssyni. Ragnar hefur þegar
hafið störf og nýtti hann fyrstu
dagana til þess að kynnast
aðstæðum í Snæfellsbæ og
kynna sér hvað muni taka við
eftir að hann kemur úr sumarfríi.
Hann mun hefja störf að fullu
í lok júlí. Ragnar var áður að
vinna hjá Þjóðskrá Íslands
við fasteigna mat auk þannig
sem hann starfaði sjálfstætt
við ýmis verkefni á sviði fast-
eigna, til dæmis hönnun, hlut-
verk byggingarfulltrúa fyrir
sveitarfélög, við eftirlit og sem
byggingaverktaki. Ragnar Már
hefur lokið BSc í byggingafræði
frá Vitrus Bering í Horsens og
mastersprófi í MPM í verk efna-
stjórnun frá Háskóla Íslands.
Hann sótti auk þess löggildingu
til að leggja fram aðaluppdrætti
árið 2009 og hann lærði skipu-
lags fræði tímabundið árið 2012.
Ragnar er uppalinn á Akra-
nesi en hefur síðan þá búið
á höfuðborgarsvæðinu og í
Horsens í Danmörku. Síðustu
ár hefur hann verið bú sett ur í
Stykkishólmi með eigin konu
sinni, Þórnýju Öldu Baldurs-
dóttur og börnum. Hann er
því alls ekki ókunnur Snæ fells-
nesinu.
sj
Nýr byggingarfulltrúi
Snæfellsbæjar
Mánudagskvöldið 21. júní
síðast liðið afhenti HSH stjórn
Golf klúbbsins Jökuls viður kenn-
inguna Vinnuþjarkur HSH 2020.
Vinnuþjarkurinn 2020 er viður-
kenn ing á óeigingjörnu starfi
sjálf boðaliða innan raða aðildar-
félaga HSH þar sem framtakssemi,
nýsköpun, ást og umhyggja er höfð
að leiðarljósi. Viðurkenningin var
afhent Golfklúbbnum í kvöld-
verðarspjalli sem UMFÍ bauð
stjórn og framkvæmdastjóra HSH
uppá á Sker. Þá var notað tæki-
færið og afhenti stjórn HSH stjórn
Golfklúbbsins Jökuls stór glæsi-
legan bikar sem UMFÍ gaf sam-
bandinu. Á meðfylgjandi mynd
er Hjörleifur K. Hjörleifsson, for-
maður HSH að afhenda stjórn
Golf klúbbsins Jökuls bikarinn.
Það voru Jón Bjarki, Ríkharður,
Hjörtur Guð munds son og
Hjörtur Ragnars son sem tóku
við honum.
sj
Vinnuþjarkur HSH
2020
Jökull Bæjarblað
steinprent@simnet.is
436 1617