Mosfellingur - 09.11.2023, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 09.11.2023, Blaðsíða 28
 - Íþróttir28 j a k o s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr-vörurnAr fást hjá okkur Rothöggið safnar liði fyrir veturinn Handboltaveturinn er nú að verða hálfnaður hjá meistaraflokkunum og stefnir í hörku seinni hluta hjá þeim báðum. Karlaliðið er á leið í skemmtilegt Evrópuverkefni eftir ótrúlega endurkomu í síðustu umferð og eru einnig á góðu róli í deild og bikar og stefna hátt á komandi mánuðum. Kvennaliðið fór upp um deild fyrir þetta tímabil og hefur verið að leika vel að undanförnu en þær hafa verið óheppnar í stigasöfnun. Það er hins vegar gríðarlegur stígandi í liðinu og setja þær allan kraft í að halda sér uppi og byggja áfram á góðri uppbyggingu liðsins undanfarin misseri. Stuðningsmannasveit Aftureldingar hvetur alla til að skrá sig í Rothöggið og leggja sitt af mörkum. Skráning í Rothöggið felur í sér áskrift sem nemur 1.909 kr. á mánuði en Íþróttafélagið Aftureld- ing var einmitt stofnað árið 1909. Skráning felur í sér aðgang að leikjum og ýmis fríðindi. Nánar á www.afturelding.is. Fulltrúi Aftureldingar í U17 landsliðinu á NEVZA í Danmörku í október var Sunna Rós Sigurjónsdóttir og aðstoðarþjálfari liðsins kom einnig frá Aftureldingu en það var Thelma Dögg Grétarsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna. Fulltrúar Aftureldingar í U19 landsliðinu á NEVZA í Finnlandi í október voru þær Isabella Rink og Dórothea Huld Aðils Sig- urðardóttir. Aðstoðarþjálfari U19 kvenna er Atli Fannar Pétursson leikmaður meistara- flokks karla hjá Aftureldingu. Borja Gonz- alez Vicente er aðalþjálfari U19 karla en hann er einnig aðalþjálfari meistaraflokks kvenna og karla hjá Aftureldingu. Bæði U17 og U19 kvenna enduðu í 5. sæti. Afturelding vann hreint ævintýralegan sex marka sigur á norska liðinu Nærbø, 29:23, að Varmá og komst þar með áfram í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í handknatt- leik karla. Samanlagt vann Afturelding með einu marki 51:50. Nærbø, sem vann keppn- ina 2022 og lék til úrslita 2023 er þar með úr leik. Forráðamenn Aftureldingar hafa ákveðið að selja heimaleikjarétt sinn gegn Tatran Presov í næstu umferð keppninnar. Báðar viðureignir liðanna fara þar með fram í Presov í Slóvakíu undir lok mánaðar. Þetta kemur fram á Handbolti.is. Mikill kostnaður við þátttökuna knýr menn til þess að leika báða leikina ytra. Til stendur að fyrri leikur Aftureldingar og Tatran Presov fari fram í Presov föstu- daginn 24. nóvember og síðari leikurinn sunnudaginn 26. nóvember. Afturelding vann Nærbø frá Noregi • Unnu upp fimm marka • Næst til Slóvakíu Áfram í Evrópukeppninni eftir sigurleikinn að varmá Fulltrúar Aftureldingar í yngri landsliðum í blaki Íslandsmót yngri flokka í blaki að Varmá Blakdeild Aftureldingar hélt Íslandsmót yngri flokka í blaki að Varmá 28.-30. október. 58 lið mættu til leiks og voru spilaðir 176 blakleikir að Varmá yfir helgina af hátt í 400 krökkum úr öllum lands- hlutum. Mótið vakti mikla lukku og var hörku blak spilað þar sem stemningin var stundum eins og við værum mætt í úrslitakeppnina hjá meistaraflokki. Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E .B A C K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N Afturelding! Áfram

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.