Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2023, Page 26

Læknablaðið - 01.05.2023, Page 26
250 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 F R É T T I R Bryndís og bráðamóttakan fá viðurkenningu „Ég er ótrúlega auðmjúk og þakklát,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítala, sem fékk nýlega viðurkenningu sér- námsgrunnlækna fyrir framúrskarandi kennslu í annað árið í röð. Starfsfólk bráðamóttökunnar fékk einnig viðurkenningu ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Þetta eru kollegar og tilvonandi kolleg- ar og frábært að finna að þeir kunna að meta það sem maður gerir með þeim á deildunum. Þau eru þakklát og ég er þakklát enda er þetta ekki kennsla eða kvöl og pína fyrir mér. Mér finnst gaman að tjá mig og hugsa upphátt,“ lýsir Bryn- dís Sigurðardóttir um stofugang með þessum kollegum. „Það er eðlilegur hluti af vinnunni að tala upphátt og tryggja að fólkið í kring- um mig átti sig á því hvað ég ætla að Jón Kolbeinn Guðmundsson, Finna Pálmadóttir, Hjalti Már Björnsson, Bryndís Sigurðardóttir, Ragnar Pétursson, Stefanía Katrín J. Finnsdóttir og Inga Sif Ólafsdóttir. Mynd/Gerður Ríkharðsdóttir Einstaklingar sem tóku sýklalyfið Sta- klox á ákveðnu tímabili verða skimaðir fyrir ónæmum sýklum, þurfi þeir að leggjast inn á sjúkrahús. Samkvæmt upplýsingum sóttvarnalæknis er nú þegar skimað fyrir ónæmum sýklum hjá ákveðnum hópum við innlögn og bæt- ast því þessir einstaklingar í þann hóp. Frekari aðgerðir ráðist svo af niðurstöð- um þeirra skimana og staðan verði metin eftir þrjá mánuði. Sýklalyfið var innkall- að vegna fjölónæmra baktería í febrúar. Lyfjastofnun segir í svari til Lækna- blaðsins bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að ástæða mengunarinnar í Staklox- lyfinu sé ófullnægjandi þrif á burstum gera. Þetta er óverulegt aukaálag á mér, eiginlega frekar náttúrulegt eðli að tala mikið og útskýra,“ segir hún og lýsir því hvernig hún skýtur inn upplýsingum eða staðreyndum um sýklalyf og sýk- ingar á stofugöngum. Spurð hvort kennslan sé ekki dýr- mæt til að draga fólk að faginu, segir hún vanta í flestar sérgreinar. „Og við myndum njóta góðs af fleiri smitsjúk- dómalæknum. Viðfangsefnunum fjölgar stöðugt. Nú þegar geisar stríð í Úkraínu streyma inn lifrarbólgu B- og berklatil- felli. Þá hefur álagið vegna grúppu A streptókokka-faraldursins einnig aukið álag og fleiri veikir sjúklingar legið inni.“ Þá þurfi að huga að breytingum. „Við viljum fara að taka göngudeildina í gegn og efla sýklalyfjagjafir í heimahúsum,“ segir hún. „Við þurfum klárlega að bæta verkferla. Allt krefst þetta mannskapar og það eru mörg spennandi og skemmti- leg verkefni.“ Bryndís segir viðurkenninguna mikla hvatningu. „Já, þetta er hvatning til að halda áfram og gera það sem ég geri vel og jafnvel betur. Mér finnst ég aldrei gera nóg. Ég vil kenna meira, gera meira og hvetja ungu læknana okkar áfram.“ Skima Staklox-notendur við sjúkrahússinnlögn sem notaðir eru í framleiðsluferlinu. Lyfja stofnun segir rannsókn enn í gangi. Einn einstaklingur hér á landi var talinn hugsanlega hafa smitast af þessari fjölónæmu bakteríu sem rekja mætti til lyfsins. Lyfjastofnun hefur ekki vitneskju um fleiri tilvik. Stofnunin segir að vel hafi tekist að stöðva dreifingu lyfsins hér á landi en samkvæmt markaðsleyfishafa verði ekki hægt að gera innköllunina upp að fullu fyrr en rannsóknum hafi verið lokið. Lyfjastofnun segir lyfið ekki fara aftur í umferð hér á landi fyrr en fullnægjandi niðurstaða fáist í málinu. „Bakterían sem um ræðir smitast ekki auðveldlega á milli fólks, veldur ekki sjálfkrafa sýk- ingu hjá öllum sem fá hana og er, sam- kvæmt rannsóknum, næm fyrir ýmsum sýklalyfjum,“ segir í svarinu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.