Stjörnur - 01.12.1945, Blaðsíða 6

Stjörnur - 01.12.1945, Blaðsíða 6
Tyrone Power og Thomas Mitchill í myndinni „Svarti Svanurinn'. Það næsta, sem skeði, var, að Tyrone tók að sér hlut- verk í leikritinu „The Merchant of Venice". Þar komst hann eins nálægt því að deyja, eins og einn maður getur komizt. Af óhappi var hníf kastað svo nálægt honum að hann snart hár hans. Drengurinn dæsti, en var að öðru leyti í fullkominni ró. Faðir hans, sem sat nálægt, greip í sætisbríkurnar og hrópaði í ör- væntingu: „Ó, Guð! Sonur minn, ertu meiddur?“ Þetta var hin fyrsta raunverulega kynning, sem Tyrone fékk af leiksviðinu. Eftir þetta fóru þeir feðgar til Hollywood, en þar átti Power hinn eldri að leika í mynd, sem „Paramount" var að láta gera og hét „The Miracle Man“. En er hann var að æfingu í mynd þessari, varð hann skyndilega lasinn á sviðinu. Svo áhugasamur var hann, að ekki fór hann heim, heldur vann allt til kvölds. En loks varð hann yfirbugaður og féll í öngvit. Næsta morgun, kl. 4 hinn 30. des. 1931, andaðist hann í faðmi sonar síns. Með fráfalli hr. Power hófust erfiðleikar hins unga Tyrone. Hann hóf árangurslausa leit að vinnu, fór frá einum staðnum til annars en var alls staðar hafnað. Fengi hann áheyrn, var það vegna þess, að viðkomandi þurfti að spyrja um föður hans fram og aftur. Loks hætti hann þessu að sinni og fluttist með móður sinni og systur til Santa Barbara, þar sem þau voru viðurkennd við aðal leikhúsið. Þar jók drengurinn við list sína undir umsjón móður sinnar, og þegar hann var ekki mjög önnum kafinn skrapp hann til Hollywood í vinnuleit. Eftir næstum tveggja ára tilraunir í þessa átt — þar sem stundum munaði litlu að hann kæmist í kvikmyndir en lánaðist þó aldrei — ákvað Tyrone að freista gæfunnar á leiksviði i New York. Hann iagði af stað með blessun móður sinnar og góðar óskir vina sinna í vega- nesti, ákveðinn í að „berjast unz yfir lyki“. Þessi ákvörðun Tyrone breytti lífsferli hans til muna. A leiðinni til New York stanzaði hann í Chicago til að heilsa upp á kunningjana. En það varð til þess að hann tók að leika þar, dvaldi þar um tíma og kom nokkrum sinnum fram í útvarpi. Ekki var þessi vinna öll sem skemmtilegust, en góð æfing var það fyrir hann og ýmiskonar lærdóm hlaut hann þar af. I lok ársins 1934, sem varð Tyrone mjög minnisstætt, lék hann í sjónleiknum „Romance" í Chicago. Þessi sjónleikur var sýndur í átta vikur. Að þeim tíma liðnum fannst Tyrone tími til kom- inn að halda áfram för sinni til New York — og Broadway. I New York hófust Vdndræðin aftur. Hann fór á Framh. á bls. 14. 6 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.