Stjörnur - 01.12.1945, Blaðsíða 5
Tyrone Power
ingu, fluttist hún með börnin til Alhambra, sem er
lítill dalur nálægt Los Angeles.
Ekki var Tyrone gamall, er fram kom áhugi hans
og hæfileikar til leiklistar. Segja má að ekki væri
það mjög undarlegt, þar sem báðir foreldrar hans
voru svo framarlega á sviði leiklistarinnar, eins og
áður er getið. Tyrone komst ótrúlega ungur inn í
leikaralíf foreldra sinna og fylgdist með því af alveg
óvenjulegum áhuga. Hann lék sér jafnan í snyrtistofu
móður sinnar og fylgdist þar einnig með æfingum
hennar, þá er hún undirbjó hlutverk sín. Það, er
helzt angraði hann, var, hve lengi hann var að vaxa.
Hannn þráði að geta sem allra fyrst uppfyllt drauma
sína og orðið leikari. A sjöunda ári fékk hann fysta
hlutverk sitt. Það var að vísu ekki stórt, en skapaði
þó mikil tímamót í lífi hins unga pilts. Leikstjórinn
sá fljótt hvað í hinum unga Tyrone bjó og varð
mjög hrifinn af frammistöðu hans. I næsta verkefni,
sem hann tók til meðferðar, ætlaði hann Tyrone all
mikilvægt hlutverk. Hann var þá sjö ára. Fyrir
frammistöðu sína í þessu hlutverki fékk Tyrone sína
fyrstu viðurkenningu frægs gagnrýnanda, en hefir
síðan hlotið margar slíkar.
og Maureen O’Hara í myndinni „Svarti Svanurinrí'.
Árið 1923 fór frú Power til Ohio borgar í þeim
tilgangi að fá góða tilsögn í leiklist fyrir börnin, og
þar hélt hún heimili. I Ohio lauk Tyrone barna-
skóla- og gagnfræðanámi með mjög góðri viðurkenn-
ingu árið 1931, þá 17 ára að aldri.
Á skólaárum sínum tók hann mjög virkan þátt í
leikstarfi skólanna og vahn sér alls staðar viðurkenn-
ingu. Jafnframt þessu vann hann svo að ýmsum við-
skiptastörfum, var í apóteki um tíma og seinna að-
stoðarmaður í leikhúsi.
Þegar Tyrone lauk gagnfræðanámi, vildu sumir úr
fjölskyldu hans að hann færi í háskóla og héldi þar
áfram námi, en aðrir vildu að hann færi í sérstakan
listaskóla. Sjálfan langaði hann mest til að læra leik-
list, og hann vildi ekki aðeins verða leikari, heldur
góður leikari. Þetta er ennþá þrá hans . . . aðeins nú
vill hann ekki vera réttur og sléttur leikari, heldur
einn af hinum beztu.
Power eldri ákvað að gefa syni sínum tækifæri til
að spreyta sig á leiklistinni. Þeir fóru því báðir til
Quebec til æfinga og náms. Þeim stundum, er þeir
dvöldu þar, mun Tyrone aldrei gleyma, því þær urðu
til ómetanlegs gagns fyrii hann og list hans.
STJÖRNUR 5