Íþróttablaðið Sport - 17.02.1948, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið Sport - 17.02.1948, Blaðsíða 4
4 SPORT Þriðjudaginn 17. febr. 1948. ezfu frjálsíþró A síðasía ári má segja, að loks verði varí við, að rofa taki af degi í íþróttaheiminum eftir svartnætti margra ára styrjaídar. Hvaðanæva berast fregnir af skærum stjörnum, og jafnvel þæi’ þjóðir, sem harðast urðu úti í ófriðnum, 'beppa einnig að því, að hlúa að íþróttahreyf- ingu sinni, því þeir vdta, að velmegun þjóðarinnar hvílir á heilbrigði hennar og heilbrigði og íþróttir haldast í bendur. Allar þjóðir eiga eínhverja afreksmenn, sem ganga á und- an og hæna æsfcu landsins að , íþróttunum. Gildir sama um litlar þjóðir,, sem-stórar, og það er eipmitt ætlunin, að kynina þessa garpa Jítið eitt fyrir lesendum, þ. e. a. s. þá, sem hafa unnið afrek sín i frjálsíþróttum. Mönnum ér rað'að á lista eftir afeekum í hverri grein og kennir þar oft ýmisea grasa. Hvítir, svartir og gulir í ein- um ihóp. Stóru 'íþróttablöðin erlendis birta oft slíkar afrekaskrár (Statisti’k) og áhugamenn meðal lesenda kynna sér þær vandlega og kannast loks svo vel við nöfnin, sem á þeim standa, að þeim finn-st þeir séu gamlir kunningjar, næst, þeg- ar þeir frétta a'f þeim. - En -nú í ár er alveg sérstök ástæða til að leggja höfuðið í bleyti og lesa afrekaskrána vandlega og geta svo spádóms- fýsn sinni lausan taum og hrjótan1 deilan um það, hverju séu líklegiT til að afla sér og landi sínu frægðar með sigri á Olympíuleikunum í London í sumar. En eins og kunntugt er, er sigur á Olympíuleikum mesti frami, sem, nokkrum íþróttamanni getur hlotnast í íþrótt sinni. En nú skal -snúa sér að efn- inu, a'frekas'hránnd. Oftast eru þirt tíu nöfn. Ef fléiri en einn hafa unnið sama afrek, er sá talinn á undan, sem fyrr van-n það, en -ef ókuinnugt er u,m, hvor fyrri varð, eru nöfnin talin í stafrofsröð. 100 m. hlaup: 1. I)4c. Donald Bailey, Eng- land, 10.3 sek. 2. Harrison Dillard, U.S.A., 10,3 sek. 3. Alien Lawler, U.S.A., 10,3 sek. 4. Clairence Haycs, Astra- líu, 10,3 seg. ® *£> Mel Patíon. 5. Herbert McKenley, Jama- ica, 10,4 sek. 6. Bonnhoff, Argentína, 10,4 sek. 7. Lorenzo Wiright, U.S.A. 10,4 sek. 8. Ricbard Handen, U.S A., 10,4 sek. 9. John Willinsson, England, 10.4 sek. * S'íðan koma 12 menn með 10.5 sek.: Bally, Frakkl., Fisch- er og Pfeiffer, Þýsfcai., Moina og Lupsa, Rúmenía, Mathis og Edwards, U.S.Á., Laing, Eng- landi, Labarthe, Ohile, Braek- man, Belgíu, Klein, Hollandi og Triulizi,. Argentíu. •Margir ihér munu kannast við Bailey. Hann er blökku- maíður frá Vestur-Indíum, en hefur verið í brezfca hernum og keppt fyrir Breta í lands- leikjum. Hann meiddist illa á fæti í fyrrasumar, en þó mun hann vera á baitavegi og byri að- ur að æfa. Enn ?r óráð.ð hvort hann keppir fyrir Breía eða hvort þeir Wint (sjá 800 m.-), Mc Kenley og Labrach (siá 200 m.) keppa aHir fyrir Jamaica. Tveir þeir síðarnefndu stunda nám við bandaríska há- skóla, en Bailey og Wint vinna' í Englandi. 