Stormur - 01.04.1944, Síða 8
8
Storaur
'Bygðarfrétti.r
Það var haldinn fundur í smjörgerðarfélaginu "Norður Stjarnan"
þ. 24. marz 1944. Fyrir utan hin vanalegu fundarstörf, svo sem em-
bættismanna kosningar og árs-reikninga, var ein samþykt gerð. er i
frásögur er færandi. Það var sem sé samþykt, að félagið legði ekki
fram neitt fé til verðbréfa kaupa til stríðs þarfa í framtíðinni.
Þar eð félagið er samvinnu félag, myndi maður halda að það væri
fúst til samvinnu við stjórnina, eigi síður en aðra, með því líka
að stjórnin hefir sýnt töluverða viðleitni til samvinnu við bændur
með all ríflegri verð uppbót á smjörfitu.
Það er í frásögur færandi að Mr. Bryce, sambands þingmaður Sel-
kirk kjördænis, kom hingað norour í páska-fríinu, og hélt fund 1
Árborg. Að þetta sé frásagnar vert, er ekki svo mjög vegna bess
að miklu hafi verið komið til leiðar í Ottawa af hálfu C.C.F. Það
er víst erfitt verk, eftir frásögn Mr. Brycej en hitt er bað, að
koma hans hingað norður í kjördæmið er virðingaverð.
Laugardaginn, 18. marr,, hé].t Heilsufarsnefnd Árborg op.inn- fund,
til bess að ræða um starfsemi hjúkrune.rkonunnar í Bifröst sveit.
'vliss King, Miss McDowell og Miss Breckman héldu ræður um starfið.
Aðallega benti Miss Breckraan á nauðsyn á tannlækni, bar sem yfir
500 börn þörfnuðust viðgerð á tönnum. Var þetta rætt, og fólk
beðið að stuðla að því að fá lækna til að gera þetta verk. ?Jfyndir
voru sýndar. Kaffiveitingar voru undir umsjón M.F.A.
Það er ef til vill . ekki á vitorði nema fárra lesenda blaðsins,
að "North Star" smjörgerðarfélagið leggur árlega í sjóð upp að
$200, í bví augnamiði að menta unglinga £ ýmsum greinum landbúnað-
ar. Sjóður sá er í höndum sérstakrar nefndar, irndir stjórn frú
Andreu Johnson. Þessi áminsta nefnd, ásamt annari fra "Agricult-
ural Society", hafði námsskeið £ viohaldi og meðferð akuryrkju
verkfæra. i Arborg síðast liðinn vetur. Fimtíu nemendur sóttu skól-
ann. "Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér."
* * *
"Stormur" er blaðið ykkar.
Skrifið í "Storm".