Bæjarblaðið Jökull - 29.06.2023, Síða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur
frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf.
Sandholt 22a, Ólafsvík
355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
Fjöldi fólks lagði land undir
fót til Snæfellsbæjar um helgina
enda mikið um að vera í bæjarfé-
laginu. Meðal þess sem var í boði
var Íslandsmót í motorcrossi sem
haldið var á braut Motorcross-
klúbbs Snæfellsbæjar, fyrir ut-
an Enni. Mikill mannfjöldi fylgd-
ist með keppninni en auk þeirra
voru um 70 keppendur sem tóku
þátt í mótinu í karla og kvenna-
flokki. Sigurvegari í karlaflokki
MX-1 var Máni Freyr Pétursson
og í karlaflokki MX-2 var það Eið-
ur Orri Pálsson. Í unglingaflokki
sigruðu Kári Siguringason og Er-
ic Máni Guðmundsson en Andri
Berg Jóhannsson var fyrstur í 85
flokki. Aníta Hauksdóttir var fyrst
í kvennaflokki en í kvennaflokki
30+ var það Theodóra Björk
Heimisdóttir.
Þegar stutt var eftir af keppni
varð slys sem varð til þess að
keppandi hálsbrotnaði. Þyrla
landhelgisgæslunnar var send á
slysstað og flutti viðkomandi und-
ir læknishendur. Er sjúklingurinn
á batavegi og hefur tjáð sig um
reynsluna á samfélagsmiðlum.
Næsta keppni fer fram á Akra-
nesi þann 8. júlí næstkomandi.
JJ
Um 70 manns kepptu í motocross
Níunda og síðasta árið af
endurhleðslu Ólafsvíkurréttar
er að líða en einungis 14 metrar
eru eftir af réttinni i sinni gömlu
mynd. Síðan árið 2014 hef-
ur Guðrún Tryggvadóttir stað-
ið að átaksverkefni sem varðar
endurhleðslu réttarinnar ásamt
Lydíu Rafnsdóttir og Sölva Kon-
ráðssyni. Þessi þrír sjálfboða-
liðar ásamt Ara Jóhannessyni,
hleðslumeistara, hafa staðið
staðið vaktina við endurhleðsl-
una öll níu árin í réttinni ásamt
fjölda sjálfboðaliða sem tekið
hafa til hendinni. Teymið hefur
hlaðið réttina að nýju, einn dilk
í einu og nú í júní eru einung-
is 14 metrar eftir af verkefninu
sem áætlað er að klára í ágúst.
Gríðarlega mikil vinna er að baki
þessa öfluga hóps en ávalt er
stutt í gleðina.
SJ
Hleðsla réttarinnar
gengur vel