Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2023, Síða 11

Læknablaðið - 01.05.2023, Síða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 235 R A N N S Ó K N Freydís Halla Einarsdóttir1 Erla Liu Ting Gunnarsdóttir2 Sunna Lu Xi Gunnarsdóttir2 Elín Metta Jensen1 Sindri Aron Viktorsson2 Inga Lára Ingvarsdóttir3 Katrín Júníana Lárusdóttir1 Leon Arnar Heitmann1 Tómas Guðbjartsson1,2 Freydís Halla, Elín Metta, Katrín Júníana og Leon Arnar eru læknanemar. Aðrir höfundar eru læknar og Tómas prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is Greinin barst til blaðsins 30. október 2022, samþykkt til birtingar 14. mars 2023. Á G R I P INNGANGUR Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif offitu á tíðni skamm tíma fylgikvilla og langtímalifun eftir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til 748 sjúklinga sem gengust undir ósæðarloku- skipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2003-2020. Sjúklingum var skipt í fjóra hópa eftir líkamsþyngdar stuðli (LÞS): kjörþyngd (18,5-24,9 kg/m2, n=190), ofþyngd (25-29,9 kg/m2, n=339), offita (30-34,9 kg/m2, n=165) og mikil offita (≥35 kg/m2, n=54). Sex sjúklingum með LÞS <18,5 kg/m2 var sleppt við útreikninga. Upplýsingum um bakgrunns- og áhættuþætti sjúklinga var safnað úr sjúkraskrám, auk skammtíma fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Hóparnir fjórir voru bornir saman með tilliti til áðurnefndra þátta og langtímalifun metin með Kaplan-Meier gröfum og Cox- aðhvarfsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Sjúklingar með mikla offitu voru að meðaltali fjórum árum yngri en sjúklingar í kjörþyngd, höfðu oftar áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og hærra EuroSCORE II (5,3 á móti 4,4%, p=0,03). Sjúklingum með mikla offitu blæddi hins vegar minna á fyrstu 24 klukkustundunum en þeim í kjörþyngd (558 á móti 1091 ml, p <0,001), þeir fengu sjaldnar heilablóðfall (0% á móti 6,4%, p=0,03), en oftar bringubeinslos (5,6% á móti 2,7%, p=0,04), djúpa bringubeinssýkingu (3,7% á móti 0%, p=0,04) og bráðan nýrnaskaða (26,4% á móti 15,2%, p=0,005). Munur á dánartíðni <30 daga og langtímalifun var ómarktækur milli hópa og LÞS ekki sjálfstæður forspárþáttur langtímalifunar í fjölbreytugreiningu. ÁLYKTUN Árangur sjúklinga sem þjást af offitu og gangast undir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla er góður og skammtíma- og langtíma- lifun sambærilegar við sjúklinga í kjörþyngd. Offita ætti því ekki að vera frábending fyrir lokuskiptum við lokuþrengslum. Áhrif offitu á árangur lokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla Inngangur Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og eru aldurstengd kölkun lokunnar og meðfædd tvíblöðkuloka langalgengustu orsakirnar.1 Í nýlegri íslenskri rannsókn, sem byggði á hjartaómskoðun, reyndist algengi sjúkdómsins 4% hjá einstaklingum yfir sjötugt, en með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að tilfellum mun fjölga enn frekar á næstu áratugum.1,2 Helstu einkenni ósæðarlokuþrengsla eru mæði og brjóstverkur, en þegar ein- kenni koma fram, og jafnvel fyrr, hefur verið mælt með opnum ósæðarlokuskiptum þar sem kölkuðu lokunni er skipt út fyrir lífræna eða ólífræna gerviloku.1 Á síðastliðnum árum hefur ný meðferð, svokölluð ósæðarlokuísetning, einnig kölluð TAVI-að- Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Hágæða vinnustólar Fastus býður upp á mikið úrval af vinnustólum fyrir lækna-, skurð- og aðrar meðferðarstofur. Áklæði stólanna er með sérstöku bakteríufráhrindandi efni sem auðvelt er að sótthreinsa og þrífa. Nánari upplýsingar og ráðgjöf í síma 580 3900

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.