Ljósmæðrablaðið - 01.06.2023, Síða 21
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 101. árgangur · júlí 2023 4140 1. tölublað · 101. árgangur · júlí 2023
fræðslugrein
og Eystrasaltslanda: Dr. Valgerður Lísa
Sigurðardóttir.
• Poznan University í Póllandi: Rannsóknar og
þróunarverkefni um kennslu um geðheilsuvernd
á meðgöngu og eftir fæðingu: Dr. Sigríður Sía
Jónsdóttir og Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir.
Ný kennslubók í ljósmóðurfræði, Nordic midwifery:
Theories and perspectives, kom út í nóvember 2022.
Meðal ritstjóra bókarinnar er Helga Gottfreðsdóttir
en aðrar íslenskar ljósmæður hafa komið að ritun
ein stakra kafla. Bókin hefur þegar verið tekin í
notkun sem kennsluefni í samnorrænum áfanga um
kenningar og líkön í ljósmóðurfræði, meðal annars
fyrir doktors nema í ljósmóðurfræði á Norðurlöndum,
og hefur fengið góðar viðtökur. Vonast er til að bókin
nýtist einnig í grunn og framhaldsnámi í ljós móður
fræði á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og
Svíþjóð. Nánari upplýsingar um bókina má finna á
vef útgefanda: www.studentlitteratur.se/. Eftirfarandi
kaflar eru skrifaðir af fimm íslenskum ljósmæðrum
og einum íslenskum hjúkrunarfræðingi þar að auki,
í samstarfi við fræðimenn frá öðrum Norðurlöndum:
• Midwifery in a Nordic context: Ólöf Ásta
Ólafsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir o.fl.
• Midwifery education in the Nordic context: Helga
Gottfreðsdóttir o.fl.
• Salutogenesis in midwifery: Ólöf Ásta Ólafsdóttir
o.fl.
• Normal birth: Emma Marie Swift, Helga
Gottfreðsdóttir o.fl.
• Midwifewoman relationship: Ólöf Ásta
Ólafsdóttir o.fl.
• Place of birth: Berglind Hálfdánsdóttir o.fl.
• A Midwifery Model of womancentred care
(MiMo) developed in a Nordic context: Ólöf Ásta
Ólafsdóttir o.fl.
• A theory of professionalism in midwifery for the
empowerment of childbearing women: Sigfríður
Inga Karlsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Síðasta árið hafa tvær ritrýndar greinar um íslenskar
ljósmæðrarannsóknir birst í Ljósmæðrablaðinu. Frá
síðasta vori hafa birst að lágmarki fimm ritrýndar
greinar um rannsóknir sem íslenskar ljósmæður hafa
unnið um áhugavert efni og birt í öðrum tímaritum:
• Sigfríður Inga Karlsdóttir og félagar birtu í
tíma ritinu Birth í apríl 2022 greinina „Devel
oping a womancentred, inclusive definition of
a traumatic childbirth experience: A discussion
paper“. doi.org/10.1111/birt.12634.
• Sigfríður Inga Karlsdóttir og félagar birtu í
tíma ritinu Birth í júlí 2022 greinina „Developing
a womancentred, inclusive definition of positive
childbirth experiences: A discussion paper“. doi.
org/10.1111/birt.12666
• Valgerður Lísa Sigurðardóttir, Helga Gottfreðs
dóttir og félagar birtu í tímaritinu Midwifery
í janúar 2023 greinina „Reviewing birth
experience following a highrisk pregnancy:
A feasibility study“. doi.org/10.1016/j.
midw.2022.103508.
• Embla Ýr Guðmundsdóttir, Lilja Vigfúsdóttir
og Helga Gottfreðsdóttir birtu í Lækna blaðinu
í febrúar 2023 greinina „Tíðni fyrirbura fæðinga
hjá íslenskum og erlendum konum árin 1997
2018 og helstu áhrifaþættir: Lýðgrunduð feril
rannsókn“. laeknabladid.is/tolublod/2023/02/.