'Haririson Dilílard er sá sami og keppti við Finnbjörn og Hauk í Oslo (og vann) í sum- ar (sjá einniig 110 m. grinda- hlaup). Dillard er svertingi. Allen Lawler er aftur á ínóti hvítur. Hann er bandarískur „juniormeistari" (ekki sama og drengjameistari, heldur nán- ast sama1 og B-flokfcsmaður hér). Lawler er frá San An- tonio í Texas eins og Gharles Parfcer (sjá 200 m. og ýmsir fleiri beztu spretthlíauparar Bandaríkj anna. Nr. 9 á listanum, Bretinn John Wilkinson er maður, sem búizt ,er við miklu af. Aðeins 18 ára að1 aldri hljóp hann í sumar 100 m. á 10,4 óg 200 á 21,3, sem eru hvorttveggja beztu tímar innfæddra í Evr- ópu í ár. Hefur hann meðal annars sigrað sjálfan McDon- eld Bailey. Wilkinson er heims meistari stúdenta í 100 m. og 200 m. Wilkinson varð heimsmei'st- ari stúdenta í báðum sprett- hlaupunum í París í sumar. 200 m. 1. Melvyn Patton, U.S.A., 20,4 sek. 2. Herb. McKenley, Jamaica, 20,4 sek. 3. Loyd Labeach, Panama, 20.8 sek. 4. Charles Parfcer, U.S.A., 20.9 s>ek. 5. Fowler, U.S.A., 20,9 sek. 6. Glenn 'Davis, U.S.A. 20,9 sek. 7. Peters, — U.S.A., 20,9 sek. Næstir koma svo níu Banda- ríkjamenn, 19 ára Ástralíu- maður, John Treloar, og hinn síungi Dennis Shore, Suður- Afríku, nú kominn yfir þrítugt, báðir hafa þeir náð 21,2 sek. Þar á.eftiir bezti Evrópumað- urinn, Bretinn John Wilkins- son. ijieð 21,3 sek. Melvyn Patton e.r einhver sá fljótaisti allra thinna fótfráu1 Bandaríkjaun'glinga. Hann hljóp 100 .yards á heimsmet- tímanum, 9,4 sek., en hljóp ek'ki 100 m. í sumar, því sú vegalengd er lítiS hlaupin vestra nema á meistaramótinu og þar var Patton ek'ki með, siakir meiðsla á fæti, en Banda- ríkjamenn telja hann eitthvert sitt bezta tromp í spretthlaup- unum. 400 m. 1. Herbert McKenley, Jama- ica, 46,2 sek. 2. Dave Bolen, U.S.A., 46,9 sek. 3. John Wachler, U.S.A., 47,4 sek. 4. Mac Whitefieid, U.S.A., 47.4 sek. 5. George Guida, U.S.A., 47.5 sek. «6 Merb Mc Kenley. 6. Mc. Donell, U.S.A., .47,5 sek. 7. R. McFarlam, Canada, 47,5 sek. 8. William Berger, U.S.A. 47.5 sek. 9. Hubert Kerns, U.S.A., 47.6 sek. 10. Denis Shore, Suður-Af- rí’ka, 47,6 sek. Tími Herb. McfCenley, 46,2 er tekinn á 440 yards, eða 2— i 3 m. iengri 'leið en 200 m. og samsvarar því 45,9 í 400 m., eða undir heimsmeti. Er bann talinn einhver sá allra vissasti sigurvegari í London að ári, s'ér í lagi þar sem hann hefur nú losnaði við hættulegasta keppinaut sirin, skraddarann Elmore Harris, kolsvartan ná- unga og einhvern þann bezta 400 m. hlaupara, sem uppi hef- ur verið. Harris var yfirleitt sigur- sælli í viðskiptum þeirra. Þeir vor-u miklir viniir fyrst, en svo hljóp 'Snurða á þráðinn sem lauk með fullum fjandskap. Harris er nú atvinnu-spilari í bandarísku „footbair1 liði. I Evrópu er beztur Moina, Rúmenía, 47,8 og Ástralía, Douglas. Harris (sjá 800 m.) 47,8, en á Norðurlöndum Kurt Lundquist, Svíinn, sem hér kom í fyrravor og vann seinna á Norðurlandamótinu, 400 m. á 47,9 sek. 800 m. hlaup: 1. Douglas Harris, Nýja Sjá- lan.d~, 1:94,4. 2. John Fulton, U.S.A., 1:49,5. 3. Mareell Hansenne, Frakk- land, 1:49,8. 4. 'Nils Holzt-Sörensen, Dan- mörk, 1:49,8. 5. Arthur Wint, Jamaica, 1:50,0. 6. Tarver Perkins, U.S.A., 1:50,0. 7. Bertiil Storskrubb, Finn- land, 1:50,1. 8. Oll'e Linden, Svíþjóð, 1:50,1. 