Þroskaþjálfinn - 2003, Page 5

Þroskaþjálfinn - 2003, Page 5
á um að bæta lífsskilyrði og lífsgæði skjól- stæðinga ásamt því að standa vörð um réttindi þeirra. Algengt er þegar þroska- þjálfar benda á þessa alvarlegu annmarka á þjónustunni að ítrekað sé við þá mikilvægi þess að kostnaður við rekstur þjónustunn- ar megi ekki, undir nokkrum kringum- stæðum, fara upp fyrir fjárlög. Þjónustan á að miðast út frá því fjármagni sem til hennar er veitt, ekki skal miða þjónustuna út frá þörfum fólks sem á allt líf sitt undir gæðum hennar eða þeim faglegu forsend- um sem þroskaþjálfun byggir á. Fjárlög virðast öllum lögum æðri, þeim ber okkur fyrst og fremst að hlíta. Þetta er ekki ásættanlegt fyrir þroskaþjálfa, þeir geta ekki stundað fag sitt við aðstæður þar sem sífellt er gert lítið úr aðferðafræði þroska- þjálfunar með ýmsum aðferðum og jafn- vel valdboði. Þroskaþjálfar skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir að gæta ráðsmennsku og aðhalds í meðförum almannafjár. Þeir geta þó aldrei sætt sig við það að hagræðing og framkvæmd að- haldsaðgerða í þjónustu við fólk með fötl- un sé þannig að lífsgæði og almenn mann- réttindi fólks skerðist. Slíkt stríðir á móti gildandi lögum sem sett hafa verið af Al- þingi og siðareglum þroskaþjálfa. Um þetta var svo hljóðandi ályktun samþykkt: Þroskaþjálfafélag Islands skorar á stjórnvöld að veita auknu fjármagni í málaflokk fatlaðra svo unnt verði að veita lögbundna þjónustu. Þroskaþjálfar telja að takmarkað fjármagn í málefnum fatlaðra á undanförnum árum dragi verulega úr möguleikum til að uppfylla þau skilyrði sem lagaákvæði, reglugerðir og siðareglur þroskaþjálfa setja um störf þeirra. krifstofa íslands er á annarri hæð að Hamraborg 1 í Kópavogi. Skrifstofan er opin frá kl. 9-12 Sími félagsins er 564 0225 Símbréf eru send í 564 0226 Vefsíða: www.throska.is Tölvupóstur: throska@throska.is Þriðja ályktun starfsdaganna var svo hljóðandi: Þroskaþjálfafélag Islands skorar á félagsmálaráðherra að bi'eyta væntanlegri reglugerð um búsetu fatlaðra þannig að eigi búi fleiri en 5 íbúar á sambýlum og að einkarými verði a.m.k 18 fm. I reglugerð við Lög um málefni fatlaðra um búsetu sem taka á gildi um næst komandi áramót er í 3. grein kveðið á um að eigi skulu vera fleiri en sex íbúar á hverju sambýli. Auk þess er í sömu reglugerð kveðið á um að herbergi í húsnæði sem keypt er undir sambýli skulu ekki vera minni en 10 fm. Þroskaþjálfafélag Islands telur að á samýl- um þar sem búa 6 manns sé ekki hægt að fullnægja einstaklingsmiðaðri þjónustu og að herbergi sem eru 10 fm að stærð séu of lítil sem einkarými fullorðins fólks. Þroskaþjálfafélag Islands fékk ekki reglugerð um búsetu fatlaðra til umsagnar. Þroskaþjálfar eru fjölmennasta sérmennt- aða fagstéttin sem starfar í búsetuþjónustu fólks með fötlun því telja þroskaþjálfar eðlilegt að leitað hefði verið umsagnar fé- lagsins á reglugerðinni. I reglugerðinni er kveðið á um að fjöldi íbúa á sambýli geti verið allt að sex. Það er ljóst að sambýli þar sem búa sex manns eru of fjölmenn. Erfitt getur reynst að veita einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem taka verður tillit tii þarfa sex íbúa sem allir hafa mismunandi óskir og þarfir til þjónustu. Aðstæður sem þess- ar kalla, m.a. á mikil áreiti á íbúa, fjöl- mennt starfslið og álag á stjórnendur auk þess sem þessi hús eru of stór til að falla að almennri íbúðabyggð. I regiugerðinni eru ýmis ný ákvæði sem eldri reglugerð hafði ekki, m.a. er þar kveðið á um lágmarksstærð einkarýmis sem hverjum og einum íbúa skal tryggt. Stærð einkarýmis í nýbyggingum er mannsæmandi samkvæmt reglugerðinni. Það sama er þó ekki hægt að segja um stærð einkarýmis í eldri húsum sem keypt eru fyrir rekstur sambýla. I þeini húsum er gert ráð fyrir að stærð einkarýmis geti ver- ið frá 10 fm. Þessu til samanburðar má benda á að í reglum Barnaverndarstofu um beitingu þvingana við börn kemur fram að lágmarks stærð herbergis sem not- að er þegar fjarlægja þarf barn úr aðstæð- um, í svo kallaða einvist, skal ekki vera minni en 6 fm. Herbergi sem er 10 fm. að stærð rúmar ekki mikið af eðlilegum hús- búnaði og persónulegum eigum fullorð- inna einstaklinga til að mæta þörfum fólks í nútíma samfélagi. I lok febrúar geldcst félagið ásamt Hús- byggingasjóði Landssamtakanna Þroska- hjálpar fyrir ráðstefnu um búsetumál fólks með þroskahömlun. Þessi ráðstefna tókst mjög vel og hana sóttu um 150 manns. Það er greinilegt að tímabært var að opna almenna umræðu um þessi mál. Þarna bar á góma mörg þeirra atriða sem rædd voru á starfsdögunum í Borgarnesi og hafa ver- ið í brennidepli þroskaþjálfa um langt skeið. Það er trú mín að þessi ráðstefna verði hvati að því að stjórnvöld marki stefnu um framsækna og heildstæða þjón- ustu við fatlað fóllc, stefnu sem hrint verð- ur í framkvæmd þannig að Islendingar verði fremstir á meðal jafningja og að allir landsmenn búi við velferð og almenn mannréttindi. MeS kveSju og ósk um gleSilegt sumar. Salóme Þórisdóttir

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.