• Edythe L. Mangindin, Emma Marie Swift,
Helga Gottfreðsdóttir og félagar birtu í
tíma ritinu Midwifery í apríl 2023 greinina
„Respect ful maternity care and women’s auto
nomy in decision making in Iceland: Appli
cation of scale instruments in a crosssectional
survey“. sciencedirect.com/science/article/pii/
S0266613823000906.
Reglulegir fræðslufundir og ráðstefnur innanlands
sem utan eru nú að komast á eðlilegt ról eftir covid
faraldurinn. Normal Birth ráðstefnan hefur verið
haldin tvisvar síðasta árið, annars vegar í Danmörku
og hins vegar í Bretlandi. Íslenskar ljósmæður sóttu
báðar þessar ráðstefnur, sem hafa þá sérstöðu að efla
umræðu um eðlilegar fæðingar. Á vormánuðum var
haldin á vegum Félags brjóstagjafaráðgjafa á Íslandi
og Ljósmæðrafélags Íslands vinnusmiðja Mayu
Bolman og Lisu Lahey um brjóstagjöf. Stuttu síðar
var haldin ráðstefna Gleym mér ei, Háskóla Íslands,
Heilsugæslunnar, Landspítala og Ljósmæðrafélagsins
um missi í barneignarferlinu. Þessir viðburðir voru
öflug innspýting í umræðu um þessa málaflokka
meðal íslenskra ljósmæðra. Á annan tug íslenskra
ljós mæðra mun leggja land undir fót í júní á ráð
stefnu ICM, alþjóðasamtaka ljósmæðra, sem haldin
verður á Balí í þetta sinn. Í það minnsta sex íslensk
rannsóknarverkefni verða kynnt á ráðstefnunni.
Ljósmæðrablaðið hvetur ljósmæður til að halda áfram
að mynda tengsl, næra andann og efla þekkingu sína
á ráðstefnum hér á landi og erlendis og minnir á
styrki starfsmenntunarsjóðs og starfsþróunarseturs
BHM, sem Ljósmæðrafélagið er aðili að.
Inngangur
Nýburagula er eitt algengasta vandamál sem kemur
fram hjá annars heilbrigðum fullburða nýburum og
greinist hjá um 50% til 60% lifandi fæddra barna
á fyrstu viku lífs þeirra (NICE, 2019). Nýburagula
er jafnframt ein algengasta ástæða endurinnlagna
á sjúkrahús á því tímabili (Snook, 2016). Íslensk
rann sókn sýnir að nýgengi alvarlegrar nýburagulu
full burða barna fæddra á Landspítala á tímabilinu
1997–2018 er 5,2/1000 fæddum börnum (Ása
Unnur Bergmann og Þórður Þórkelsson, 2020).
Þegar gildi gallrauða (e. bilirubin) fara yfir 350µmol/L
hjá þriggja til fjögurra daga gömlu barni telst hún
alvarleg samkvæmt skilgreiningu NICE (2019).
Nýburar sem greinast með alvarlega nýbura gulu
þurfa náið eftirlit með tilliti til næringarinntöku,
út skilnaðar og líkamshita. Oftast þurfa þessi börn
að fara í svokölluð einföld ljós, en fjöldi ljósa eða
ljós styrkur fer eftir því hversu mikið yfir viðmiðunar
gildum gallrauði er. Á Landspítala er forðast eftir
fremsta megni að aðskilja móður og barn og er reynt
að bjóða fjölskyldunni herbergi með rúmi og aðstöðu
til að sinna barninu. Vökudeildin á Landspítala
hefur aðgang að fimm slíkum herbergjum og eru
þau oft fullnýtt, hvort heldur sem er af fyrirburum
eða öðrum veikum nýburum og fjölskyldum þeirra.
