Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2023, Page 42

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2023, Page 42
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 101. árgangur · júlí 2023 8382 1. tölublað · 101. árgangur · júlí 2023 Guðrún Anna skoðaði hvort tengsl væru milli áfallastreituein­ kenna í kjölfar fæðingar og tengsla móður við ungbarn sitt. Sam bærileg rannsókn hefur ekki verið gerð hér á landi áður en úrtakið innihélt 597 konur. Niðurstöður benda til þess að áfalla­ streitu einkenni í kjölfar fæðingar hafi neikvæð áhrif á tengsl móður við ungbarn. Því til viðbótar virðast frumbyrjur og mæður sem glíma við þunglyndiseinkenni vera líklegri til að upplifa röskun á tengslum við ungbarn sitt samanborið við fjölbyrjur og mæður án þunglyndiseinkenna. Niðurstöður þessarar rannsóknar undir strika mikilvægi þess að við ljósmæður hlúum vel að þessum viðkvæma hópi og séum vakandi fyrir áskorunum við tengsla myndun. Hugrún skoðaði hvaða áhrif hækkandi aldur móður hefur á út komu nýbura. Úrtakið í rannsókninni innihélt 44.019 konur á aldrinum 15­54 ára og mat á hvernig nýburanum reiddi af fór fram með því að skoða meðgöngulengd, APGAR­einkunn, fæðingar þyngd og innlögn á vökudeild eður ei. Niðurstöður leiddu í ljós að útkoma nýbura á Íslandi er almennt góð, sér í lagi hjá mæðrum allt að 40 ára. Mæður á aldrinum 30−39 ára voru með hæsta hlutfall góðrar útkomu nýbura en mæður á aldrinum ≥45 ára voru með lægsta hlutfall góðrar útkomu. Gera má ráð fyrir að skimun í mæðravernd og inngrip í fæðingu skili þessum niðurstöðum. Verkefni Ilmar snerist um að hanna, þróa og forprófa útkomu­ breytulista fyrir fæðingu sem byggir á heilsueflandi hugmynda­ fræði. Innan heilbrigðiskerfisins er stöðugt verið að meta út komur en af þeim útkomubreytum sem safnað er í barn eignar­ ferlinu eru fáar sem heyra undir heilsueflandi útkomur. Með hjálp fleiri ljósmæðra var því búinn til útkomubreytulisti sem nota má í fæðingum og til frekari rannsókna en sá listi inni­ heldur meðal annars breytur eins og samfelld þjónusta, eðlileg fæðing, hreyfanleiki í fæðingu, upplifun móður af verkjum í fæðingu og jákvæð fæðingarupplifun ásamt fleiru. Með því er hægt að skoða barneignarferlið á heildrænni hátt en ef einungis er notast við útkomubreytur eins og utanbastsdeyfing, keisari, APGAR­einkunn nýbura eða annað slíkt. Ragnheiður gerði kerfisbundna samantekt til þess að skoða tengsl ytra oxýtósíns í fæðingu við þróun einhverfu og ADHD hjá börnum. Átta rannsóknir stóðust inntökuskilyrði og fjölluðu um áhrif ytra oxýtósíns í fæðingu á þróun einhverfu barna og reyndust fimm (62,5%) þeirra sýna einhver tengsl þar á milli. Tvær af fimm rannsóknum (40%) sýndu einhver tengsl á milli notkunar ytra oxýtósíns í fæðingu og þróunar á ADHD hjá börnum. Niðurstöður Ragnheiðar gefa mögulega ástæðu til að endur skoða þurfi þá miklu notkun sem er á lyfinu í fæðingar­ þjónustu hérlendis sem og erlendis en að sjálfsögðu með ávinning notkunarinnar því til hliðsjónar. heiti verkefnis Tengsl áfallastreitueinkenna í kjölfar fæðingar við tengsl móður við ungbarn. Lýsandi þversniðs- rannsókn. höfundur Guðrún Anna Hákonardóttir leiðbeinendur Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Stefanía Birna Arnardóttir heiti verkefnis Eldri mæður og útkomur nýbura á Íslandi á 10 ára tímabili. Lýð- grunduð gagnagrunnsrannsókn á gögnum úr fæðingarskrá. höfundur Hugrún Jóna Hilmarsdóttir leiðbeinendur Dr. Emma Marie Swift og Dr. Kristjana Einarsdóttir heiti verkefnis Heilsueflandi útkomur í ljósmæðra- þjónustu