Smáfuglinn - 19.03.1944, Blaðsíða 7
SMÁFUGLINN
7
í setningunni hittast margir hæfileikamenn,
— þó held ég beri mest á tónskáldonum,
að vísu hefur Olíver Islandsmetið enn,
en aðrir bráðum skjótast fram úr honum.
„í Næturkyrrð" þeir spyrja: „Hvar ertu vina kær?“
og kveina „Góða nótt, ó, mín heittelskaða mær“,
og Skautavals og Pep þeir prófa líka.
Og verkstjórarnir okkar þeir hafa fengið horn
að halda sína prívat konferensa.
Nú vasast þeir í öllu, en vita ekki korn,
samt voga ég mér ekki þá að skensa.
Eg veit að það er satt, sem hinn vísi Sírak kvað,
að varasamt má kalla að leika sér með það,
að egna þá, sem öllu vilja ráða.
Og Kiddi spyr hann Halla: „Þú átt víst ekki blað?
Eg endilega þarf að skrifa nótur.
Æ ,komdu inn á klósett og athugaðu það,
— það er að koma — góði vertu fljótur!“
Og Halli verður glaður, því honum þykir gott
að hljóta svona billegan aðdáunarvott
og þurfa engu um að valda sjálfur.
Oss reglur voru settar sem rétt og sanngjarnt er,
og ráðlegast er víst að hlýða og þegja,
En af því ég er hérna og er að skemmta mér,
mun óhætt vera fyrir mig að segja,
að mér finnst þessar reglur hljóti að vera voða snakk
fyrst verkstjórar og forstjórar og allskyns svoddan
pakk
er undanþegið öllu slíku að hlýða.
Hann Sigurður í pressusalnum prenta lætur vel
og passar það að láta ekki aðra slóra.
Hann pantaði frá Ameríku prýðilega vél,
þar prentar Steini á við hverja fjóra.
Hann Ingi nú er lærður og orðinn eins og fólk,
svo á hann stundum drykk, sem er hvítur líkt og mjólk
og hollustan er eflaust engu minni.
Þið hafið eflaust heyrt það, er amerískur her
komst inn í pressusalinn, vopnum búinn,
og ástæðan var sú, er ég segi ykkur hér:
þeir sáu hvar hún var þar inni, frúin.
En henni var samt óhætt, því inni voru þar
tveir agalega hraustir og svartir boxarar,
svo frúin ekki fékk að kenna á neinu.
í kjallaranum margt er gert, sem mjög til þarfa snýr,
já, mikið er hvað þar er á að góna.
Þar sífellt gyllir Jónas en sést þar aldrei hýr,
og sendir ekki frá sér neina tóna.
En Þorleifur á hnífinn alltaf reiknar réttan kós,
og ryfjar stundum upp það, sem skeði fyrr til sjós,
frá Ameríku alla leið til Spánar.
Vor forsjón er hann Ragnar, við hlýðum honum öll,
og höfum varla upp á neitt að klaga,
því bókahlaðar hans eru orðnir eins og fjöll,
hann ætlar vorar bókmenntir að laga,
en ekki get ég talið hann öfundsverðan samt,
að ætla að stunda smjörlíkið og bókmenntirnar jafnt,
því margarínið má helzt engu tapa.
PEGASUS, framh. af 4. síðu.
,,Sem lausamjöll eg málin í klof
hef klofað,
og hvergi frá settu striki vikið.
Mörgu hef ég gleymt og
mörgu lofað,
og margt af því efnt, en fleira
svíkið''.
Hér mun Haraldi hafa orðið
hugsað til sviksemi sinnar sem
ritstjóri Smáfugls.,
Hljóp Haraldur því næst af baki
og var vígreifur mjög.
Fleiri freistuðust ekki til að
reyna Pegasus, og var því hald-
ið heimleiðis aftur, og þótti flest-
um betur farið en heima setið.
Hegri.
UPPHAFSORÐ, framh. af 1. síðu.
dregist óhæfilega lengi, að reka
hann frá starfinu. Kom þó loks að
því, á síðasta fundi Starfsmanna-
félagsins að honum var vikið frá.
Vildu ýmsir láta hann sæta refs-
ingu fyrir slóðaskapinn og er um
það grein á öðrum stað í blaðinu.
Hin nýja ritstjórn Smáfugls mun
kappkosta að láta blaðið koma
út í hvert sinn, sem ástæða þykir
til, og heitir á alla góða menn, að
senda blaðinu greinar og tillögur.
Gagnrýni í garð ritstjórnarinnar
verður þó ekki birt, en alla aðra
má skamma, og er ritstjórninni
það sérstök ánægja eins og áður
er sagt.
Blaðið mun styðja listif;, bók-
menntir og vísindi og láta yfirleitt
allt það til sín taka, sem til heilla
horfir. Bindindismálið mun blaðið
styðja af alefli, en er mótfallið
aðflutningsbanni á áfengi, því að
þá mundi bruggið færast í aukana,
en það er bæði vont á bragðið og
óhollt fyrir magann.
Fleira munum vér nú ekki geta
um að sinni, og stafar það af því,
að ritstjórnin hefur ekki enn kom-
izt að niðurstöðu um, hvaða mönn-
um og málefnum sé fjárvænlegast
að fylgja að málum.
Félagar.
Munið eftir félagsgjöldunum.