Rann sóknir sýna að hægt er að sinna ljósameðferð
heima með góðum árangri (Snook, 2017). Innan
vöku deildarinnar kviknaði áhugi fyrir slíkri nálgun
fyrir um tveimur árum síðan. Vonast er til að tilfærsla
á ljósa meðferð heim muni stuðla að aukinni samfellu
í ljós mæðra þjónustu móður og barns fyrstu vikuna
eftir fæðingu, sem ella myndi falla niður ef barnið
þarf að leggjast inn á sjúkrahús og móðirin, eða báðir
foreldrar, dvelja hjá því þar (Sjúkratryggingar Íslands,
2020).
Markmiðið með þessum skrifum er að upp
lýsa ljósmæður og hjúkrunarfræðinga um kosti og
áskoranir ljósameðferðar í heimahúsi nú þegar sú
þjónusta hefur nýlega verið ýtt úr vör.
Ljósameðferð
Þegar alvarleg nýburagula hefur verið staðfest með
blóðprufu er ljósameðferð ávallt fyrsta meðferð við
henni. Ljósameðferð er þægileg og örugg meðferð
til að lækka gallrauða í blóði og dregur verulega úr
líkum á að barn þurfi að fara í ífarandi meðferð svo
sem blóðskipti (Mitra og Rennie, 2017).
Ljósameðferð er veitt með ljósalampa og eða
ljósateppi, en deilt hefur verið um hvort árangur
með ferðar með ljósateppi sé jafn mikill og með hefð
bundnum ljósalampa (FeldmanWinter o.fl., 2020).
Í samanburðarrannsókn Schuman og Karush (1992)
fengu 22 nýburar með alvarlega gulu ljósameðferð
heima með ljósateppi og 26 fengu meðferð heima
með ljósalampa og bentu niðurstöður til þess að
báðar meðferðir væru álíka árangursríkar. Þó sýndu
niður stöður kerfisbundinnar samantektar Mills og
Tudehope (2001) að meðferð með ljósalampa væri
árangurs ríkari hjá fullburða nýburum. Í rannsókn
Mitra og Rennie (2017) var þó ásættanlegur árangur
með ljósateppin og mikill kostur að hægt væri að
nota teppin á meðan nýburinn er á brjósti eða í fangi
foreldra.
Yfirleitt nægir að veita ljósameðferð í einn til
tvo sólarhringa til að ná gildum gallrauða undir
með ferðar mörkum. Skilvirkni ljósameðferðar byggir
einnig á réttri umönnun nýburans meðan á henni
stendur. Viðeigandi hjúkrun kemur í veg fyrir
hugsan legar aukaverkanir og fylgikvilla ljósa með
ferðar (Stokowski, 2011). Á þeim rúmu 60 árum sem
liðin eru frá upphafi ljósameðferðar við ný bura gulu
hefur megin áhersla hjúkrunar nýbura í ljósum verið
sú að fylgjast með líkamshita, þurrki vegna vökvataps
á meðan á meðferð stendur sem og hugsan legs
sjón himnu skaða til lengri tíma litið (Hansen o.fl.,
2020). Fram farir hafa orðið í ljósa með ferðar búnaði
síðan hann kom fyrst fram á sjónar sviðið og er t.d.
nær allur slíkur búnaður í dag með LEDljósgjafa í
stað blárra flúrpera. Þó að LEDljós gjafar gefi frá sér
minni hita en eldri ljós, sýna rann sóknir að þar sem
barnið er eingöngu á bleyju er nauð synlegt að fylgjast
með líkamshita þess á meðan á meðferð stendur. Að
auki þarf að fylgjast með næringar inn töku, vernda
Ljósameðferð í heimahúsi
höfundar fanný b. miiller jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur bs, ms
elín ögmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun, bs, ms
dr. guðrún kristjánsdóttir, prófessor, hjúkrunarfræðingur bs, ms, phd, feans
tengiliður fannybmj@landspitali.is