Smáfuglinn - 19.03.1944, Side 6
6
SMÁFUGLINN
Svo á leiðinni hann spilaði og söng cins og svanur,
cn sjóvolki og kulda er hann alls ekki vanur,
hann varð lasinn og linur af því.
En til allrar lukku ein ísfirzk var pía,
sem óðara bauðst til þess honum að hlýja,
og þá harðnaði hetjan á ný.
Og þá næst vil ég geta um hann Guðmund hjá okkur,
hann er gætinn og stilltur, en brandarakokkur,
og kemst áfram þó hann fari hægt.
Hann hreyfir ei kvenfólk og hreint ckki glasið,
er háttprúður, varkár — „þar cr nú ekki masið“,
og leggur við hstirnar rækt.
Hann Siggi var nýlega settur til mennta,
hann var sendur til Moggans at læra að prenta,
og af kostunum hann hefur sæg.
I söngnum hann vafalaust Sjaljapin slær út,
við sendum hann óðar tii Wagners í Bayruth,
og þá verður ísafold fræg.
Og hann Haraldur Sigurðsson, sá er í standi,
því hann sex appcai hefur og allt tilheyrandi,
hann cr telpunum tálbeita stór.
Hann herskár er nokkuð og herja þv vildi,
en hafði ekki buxur svo stcrkar sem skyldi,
og aldrei til Finnlands því fór.
Siggi Guðmunds, sem baxar við blaðið um nætur,
aldrei brennivínsdropa hann oní sig lætur,
þótt hann auðvitað langi það í.
Fyrir löngu er hann hættur að hugsa til kvenna,
en hvort það cr þeim eða honum að kenna,
ég engan gef úrskurð á því.
Þegar Hróðbjartur kemur um hádegisbilið,
þá er Haraldur til, og svo byrja þeir spilið,
þegar fólkið er allt farið heim.
Og Haraldur jafnan vill hafa það jassískt,
en Hróðbjartur þar í mót gerir það klassískt,
— það er geysilegt táp í þeim tveim.
Og svo er babyið litla, sá blessaði drengur,
aldrei bíða hans þurfum við stundinni lengur;
met í hraða hann mörg hefur sett.
Og kaffið hann sækir í fjölmörgum ferðum,
hann fer eftir strikum af margskonar gerðum,
stöku sinnum er sumt nærri rétt.
Óður ársins 1943
í kvöld við erum glaövær — í kvöld er allt svo gott, —
í kvöld við skulum grípa alla sjansa.
Við fögnum því að vera nú flutt í spánýtt slott
og förum því að syngja, spila og dansa.
Á borðunum er kaffi — og býsna gott það er —
svo býst ég við — ef leitað er í vösum ýmsra hér, —
þá gæti skeð ég næði í eitthvað annað.
Já þetta nýja hús hefur orðið okkur björg
— þó eftir því oss fyndist langt að þreyja,
að vísu eru hornin á því óþarflega mörg,
en ekki finnst mér neitt við því að segja.
— í kjallarann þarna’ uppfrá fór inn hann Jón úr Vör,
en ekki er víst hann hljóti þar nokkur sældarkjör,
því draugurinn er ekki síður ýtinn.
í höllinni okkar nýju er háaloftið efst,
það er háaloft ,sem vert er um að tala,
og þeim, sem elska fegurðina, fullnæging þar gefst,
þeir fá þar andans löngunum að svala.
Þar bíða menn í andagt og hlusta á sálmasöng
og sjúga til sín ilminn, sem fyllir stiga og göng, —
og eiga þarna yndislegar stundir.
Hann Nabbni stundum færir sig í fjallgönguskó,
og fer þar upp að njóta sæluhita,
en hvern hann er að finna, það fæst ei upplýst þó
að flestir þykist nokkuð um það vita.
Og dárakistulimurinn þar dottar fram á borð
og dregur ýsur milli þess hann skrifar nokkur orð,
og þetta mega lesendurnir þola.
Hann Guðmundur á bókbandinu greint svo hefur frá,
— þið getið nærri að það má trúa honum —
að algengt sé þar frökenar í faðmlögum að sjá,
— þær fá víst ekki nóg hjá karlmönnonum.
Og svo er annað gaman, sem þeir horfa á svo oft,
að upp sig hífar flugvél, sem kemst þó ekki á loft,
það bara vantar bensínið á hana.
Já, þeir sem vinna á bókbandinu eru anzi smart
og aflasælir framar öllum vonum,
því fjórar ungar meyjar hver sveinn þar fær í part,
það fyrirskipað er í samningonum.
En ef að raskast hlutföllin milli svanna og sveins,
þá sýður upp úr Alla og það er ei til neins
að ætla sér að kæla ögn í honum.