á Íslandi. Þróun og for- prófun á útkomubreytum í fæðingu. höfundur Ilmur Sól Eiríksdóttir leiðbeinandi Embla Ýr Guðmundsdóttir heiti verkefnis Tengsl notkunar ytra oxýtósíns í fæðingu við þróun einhverfu og ADHD barna. Kerfisbundin fræðileg samantekt. höfundur Ragnheiður Ragnarsdóttir leiðbeinendur Dr. Berglind Hálfdánsdóttir og Bryndís Sunna Jóhannesdóttir Ragnhildur gerði sameiningu fæðingardeilda Landspítalans að umfjöllunarefni þar sem tíðni eðlilegra fæðinga, fæðingarinngripa og fylgikvilla var í brennidepli. Helstu niðurstöður voru þær að tíðni eðlilegra fæðinga jókst marktækt á Landspítala eftir sam­ einingu. Marktækur munur var á tíðni fæðingarinngripa þar sem dró úr tíðni belgjarofs og hríðaörvunar með oxýtósíni en tíðni spangarklippinga og utanbastsdeyfinga jókst á tímabilinu 4­5 árum eftir sameiningu. Lægri tíðni var á innlögnum á vökudeild og lágum APGAR­stigum 4­5 árum eftir sameiningu, borið saman við tímabilið fyrir sameiningu. Niðurstöður benda til þess að hægt sé að standa vörð um eðlilegar fæðingar í áhættu um­ hverfi með markvissum aðgerðum en möguleiki er á að áhrif þess séu þó farin að sjást að nýju. Meistaraverkefni Sunnu er hluti af samstarfsrannsókn milli ljós­ mæðraskóla á Norður­ og Eystrasaltslöndunum og er til gangur hennar að skoða skilgreiningu og viðhorf ljósmæðra til eðlilegrar fæðingar og hvernig er unnið að verndun þeirra á þver fræði­ legum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Sunna tók þess vegna viðtöl við nýútskrifaðar ljósmæður sem vinna á Landspítalanum og komst meðal annars að því að ljósmæður voru með fleiri en eina skilgreiningu á eðlilegri fæðingu en upplifun konunnar var þeim efst í huga. Yfirsetan reyndist vera grundvöllur þess að vernda fæðingar að mati þeirra en ýmsar hindranir svo sem aukin inn gripa tíðni og álag höfðu neikvæð áhrif. Þær kölluðu eftir auknum stuðningi við nýútskrifaðar ljósmæður og betri undir­ búning í náminu fyrir áhættu umhverfið. Tinna skoðaði rannsóknir á því af hverju hraustum nýburum er gefin ábót og í þeim átta rannsóknum sem uppfylltu leitar­ skil yrðin kom í ljós að 16.9−82.5% hraustra nýbura er gefin ábót án læknisfræðilegra ástæðna fyrstu vikuna eftir fæðingu á sjúkra húsi. Algengustu ástæður ábótagjafa voru: upplifun móður um ónóga mjólk, líðan nýbura, þreytt móðir og vandamál tengd brjósta gjöf. Helstu þættir sem höfðu áhrif á ábótagjafir voru meðal annars fæðing með keisaraskurði, vandamál tengd brjósta­ gjöf og að vera frumbyrja. Til að sporna við þessu komst Tinna að því að auka þarf fræðslu til mæðra og ekki síður starfsfólks á sængur legu deildum um brjóstagjöf, ábótagjafir og eðlilegt at ferli nýburans fyrstu dagana eftir fæðingu. heiti verkefnis Tíðni eðlilegra fæðinga eftir sam- einingu fæðingardeilda á Land- spítala. Afturvirk ferilrannsókn á langtímaáhrifum fyrirbyggjandi aðgerða. höfundur Ragnhildur Anna Ólafsdóttir leiðbeinendur Dr. Berglind Hálfdánsdóttir og Sigurveig Ósk Pálsdóttir heiti verkefnis Viðhorf nýlega útskrifaðra ljós- mæðra til eðlilegra fæðinga og verndun þeirra á Fæðingarvakt Landspítala. Eigindleg viðtals- rannsókn. höfundur Sunna Líf Guðmundsdóttir leiðbeinandi Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir heiti verkefnis Hverjar eru ástæður þess að hraustum nýburum er gefin ábót á fyrstu viku eftir fæðingu á sjúkrahúsi og hvaða leiðir eru til úrbóta? Kerfisbundin fræðileg samantekt. höfundur Tinna Halldórsdóttir leiðbeinendur Dr. Helga Gottfreðsdóttir og Hallfríður Kristín Jónsdóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.