Þroskaþjálfinn - 2003, Qupperneq 13

Þroskaþjálfinn - 2003, Qupperneq 13
Síðar voru hundarnir taldir komnir af minni úlfastofni, gráúlfum (Canis lupus pallipes) sem enn er til á Indlandi og þrátt fyrir nafnið í mörgum litum. Aðrar tilgát- ur eru þær að hundarnir hafi þróast um skógarúlfa á N-Indlandi og Tíbet og um villiúlfa í Mið-Austurlöndum“ (Herbert Guðmundsson 2000:6). Heimildir segja einnig að hundar hafi fylgt manninum í um 12-14 þúsund ár, löngu áður en við eignuðumst geitur, nautgripi og sauðfé. „Arið 1997 hrakti Carles Vilá og rannsóknarmenn við Ro- bert Waynés rannsóknarstofuna í Kali- forníuháskóla þessa kenningu. Þeir báru saman hvatbera DNA úr 67 hundateg- undum saman við DNA úr úlfum, sléttu- úlfum og sjakölum. I stuttu máli sagt leiddu rannsóknirnar það í ljós að viðskil- in við úlfa, og að þar með að hundurinn var gerður að húsdýri, hafi orðið fyrir um 135 þúsundum árum. Ef þessar niður- stöður eru réttar gerðist þetta um svipað Ieyti og oldtar eigin tegund varð til og kannski ekki löngu eftir að forfeður okkar fóru að nota tungumál. Mitt mat er, að það er raunhæft og sjálfgefið að talca hundinn fram yfir önnur dýr til að nota í meðferðarskyni með fullri virðingu fyrir öðrurn dýrum. Vettvangsathugunin og niðurstöður hennar Eins og fyrr greinir gerði ég vettvangs- athugun inn á heimili barna og unglinga með einhverfu hér á Reykjarvíkursvæðinu en þar búa sex drengir í séríbúðum. Eg fór ásamt tíkinni minni BIRTU í heimsókn til fjögurra drengja á sex vikna tímabili, einu sinni í viku þ.e. sex sinnum til hvers drengs, þrjátíu mínútur í senn. Eg skoðaði hegðun og viðbrögð drengjanna í „nærveru hunds“ og skráði niður jafnóðum eftir ákveðnum atriðalista sem ég var búin að setja upp. Einnig lagði ég fram spurningar til foreldra og tengla drengjanna um reynslu og þekkt viðbrögð drengjanna við hundum. Síðan fór ég yfir atriðalistann, fjöldi viðbragðanna voru tal- in og gerður samburður á milli heimsókna t.d. í fyrstu og síðustu heimsókn. Skoðun- aratriðin voru tuttugu og sex talsins sem ég skipti í fjórar tegundir viðbragða þ.e.; viðbrögð er varða sjónina, viðbrögð gagn- vart þjálfa (mér) viðbrögð er varða snert- ingu, og svo ýmis viðbrögð. Niðurstöðurnar voru óyggjandi. Þótt drengirnir sýndu misjafnlega mikil við- brögð á mismörgum atriðum innan skoð- unarlistans þá stendur upp úr athuguninni niikil jákvæðni og kátína, eftirvænting og aukið frumkvæði til tjáskipta hjá drengj- unum. „Snerting við hundinn“ frá því að; „snerta hundinn snögglega“ í að „faðma hundinn“ jóks jafnt og þétt hjá drengjun- um og samtímis dró úr „fyrri iðju“ (hugs- anlegt þráferli) svo eitthver dæmi séu nefnd. Foreldrarnir sýndu flestir mikinn áhuga, þó eitt foreldri léti í ljós efasemdir þ.e. „gott þar sem þetta hentar og ef þetta virkar“. Allir tenglarnir ásamt forstöðu- þroskaþjálfa heimilisins sýndu meðferðar- forminu mikinn áhuga og vildu gjarnan að það yrði sett á laggirnar. Af þessu má sjá að mjög raunhæft er að halda áfram með frekari vinnu á þessum vettvangi. Siðferðilegar vangaveltur — gagnrýni Það hefur borið töluvert á gagnrýni varðandi það að nota hunda eða önnur dýr í meðferðarskyni. Spurningum og vangaveltum var varpað fram eins og; hvernig getur þú farið inn á heimili til drengjanna, leyft þeim að kynnast hund- inum og svo þegar þessari athugun er lok- ið er hundurinn farinn og tengslin slitna? Ég hef velt