Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 02.11.2023, Side 7

Bæjarblaðið Jökull - 02.11.2023, Side 7
Stykkishólmsdeild Noræna fé­ lagsins veitti í dag Eyrbyggjasögu­ félaginu styrk til refilsaumsverkefn­ is félagsins sem formlega verður hleypt af stokkunum n.k. laugar­ dag í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hell­ issandi, kl. 14 með fjölbreyttri dag­ skrá. Stjórn Stykkishólmsdeildar Norræna félagsins, Sólborg Olga Bjarnadóttir gjaldkeri, Sigurlína Sigurbjörnsdóttir ritari og fráfar­ andi formaður Þórhildur Pálsdótt­ ir veittu styrkinn þriðjudaginn 31. október 2023 á Fosshótel Stykkis­ hólmi og það var ritari Eyrbyggja­ sögufélagsins, Anna Sigríður Mel­ steð sem tók á móti styrknum fyrir hönd stjórnar. Anna þakkaði fyrir styrkinn og í máli hennar kom fram að kostnaður við verkefnið er um­ talsverður og er þessa dagana verið að ganga frá samningi við hönnuð refilsins, svo allir styrkir koma að góðum notum. Refilsaumur er saumgerð sem dregur nafn sitt af orðinu refill. Reflar voru skrautleg tjöld úr ull eða líni sem höfð voru til þess að tjalda innan bæði kirkjur og híbýli fólks fyrr á tíð. Refilsaumur er að­ eins eitt útsaumsspora sem notuð voru á miðöldum og er afbrigði af útsaumi sem nefndur er lagð­ ur saumur. Þessi meistaraverk ís­ lenskrar miðaldalistar voru unnin af listfengum konum sem bjuggu yfir þekkingu og þjálfun í vefnaði og útsaumi. Þekktasti refillinn er hinn franski Baeyeux refill. Hér á Íslandi hefur refill með efnivið úr Njálssögu og Vatnsdælasögu verið hannaður og saumaður að hluta til og nú stend­ ur til að setja í gang refilgerð með myndskreytingum og sögum úr Eyr­ byggjusögu. Hugmyndin var kynnt fyrir öllum kvenfélögum á Snæfells­ nesi s.l. vor. Kvenfélögin eru sjö tals­ ins, en þau munu koma að fram­ kvæmd saumaskaparins við refilinn hvert í sinni sveit. Það eru Kvenfélag Hellissands, Kvenfélag Ólafsvíkur, Kvenfélagið Björk Helgafellssveit, Kvenfélagið Hringurinn Stykkis­ hólmi, Kvenfélagið Liljan Eyja­ og Miklaholtshreppi, Kvenfélag­ ið Gleym mér ei Grundarfirði og Kvenfélagið Sigurvon Staðarsveit. Til stendur að sýna refilinn, þegar þar að kemur, um allt Snæfellsnes og verður þannig til nokkurskonar refilslóð á söguslóðum Eyrbyggju­ sögu á Snæfellsnesi. Hönnuður refilsins er Krist­ ín Ragna Gunnarsdóttir myndlist­ armaður og rithöfundur en hún hannaði einnig Njálurefil og Vatns­ dælarefil. Torfi Tulinius prófessor í miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands, vinnur að drögum að hand­ riti sýningar um Eyrbyggju og efn­ isþáttum sem endurspeglast í ref­ ilsaumnum. Á laugardaginn verður viðburð­ ur á vegum Eyrbyggjasögufélagsins í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi þar sem Torfi, Kristín og Sæmundur Kristjánsson koma fram og verður m.a. sýnd fyrstu drög að teikning­ um á reflinum. Þess má geta að sama dag opnar stærsta sýning ársins á 160 ára afmæli Þjóðminjasafnsins þar sem öll varðveitt íslensk refil­ klæði sem varðveist hafa verða sýnd í fyrsta sinn saman. Eyrbyggjurefill hlýtur styrk Laus staða við Grunnskóla Snæfellsbæjar - Ólafsvík Laus er staða skólaliða við starfstöðina í Ólafsvík, 100% stöðugildi, frá 1. janúar 2024. Starfsvið: Þrif á skólahúsnæði og skólalóð. Gæsla í frímínútum og matartímum. Leiðbeina nemendum í leik og starfi. Ýmis önnur verkefni sem til falla hverju sinni. Menntun, reynsla og hæfni: Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Góð kunnátta í íslensku er skilyrði. Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember. Umsóknareyðublað er á heimasíðu Snæfellsbæjar: https://snb.is/wp-content/uploads/2013/12/Atvinnuums%C3%B3kn.pdf Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason skólastjóri í síma 894 9903. Umsóknir skal senda til skólastjóra á netfangið hilmara@gsnb.is. Frá vinstri: Anna, Þórhildur, Sigurlína og Sólborg Olga við veitingu styrksins

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.