Þroskaþjálfinn - 2003, Qupperneq 26

Þroskaþjálfinn - 2003, Qupperneq 26
Lokaorð íslenskir ráðstefnugestir ræðo saman. mikil pappírsvinna, húsverðinum mun ekki líka þetta, við höfum alltaf gert þetta svona, foreldrar munu aldrei samþykkja þetta, hvaða þöngulhaus datt þetta nú í hug... o.s.frv., o.s.frv. Hún hvatti til breytinga, nýrra hugsana og í staðin fyrir að nota já en... ættum við að nota já og... við viljum engan aðskilnað, ...við getum gert þetta, ...þetta mun ganga, ...þetta er rétt að gera... o.s.frv. Við ættum að æfa já og... í praksís og vera óhrædd við að reyna nýjar leiðir. Hún minnti samt á að ekkert væri eins erfitt að skipuleggja, vafasamt til árangurs eða áhættusamara að stjórna en mótun nýs kerfis. Að lokum sagði hún hetjusögur fólks sem hefur verið braut- ryðjendur á ýmsum sviðum í Bandaríkj- unum og barist fyrir réttindum sínum og annarra til fullrar þátttöku í samfélaginu. Að loknum aðalfyrirlestrunum voru málstofur starfandi það sem eftir var dags- ins og þá hófst vandinn við að velja, því allt upp í tíu málstofur voru starfandi á sama tíma. Fjölmargir málaflokkar voru til umfjöllunar, s.s.: Sjálfsákvörðunarrétt- ur - að vera eigin talsmaður; stoðþjónusta — þátttaka í samfélaginu; stuðningur við fjölskylduna — snemmtæk íhlutun og áhrif fjölskyldunnar á skipulag þjónustunnar; búseta; atvinna, menntun án aðgreiningar og fullorðinsfræðsla; lög og siðfræði, sið- ferðileg vandamál; fólk með þroskahöml- un og meðferð sakamála; tækni og á hvern hátt hún getur nýst fötluðu fólki til sjálf- stæðs lífs. A ráðstefnunni var tilkynnt að flestir fyrirlestrarnir yrðu birtir á vefsíð- unni http://www.dice.org.au undir con- gress/information.html. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér einhvern málaflokkinn nánar geta því farið inn á vefsíðu ráðstefn- unnar. Tekið skal fram að þegar þetta er skrifað var ekki ennþá búið að birta þá. Aðrar athyglisverðar slóðir: http://www.acd.org.au, http://ww.familv- advocacy.com, http://www.qppd.org, http://www.mnddc.org. Virkni fólks með þroskahömlun á ráðstefnunni Fólk með þroskahömlun var mjög áberandi á allri ráðstefnunni, vann að undirbúningi og skipulagningu hennar, starfaði á ráðstefnunni, hélt fyrirlestra og tók virkan þátt í umræðum. Margir fyrir- lestrar fjölluðu um sjálfsákvörðunarrétt (self Determination) og mikilvægi þess að fólk með þroskahömlun væri styrkt og þjálfað til að vera eigin talsmenn (Self advocacy). Flestir höfðu öðlast þjálfun, reynslu og öryggi til að koma fram og taka virkan þátt í baráttu fyrir eigin málum í gegnum Self Advocacy, samtök fólks með þroskahömlun, sem eru starfandi víða um heim. Þau styrkja og þjálfa félaga sína til að tala máli sínu sjálfir, til að skilja réttindi sín, til að hafa möguleika á raunverulegu vali og til að þjálfa nýja hæfileika. Þau ieggja áherslu á að við einbeitum okkur að styrkleikum hvers og eins, ekki fötlun við- komandi (Think Ability - not disability). Virk og áhrifarík þátttaka fólks með þroskahömlun á ráðstefnunni sannaði að samtökin, vítt og breytt um heiminn, höfðu náð árangri. Þarna var fjöldi ein- staklinga sem hafði öðlast öryggi og þor til að vera öflugir talsmenn eigin mála. Nán- ari upplýsingar um „Self advocacy“ og starf einstakra samtaka má finna á eftirfar- andi heimasíðum: http://www.sasinc.com.au. http://www.inclusion.com. http://mail@peoplefirst.org.nz http://www.publicadvocate.vic.gov.au, http://www.alaskachd.org/peoplefirst. Mikilvægustu skilaboð ráðstefnunnar voru skilyrðislaus krafa fólks með þroska- hömlun um fulla þátttöku í samfélaginu. I einum fyrirlestrinum var kynnt rannsókn sem gerð var í hópi fólks með þroska- hömlun. Spurt var hvaða þættir væru mik- ilvægastir í lífi fólksins og hvað það vildi ekki vera án. Niðurstöður rannsóknarinn- ar sem endurspegluðu skilaboð ráðstefn- unnar, voru eftirfarandi: Val, að geta valið og hafa stjórn yfir eigin lífi. Þátttaka í samfélaginu, að lifa venjulegu lífi, svipað og flestir aðrir. Hæfni, geta og þekking, að hafa möguleika á að læra, þroskast og upplifa nýja hluti. Virðing og einkalíf, að njóta virðingar, eiga einkalíf og búa við öryggi. Persónulegt tengslanet, að hafa annað fólk í lífi sínu, er þá átt við ástvini, fjölskyldu, vini og ættingja. Einstaklings- miðaður stuðningur, að fá stuðning til að lifa lífinu út frá eigin getu og forsend- um. Þrátt fyrir að víða sé unnið markvisst og af alvöru að samskipan og samfélagi án aðgreiningar fólks með þroskahömlun er enn langt í land. Þarf sérstaklega að huga að þeim hópi sem vegna fötlunar getur eldci talað máli sínu sjálfur og er oft út- hlutað lífi sem leiðir af sér einangrun og aðgreiningu. Það er nauðsynlegt að þeir sem vinna við að skipuleggja og veita þjónustuna temji sér nýja hugsun og ný vinnubrögð sem færi þá frá hugsuninni um gæði þjónustunnar til hugsunar um lífsgæði til handa þeim sem þjónustunnar njóta. („Good quality of services to quality of life“). Soffla útskrifaðist úr Þroskapjálfaskóla Is- lands 1982. Kópavogshœli, deildarstjóri, sumarið 1982 Vistheimilið Sólborg Akureyri, þroskaþjálfi sept 1982 -febr. 1984 Emma Hjerts Hjem, Noregi, deildarstjóri apríl 1984 —júní 1985 Vistheimilið Vonarland, forstöðumaður júlí 1985 — mars 1988 Svœðisskrifstofa málefha fatlaðra, fram- kvœmdastjóri apríl 1988 og áfram. Lauk námi í opinberri stjómssýslu og stjóm- un frá Endurmenntunarstofhun Há- skóla Islands 1999 Forseti bœjarstjórnar Austur-Héraðs frájúní 2002.

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.