Þroskaþjálfinn - 2003, Page 27
Þroskaþjálfar á Suðurlandi
Efri röð frá vinstri: Kristín Björk, Nína Edda, Hrönn, Margrét og Lilja.
Fremri röð frá vinstri: Halla Steinunn og Osk.
Þegar útgáfuráð blaðsins óskaði eftir
greinarkorni frá þroskaþjálfum á Selfossi
var ákveðið að ná saman hópnum til að
raddir oldcar flestra myndu heyrast. Veru-
lega hefur fjölgað í þroskaþjálfastéttinni á
síðustu árum hér á Selfossi. Erum við nú
tólf þroskaþjálfar (allar kvenkyns) starf-
andi á einn eða annan hátt með fólki með
fötlun. I flestum tilvikum erum við eini
þroskaþjálfmn á vinnustaðnum.
Loksins þegar hægt var að finna fund-
artíma sem hentaði fjölbreyttum vinnu-
tíma þroskaþjálfa kont í ljós að rnikil þörf
var á að ræða saman og fá útrás fyrir hin
ýmsu málefni. Við fórum um víðan völl,
fengum fullt af hugmyndum en okkur
fannst fyrst og fremst frábært að hittast og
finna fyrir þeim gagnkvæma skilningi sem
var á milli okkar. Við gátum talað saman
á „okkar tungumáli“. Efst í huga okkar
allra á þessum fyrsta fundi var reynslan af
því að vera eini þroskaþjálfinn í starfs-
mannahópnum. Þar sem þetta hugðarefni
brann mest á okkur fannst okkur kjörið að
fjalla um kosti þess og galla í greininni.
Það hefur mikil áhrif á starf viðkom-
andi þroskaþjálfa að hann er eini þroska-
þjálfmn á vinnustaðnum. Mikið af hans
tírna fer í að sannfæra samstarfsfólk um
ágæti hinna ýmsu aðferða og verkefna sem
nauðsynlegt er að framfylgja til þess að
hagur skjólstæðinganna sé ávallt í fyrir-
rúmi. Þroskaþjálfastarfið hefur margvís-
legar hliðar eftir starfsvettvangi og algengt
er að þroskaþjálfar út á landsbyggðinni
Iendi í stjórnunarstöðum snemma á starfs-
ferlinum.
Þegar þroskaþjálfinn er í samstarfi við
aðrar fagstéttir sem byggja á öðrum
grunni reynir á að þroskaþjálfinn skil-
greini sig sem fagmann. Þá er það spurn-
ingin hvaða áhrif einstaklingurinn inn í
fagmanninum hefur á þá sýn sem samfé-
lagið fær á stéttina. Það fylgir því mikil
ábyrgð að vera þroskaþjálfi.
Við þurfum að vinna í miklu þverfag-
legu samstarfi og er það mjög gefandi og
veitir ákveðna vídd í okkar eigin fag-
menntun. Við erum jafnframt meðvituð
um að það er mikill styrkur að vera í sam-
starfi með öðrum þroskaþjálfum og sökn-
um þess oft. Það er hins vegar góð og
krefjandi reynsla að vera einn á vinnustað
því það reynir verulega á okkur sem fag-
menn. Við verðum að treysta á eigið inn-
sæi, bera ábyrgð og sýna gott fordæmi.
Nauðsynlegt er fyrir alla þroskaþjálfa að
finna leiðir til að styrkja sig í starfi.
Þroskaþjálfi sem starfar einn þarf virkilega
að huga að slíkri styrkingu til að viðhalda
fagmennsku sinni.
Þroskaþjálfastéttin er bjartsýn og hefur
trú á því að geta haft áhrif í samfélaginu.
Sameiginlegur bakgrunnur okkar kennir
okkur réttsýni gagnvart öllu fólki. Allir
eiga skilið tækifæri til að sanna sig. Þessi
sýn okkar nýtist mjög vel í fjölbreyttum
starfsvettvangi þroskaþjálfa bæði gagnvart
skjólstæðingum okkar og því samstarfs-
fólki sem þroskaþjálfinn starfar með. Þess
vegna þurfum við þroskaþjálfar að vera
dreifðir í samfélaginu.
Fundir okkar vegna þessarar greinar
gerðu kraftaverk. Við áttuðum okkur á því
hversu öflugur hópur við getum verið og í
raun hve þörfin er mikil á því að styðja og
styrkja hver aðra. Vonandi marka þeir
upphafið að fagdeild þroskaþjálfa á Suður-
landi.
Við skorum á þroskaþjálfa á Akureyri
að skrifa í Gestapenna næsta blaðs þroska-
þjálfans.
Með kveðju,
Halla Steinunn Hinriksdóttir forstöðu-
þroskaþjálfi
Svœðisskrifstofa Suðurlands
Hrönn Erlingsdóttir þroskaþjálfi
sérdeild Vallaskóla
Kristín Björk Jóbannsdóttir þroskaþjálft
sérdeild Sandvíkur/Vallaskóli
Lilja Björg Guðjónsdóttir deildarþroska-
þjálfi Svœðisskrifstofa Suðurlands
Margrét Arnadóttir þroskaþjálfi
Sólvallaskóli/Vallaskóli
Nína Edda Skúladóttir þroskaþjálfi
Svaðisskrifstofa Suðurlands
Ósk Unnarsdóttir forststöðuþroskaþjálfi
Svæðisskrifstofa Suðurlands