9. Ole Ljunggren, Svíþjóð, 1:50,1. Nýsj álendingurinn Douglas Harris náði þessum tíma í ein- vígi \rið John Fu'lton, þá Bandaríkjam'eistara, snemma í vor eða réttara sagt í haust, því þeir hlupu neðan á hnettinum, í Nýja Sjálandi, og þá var baust þar. Annars telja margir Danann Holzt-Sörensen bezta 800 m. hlaupara, sem n'ú er uppi, en til greina'kæmu líka hinn stór- vaxni svertingi, Arthur Wint, Haus'enne o. fl., auk Harris og iafnvel 2—3 Svía. 1500 m. 1. L'ennart Strand, Svíþjóð, 3:43,0 mín. 2. Henry Eriksson, Svíþjóð, 3:44,4 mín. 3. Gösta Berquist, Svíþjóð, 3:46,6 mín. 4. Maroel Hausenne, Frakk- land, 3:48,0 mín. 5. Gaston Reiff, Belgíu, 3:48,4 m'ín. 6. Olle Áberg, Svíbjóð, 3:50,4 mín. 7. Cevona, Tékkóslóvakía, 3:50,6 mín. 8. Sven Gottfredsson, Sví- 3:50,6 míni. 9. Josef Barthel, Luxem- burg, 3:51,0. 10. Emil Zatopek, Tékkóslo- vakía, 3:51,2 mlín. T'ími Strand er jafn beims- meti Gunders Hágg, og er hann talinn öruggur með að vinna þetta hlaup hvenær sem er, >enda hefur hann verið ó- sigrandi í á þriðja ár, og þótt hann tapaði einu hlaupi móti Hausenne, Reiff o. fl. í París í haust, mun það sðeins stafa af því, að þes'si lit'la og viS'kvæma hlaupavél hafði verið keyrð um of upp á síðkastið. Strax og upp í 3000 m. kem- ur, rekumst.við á nafn Tékk- ans Emil Zatopefc, sem í sumar var nýjasti 'undram'aðurinn í þolhlaupunum. Zatopek ér aðeins hálfþrí- tugur, sem er mjög lítið', því flestir hinna beztu þolhlaupar- anna eru yfir þrítugt. Hann , varð h'eimsmeistari stúdenta í París I sumar og eina hlaupið, seni hann tapáði í sumar voru 3000 m. á móti Gaston Reiff. Belginn lét Zatopek sjá um forystuna næstum alla leið, og skildi hann svo eftir á enda- sprettinum. Talið er víst, að Zatopek hlaupi 10 km. á Olympíuleik- unum og vinnur vist, ef ekkert óvænt ber við, því Finninn Vilja Heina (sjá 10 km. skrána) er nú dæmdur frá fyrir brot á áhugamanna- reglunum. Ovíst er enn, hvað Bretinn Sidney Wooderson, Evrópumeistari í 5 fcm., ger- ir, en bann saigði nýlega í við- tali við' blaðamenn, að 10 km. hlaupið freistað'i sín, og ef hann vrði með næsta ár, myndi hann þar að hi'tta. iHollend'ingarnir treysita á Slyyfchus og Belgíumenn Reiff, en Svíar eru vonlitlir að nokkrum sinna manna tak- izt að vinna1 þessa garpa, Za- topek, Slyykhuis eða Reiff, en byggja míklar ivonir á N or ðurlandameistara símum, Bertil Albert’sson frá Uppsöl- um í 10 km. hlaupinu. Annars er lafrekaskrá ’þol- hlaupanna þannig: 3000 m. 1. Emil Zatopek, Tékkósló- vakía, 8:08,8 mín. 2. W. Slykhuis, Holland, 8:10,0 mín. 3. Erik Ahldén, Svíþjóð, 8:10,8 mín. 4. Gaston Reiff, Belgía, 8:14,2 mín. 5. Evert Nyberg, Svíþjóð, 8:15,8 mín. 6. Henry Eriksson, Svíþjóð, 8:16,8 mín. 7. Bertil Karlssón, Svíþjóð, 8:18,2 mín. 8. Hélge Perála, Finnland, 8:18,8 mín. 9. Ric'kue, Svíþjóð, 8:19.0 mín. 10. Pemiti Siltaloppi, Finn- land, 8:19,0 mín. 11. Rc'Iand Sundín, Svíþjóð, 8:19,6 mín. ' Roland Sundin er. sá sami og kom hér í sumar og vann 1000 m. hlaup á áfma^lismóti ÍR. Sundin meiddist í fæti, þegar hann var ihér og keppti e’kki meira eftir þetta í sumar. 5000 m. 1. Ernll Zat'opek, Tékkósló- vafcía 14:08,2 mín. 2. Viljo Heino, Finnland, 14:15,4 mín. Finsbjörn siasasf. Finnbjöm Þorvaldsson varð fyrir því óhappi, að gömul meiðsli í hné tóku sig upp á æfingu nú fyrir skömmu. Finmbjörn hefur legíð und- anfarið á Lands.spí'talanum leftir uppsfcurð, cn er nú fcom- inn heim. Hann verður þó að liggja eitthvað lengur. Hvenær hann jgetur byrjað æfingar aftur, er ekki gott að segjia um að isvo stöddu.

x

Íþróttablaðið Sport

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið Sport
https://timarit.is/publication/1898

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.