Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2023, Side 12

Læknablaðið - 01.10.2023, Side 12
440 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 R A N N S Ó K N fara kerfisbundið í gegnum tilteknar aðstæður. Ef herming á að skila árangri þarf þrennt að koma til: hæfir leiðbeinendur, vel skilgreind námsmarkmið og tæknilegir og skipulagslegir innviðir.4 Herming getur verið viðbót við hefðbundna kennslu og að einhverju leyti jafnvel komið í hennar stað.5 Frá því um aldamótin hefur vísbendingum fjölgað um að þegar heilbrigð- isstarfsfólk æfir hæfni, hvort sem hún er tæknileg (eins og að setja miðbláæðalegg) eða ekki (eins og teymisvinna) í herm- ingu, dregur úr óæskilegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.6-8 Fræðigreinum um notkun hermingar í kennslu læknanema fer einnig fjölgandi og gæðin hafa aukist.9-13 Færnibúðir og hermisetur eru nú fastur hluti af náminu í mörgum lækna- skólum. Í Bretlandi hefur General Medical Council mælt með þeirri notkun frá 2009.14 Í Bandaríkjunum birtu samtök lækna- skóla skýrslu þar sem kom í ljós að meirihluti læknaskóla og kennslusjúkrahúsa þar nota hermingu.15 Rannsóknir úr mis- munandi fræðigreinum sýna áhrifaríka notkun hermikennslu hjá læknanemum á sviðum eins og sögutöku með áherslu á sjúklinginn, samskiptafærni, samkennd, faglega færni og meðferð á gjörgæslu.16-19 Tilvist hermináms þýðir þó ekki alltaf að verið sé að herma eða að árangurinn sé eins og sóst er eft- ir.20,21 Fagþróun kennara ( faculty development) virðist vera einn af lykilþáttum þess að taka upp hermikennslu þannig að hún skili árangri.4,22-24 Þekktar hindranir fyrir notkun hermingar og breytinga almennt í heilbrigðiskerfinu eru skortur á tíma og öðrum aðföngum, skortur á vilja til þátttöku meðal kennara og nemenda og skortur á vilja til breytinga innan stofnana.2,25-28 Takmörkuð þekking er til staðar varðandi stöðu hermingar í kennslu læknanema á Íslandi og eftir því sem við komumst næst hafa engar ritrýndar fræðigreinar hingað til verið birtar um það efni. Markmið Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa stöðu hermikennslu í læknanámi á Íslandi. Rannsóknarspurningarnar voru eftir- farandi: 1. Hver er reynsla nemenda? 2. Hver er reynsla kennara? 3. Hvað telja kennarar auðvelda eða hindra það að þeir noti hermingu í sinni kennslu? 4. Að hvaða marki er hermikennsla (simulation) nefnd í kennsluskrá læknadeildar? Aðferðir Uppsetning rannsóknar Rannsóknin var í þremur hlutum. Hlutar eitt og tvö voru raf- rænar kannanir sem voru sendar til allra nemenda og allra kennara við læknadeild. Höfundar sömdu spurningar í báðum könnunum. Báðar kannanir innhéldu eftirfarandi skilgrein- ingu á hermingu: „Tækni sem skapar aðstæður eða umhverfi til að leyfa einstaklingum að upplifa framsetningu á raun- verulegum atburðum í þeim tilgangi að æfa, læra, prófa eða öðlast skilning á kerfum eða mannlegum athöfnum“.29 Rann- sóknin var yfirfarin af vísindasiðanefnd Háskóla Íslands (nú Siðanefnd háskólanna um vísindarannsóknir). Svarendur gáfu samþykki fyrir þátttöku með því að svara könnununum. Öll svör voru nafnlaus. Eðli rannsóknar og aðferðafræði voru kynnt fyrir þátttakendum og þeir upplýstir um að þátttaka væri frjáls og að það að taka ekki þátt hefði engin neikvæð áhrif. Engar persónugreinanlegar upplýsingar um þátttak- endur voru geymdar. Rannsóknargögn voru geymd á læstu heimasvæði. Þriðji hlutinn var leit í kennsluskrá Háskóla Íslands að leitarorðum sem tengdust hermingu. Fyrsti hluti: Nemendakönnun Nemendakönnunin innihélt sex atriði, þrjú þeirra eru kynnt í þessari grein. Nemendur voru spurðir um á hvaða ári þeir væru, fjölda kennara á því ári sem notuðu hermingu sem kennsluaðferð og hvaða tegund hermingar hefði verið notuð. Tilgangur þessara spurninga var að kanna mat nemenda á notkun hermingar og bera saman við svör kennara. Netföng nemenda fengust hjá skrifstofu læknadeildar. Annar hluti: Kennarakönnun Kennarakönnunin innihélt 18 atriði. Svarmöguleikar voru ým- ist fjölval eða Likert-skalar. Kennarar voru spurðir um fyrri reynslu af hermingu sem þátttakendur og fyrri reynslu af því að nota hermingu sem kennsluaðferð. Þeir voru spurðir hvort þeir hefðu fengið einhverja þjálfun í að nota mismun- andi tegundir kennsluaðferða, fyrir eða eftir að þeir hófu störf hjá læknadeild og sérstaklega var spurt um þjálfun í notkun hermikennslu. Þeir voru spurðir hvaða kennsluaðferðir þeir notuðu reglulega, hvort þeir notuðu hermingu og þá hvaða tegund. Þeir voru spurðir hvort þeir vildu nota hermingu meira og boðið upp á að skrifa frjálsan texta til að rökstyðja svarið. Að lokum voru kennarar beðnir um að raða möguleg- um hindrunum, sem flestar hafa verið kynntar í fyrri rann- sóknum, fyrir notkun hermingar í mikilvægisröð. Netföng kennara voru fengin frá skrifstofu deildarinnar. Þriðji hluti: Lykilorðaleit Lykilorð fyrir hermingu voru ákveðin og leitað eftir þeim í kennslu skrá læknadeildar Háskóla Íslands. Lykilorðin voru herming, hermikennsla, hermiþjálfun, hermisetur, sjúklinga- herming, hlutverkaleikur, staðlaður sjúklingur, færniþjálfun, færnistöðvar, færnisetur, færnibúðir, skjásjúklingur og sýndar- veruleiki. Gagnasöfnun Gögnunum var safnað á vorönn 2020. Tölvupóstur var sendur út, fyrst til nemenda og síðan kennara, með hlekk á rafræna könnun í RedCap-hugbúnaðinum. Boð um þátttöku var endur- tekið þrisvar sinnum. Einnig voru nemendur hvattir til að taka þátt í gegnum samfélagsmiðla. Leitað var í kennsluskrá Háskóla Íslands á vefnum fyrir skólaárið 2019-2020 að lykilorðum sem varða hermingu með því að nota leitarhnappinn á vefsíðunni. Gagnagreining Við komumst að þeirri niðurstöðu að samanburður á hópum svarenda með því að nota marktektarpróf og setja fram p-gildi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.