Bæjarblaðið Jökull - 01.07.2021, Side 11
Uppbygging gömlu réttarinnar í Ólafsvík.
Nú líður að lokaátaki verkefnisins.
Áhugahópur um uppbyggingu gömlu réttarinnar þakkar fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum stuðninginn, enn á ný
leitum við til ykkar. Margt smátt gerir eitt stórt. Byggðalagið allt mun njóta uppbyggingarinnar. Tenging við skógræktina mun
gera svæðið skemmtilegra til gönguferða og útivistar auk þess sem ferðaþjónustan mun eignast áhugaverðan áningastað. Í
sumar höldum við áfram verkefninu.
Frjáls framlög má leggja inn á reikning í Landsbanka Íslands í Ólafsvík 190-15-380065 á kennitölu Átthagastofu Snæfellsbæjar
671108-1670. Marinó Mortensen hjá Deloitte er vörslumaður reikningsins.
Vonumst til að sjá sem esta í hleðsluvinnu, verkið hefst 9. ágúst og er reiknað með að því ljúki 13. ágúst.
Allar frekari upplýsingar má fá hjá Guðrúnu Tryggvadóttur sími 894-5160, Sölva Konráðssyni i sími 894-2832 eða Lydíu
Rafnsdóttur sími 892-5302.
Geymið auglýsinguna
Á dögunum fóru starfsfólk
og leikskólabörn á Krílakoti
í árlega ísferð til Þórðar og
Ólínu í ÓK, þau hafa boðið
leikskólabörnunum upp á
ís á hverjum sumri í fjölda
mörg ár.
Undanfarna daga hefur
hita stigið hækkað örlítið
svo að óhætt þykir að fá
sér ís án þess að verða fyrir
ofkólnun, ferðamenn jafnt
sem heimamenn hafa því
gripið tækifærið og gætt sér
á ýmsum tilbrigðum af ís.
Starfsfólk og börn á Kríla-
koti vilja koma á framfæri
kæru þakklæti til eigenda
Sölu skála ÓK og einnig óska
les endum gleðilegs sumars.
Ísferð í
Söluskála
ÓK