Þroskaþjálfinn - 2003, Síða 6
Hugleiðing í tilefni
Evrópuórs fatlaðra
Árið 2003 er Evrópuár fatlaðra. Hvers
vegna er eitt ár eyrnamerkt ákveðnum
þjóðfélagshópi? Að mínu mati ætti ekki
að vera þörf á ári eyrnamerktu fötluðu
fólki hvorki hér á landi né annars staðar í
Evrópu. Fatlað fólk ætti að vera svo sjálf-
sagður hluti af samfélaginu að ekki þyrfti
sérstaka evrópska tilskipun til að minna
okkur á það. En því miður er það ekki
raunin og því ber að fagna Evrópuári fatl-
aðra, með þá von að lífsskilyrði fatlaðs
fólks verði sambærileg þeirra sem ekki
skilgreinast fatlaðir.
Meginmarkmið Evrópuársins er að
auka lífsgæði fatlaðra og mun Félagsmála-
ráðuneytið líta til búsetu-, atvinnu-, skóla-
og frístundamála, samkvæmt upplýsing-
um á heimasíðu ráðuneytisins. Allt mála-
flokkar þar sem verkefni eru mörg, að
minnsta kosti hvað varðar fólk með
þroskahömlun. Miklar væntingar eru því
tengdar þessu ári. Hvað félagsmálaráðu-
neytið ætlar sér að gera til að auka lífsgæði
fatlaðra mun væntanlega koma í Ijós á vor-
mánuðum þegar árið verður formlega sett
hér á landi.
Að mínu mati er átaks til dæmis þörf í
atvinnumálum og öðrum dagvistunar-
úræðum hjá fólki með þroskahömlun.
Lífsgæði eru meðal annars fólgin í því að
vera þátttakandi í þjóðfélaginu. Of marg-
ir sitja heima allan daginn og hafa að engu
að hverfa og hafa ekki haft, jafnvel svo
árum skiptir. Átaks er einnig þörf í bú-
setumálum. Enn eru biðlistar eftir búsetu-
úræðum langir og í mörgum sambýlum
býr of margt fólk saman í þröngu húsnæði
þar sem einkarými er lítið og möguleikar
til einkalífs takmarkaðir. Einnig má nefna
að ennþá búa einstaklingar með þroska-
hömlun á Landspítala háskólasjúkrahúsi í
Kópavogi, þrátt fyrir að fyrir 8 árum hafi
verið gerð áætlun um að allir „heilbrigð-
Þóroddur Þórorinsson
ir“, þ.e. þeir sem ekki eiga við sjúkdóma
að stríða, myndu flytjast þaðan í búsetuúr-
ræði á vegum Félagsmálaráðuneytis. Þó
ber að fagna því að úr „Blokkinni" að
Kópavogsbraut 5 munu allir flytjast á
þessu ári, enda það húsnæði orðið óíbúð-
arhæft fyrir löngu.
Hvað varðar frístundamál er átaks
einnig þörf, og þá ekki hvað síst að veita
einstaklingum með þroskahömlun tæki-
færi til að taka þátt í hinum ýmsu atburð-
um sem í boði eru í þjóðfélaginu og fólk
sem ekki er skilgreint fatlað hefur greiðan
aðgang að. Til að svo megi verða þarf að
auka verulega þjónustu og tryggja að
nauðsynleg aðstoð sé til staðar. Sem
brotalöm á þessu má benda á að liðveisla
er oft ekki í boði á vegum sveitarfélaga og
ekki gert ráð fyrir þessum þætti í rekstrar-
áætlunum sambýla sem rekin eru á vegum
svæðisskrifstofa. Fatlað fólk býr jafnvel
við það óöryggi að geta ekki leyft sér smá
dægrastyttingu svo sem gönguferðir þar
sem að sambýli eru illa mönnuð og oft
gengur illa að ráða inn fólk og skipta þar
kjör þeirra sem þessi störf vinna miklu
máli. Þetta þekkja þroskaþjálfar af löngu
samstarfi þeirra og fólks með þroskahöml-
un.
Eins og sjá má eru verkefni mörg á
Evrópuári fatlaðra og væntingar miklar.
Tækifæri eru fyrir stjórnvöld til að gera
átak sem eftir yrði tekið til þess að bæta
lífsgæði fólks með fötlun. Sjálfsagt verða
listatburðir þar sem fatlaðir listamenn eru
í sviðljósinu fleiri á þessu ári en ella og er
það vel og hvet ég alla til að fara á þá. En
sérstaklega hvet ég núverandi og verðandi
félagsmálaráðherra til að gera átak sem eft-
ir verður tekið og rnuni auka lífsgæði fatl-
aðs fólk varanlega svo um munar.
Þroskaþjálfar athugið
Munið að tilkynna nýtt heimilisfang vegna
flutninga. Einnig ef þið skiptið um netfang.