þessu töluvert fyrir mér og því meira sem ég geri það verð ég sannfærðari um að þetta sé ekki rangt. Það að missa af því að „eignast", hvort sem það er tilfinningarlegt eða eitthvað annað getur eldti verið innihaldsríkt og þroskandi líf. Að eignast „eitthvað gott“ þrátt fyrir að missa „það“ er þroskandi. Að upplifa; ástúð, gleði, væntumþykju, eftir- væntingu, nána snertingu, tilfinninga- tengsl og tengsl við náttúruna, depurð, vonbrigði og söknuð er þroskandi og nauðsynlegt öllum. Það að eignast „ein- hver tengsl“ en missa þau er hollara en að missa af þessum tengslum og fá eklu tæki- færi til að upplifa þau. Þau eru mikilvæg meðan þau standa yfir og hvert tímabil skiptir máli eins og eitt foreldrið komst svo vel að orði í athuguninni. Islenskur málsháttur gæti hljómað svo; „sælla er að eignast og missa en missa af því að eignast“! Með því að vernda börn og unglinga gegn „missi“ hvort sem þau eru með einhverfu eða ekki er verið að hindra þroska, þá sérstaldega dlfmninga- legan þroska. Niðurlag Hér hefur verið fjallað um meðferðar- form sem henta mörgum hópum einstak- linga. Vonandi eigum við Islendingar eft- ir að nýta okkur þessi meðferðarform en töluverð undir-búningsvinna þarf að eiga sér stað til að svo geti orðið m.a. þar sem hér á landi ríkir hundabann með undan- þágum en annarsstaðar ríkja lög og reglur um hundahald. Við gerð þessarar ritgerðar og þann lestur sem þeirri vinnu fylgdi opnuðust fyrir mér nýjar „víddir“. Eftir þrjá ártugi í starfi með fólki með fötlun er ég búin að finna nýjar „víddir" í starfinu. Hver veit nema ég verði aðra þrjá áratugi á þessum nýja vettvangi! Áhugasömum vil ég benda á að þeir geta nálgast ritgerðina á bókasafni KHI undir nafninu „Meðferðarlegt gildi hunda fyrir hörn og unglinga með einhverfu Með félagskveðjum, Halla Harpa Stefánsdóttir, þroskaþjálfi. Halla útskrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla Islands 1980 Deildarþroskaþjálfi á heimiliseiningu á Sólheim- um í Grimsnesi 1980 Deildarþroskaþjálfi á heimiliseiningu á Endur- hœfmgar- og hœfingardeild Lsp. í Kópavogi 1981-1990 Forstöðuþroskaþjálfi hjá Svœðisskrifstofu málefha fatlaðra Reykjanesi 1990 til dagsins í dag Framhaldsnám við Þroskaþjálfaskóla Islands 1992-1995 B.A. - gráða á þroskaþjálfabraut KHI2003 Heimildarskrá. (An höfundar). 2002. „Hundar sniðnir að mannshug- anum. “ Sámur 24,3:32. Ásta B. Pétursdóttir. 2000. Lokaverkefni til BS prófs í hjúkrunarfraði. Meðferð með hjálp dýra. Óprent- uð ritgerð, Háskóli Islands. Delta Society. 2001, 25. september. „About Animal- Assisted Activities and Animal-Assisted Therapy. “ Vefslóð: http://wwiv. deltasociety. orglaboutaaat. html Halldóra Kristjánsdóttir. 2001. „Næstum mannlegur. “ Sámur 23,2:34. Halldóra Kristjánsdóttir. 2002. „Nœstum mannlegur, seinni hluti. “ Sámur 24,1:20. Herbert Guðmundsson. 2000. Hundabókin okkar. Muninn bókaútgáfa, (án útgáfustaðar). Morris Desmond. 1986. Hunde. Gyldendal, Árhus. Serpell, James. 1986. In the company ofanimals. Basil Blackwell, London. Starlife. 2002, 4.júlí. „A History ofPet Therapy and The Value of Animal Companinship. “ Vefilóð: http://www.starlifeservices. com/pettherapy. html The Pet Care Trust. 2002, 11. febrúar. „Autistic Children and Dogs - Positive Interaction Documented“ Vefislóð: http://www.petsfor- um. comlpetscaretrust/PCTNR31. html.

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.