Þroskaþjálfinn - 2003, Side 16

Þroskaþjálfinn - 2003, Side 16
 Um hundrað þroskaþjálfar sóttu starfsdaga í Borgarnesi. ikil vinna fór fram í Borgarnesi Sólveig Steinsson formaður fagráðs ÞÍ Þroskaþjálfafélagi íslands ber sam- kvæmt Iögum félagsins m.a. skylda til að stuðla að umræðu og skoðanaskiptum meðal félagsmanna sinna sem og að efla fagvitund þeirra og styrkja samvinnu þroskaþjálfa. Til að sinna þessum þáttum eru margar leiðir færar og hefur m.a. sú hefð skapast í gegnum tíðina að halda ár- lega starfsdaga ÞI. Starfsdagarnir hafa verið haldnir að hausti og annað hvert ár er gjarnan farið út fyrir borgarmörkin, þar sem lang stærsti hluti þroskaþjálfa býr og starfar á höfuð- borgarsvæðinu og hefur það fyrirkomulag reynst vel. Þátttakendum er þannig gert kleift að komast frá skarkala höfuðborgar- innar til að einbeita sér að því sem fram fer þá tvo daga sem starfsdagarnir standa. Starfsumhverfi þroskaþjálfa er því miður oft þannig að lítill tími gefst til umræðna og skoðanaskipta, þar sem aðalatriðið í dagsins önn er að láta hlutina ganga upp og starfsdagarnir að því leyti okkur mikil- vægir. Fagráð ÞÍ hefur haft það verkefni með höndum á undanförnum árum að skipu- leggja starfsdaga félagsins. Við skipulagn- ingu þessara daga er haft að leiðarljósi: að taka til umfjöllunar þau mál sem mest brenna á þroskaþjálfum að þroskaþjálfar miðli þekkingu sinni og reynslu til annarra þroskaþjálfa að skapa umræður og skoðanaskipti meðal þroskaþjálfa að efla tengsl og samvinnu þroska- þjálfa að styrkja þroskaþjálfa bæði sem ein- staklinga og hóp í störfum sínum að vera stjórn ÞÍ leiðbeinandi um þau mál sem fjallað er um Starfsdagar árið 2002 A undanförnum misserum hefur um- ræðan hjá hinu opinbera m.a. snúist um hagræðingu og endurskipulagningu sem gjarnan hefur leitt til mikils aðhalds í fjár- málum og jafnvel niðurskurðar. Umræðan sem slík á fullan rétt á sér og öll viljum við að vel sé farið með opinbert fé. Þroska- þjálfar hafa ekld farið varhluta af þessari umræðu og aðgerðum og fundið vel fyrir þeim í sínum daglegu störfum. Forstöðuþroskaþjálfum er gert að bera fjárhagslega ábyrgð á rekstri þeirra stofn- ana sem þeir veita forstöðu. Þeir bera hins vegar einnig faglega ábyrgð á þeirri starf-

x

Þroskaþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.