Stjörnur - 01.12.1945, Blaðsíða 14
Tœkifœrisgjafir
ávallt
í miklu
úrvali
VERZLUNIN
Laugaveg 1.
Tyrone Power
Framhald af bls. 6.
milli forstjórarina en komst lengi vel hvergi að. Loks
fékk hann 'tækifæri og hóf vinnu að tjaldabaki í leik-
húsi einu. Eftir þetta fékk hann raunverulegt tækifæri
fyrir milligöngu Helen Mencken, sem var viðurkennd
leikkona. Hún hringdi til eins leikstjóra, og sagði að
það mundi verða honum sjálfum til góðs, ef að hann
tæki piltinn að sér. Hún kvaðst þekkja drenginn og
vita að hann hefði gáfur . . . nóg af þeim.
Um þetta leyti byrjaði Tyrone raunverulega leið
sína til frægðar. Hann fékk hvert • vandasama hlut-
verkið á fætur öðru til meðferðar og alltaf tókst hon-
um betur og betur. Samt vildi hann alltaf læra meira
og meira, og sjálfur sagði hann einhverntíma: „Þegar
ég fer aftur til Hollywood, en þangað skal ég kom-
ast, þá ætla ég að ganga í land, ekki að skríða“.
Þegar Tyrone lék aðal'hlutverkið í „Romeo og Juliet“
vann hann sér mikla hylli. Við það tækifæri sagði
móðir hans: „Eg var sannarlega ánægð með það
hvernig Tyrone fór með hlutverk sitt. Eg var hreykin
af honum bæði sem móðir og sem kennari".
Þá er hér var komið sögu, árið 1936, gerði Tyrone
sjö ára samning við 20th Century-Fox félagið, en þar
er hann enn, og einn hinna viðurkenndustu leikara.
Tyrone er þrjár álnir á hæð og vegur 140 pund.
Hann er laglegur, með dökkbrúnt hár og falleg brún
augu. Uppá'halds blóm hans eru hvítar rósir. Mesti
ávani hans er að blístra í búningsherbergi sínu. Hann
les ekki neitt alveg sérstakt, en yfirleitt allt, sem honum
þykir gaman að, hvort sem það nú eru sögur, tímarit
eða eitthvað annað.
Uppáhaldslitur hans er blátt . . . hvaða tegund sem
er af bláu. Uppáhaldsávextir hans eru perur . . . hann
er mjög hrifinn af þeim.
Af íþróttum þykir honum mest koma til fótbolta
og hann tekur virkan þátt í þeirri íþrótt. I fristundum
sínum tekur hann mikið af myndum, leikur tennis
eða iðkar sund.
Tyrone er giftur Annabella, sem er frönsk leik-
kona. Þau giftu sig 23. apríl 1939.
14 STJÖRNUR