Læknablaðið - 01.10.2023, Qupperneq 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 441
R A N N S Ó K N
væri ekki ákjósanlegur vegna þess hve fáir svarendur voru. Í
staðinn völdum við að bjóða upp á lýsandi og sjónræna grein-
ingu á niðurstöðum fyrir endanlegt þýði, á sama tíma og við
drögum aðeins hæfar ályktanir um yfirþýðið, það er að segja
alla mögulega kennara úr sama bakgrunni og kennara við
læknadeild.
Niðurstöður
Hluti 1 – nemendakönnun
Á vorönn 2020 voru 305 nemar skráðir í læknisfræði, 168 í BS-
hluta námsins og 137 í námi til kandídatsprófs. Allir fengu
tölvupóst með boði um þátttöku í rafrænu könnuninni. Svör
bárust frá 199 læknanemum, eða 65%. Af þessum 199 voru 88 í
BS-hlutanum (52% svarhlutfall) og 111 í námi til kandídatsprófs
(81% svarhlutfall).
Þegar spurt var hversu margir kennarar á hverju námsári
notuðu hermingu sem kennsluaðferð var meðalgildi svara
þrír kennarar. Í BS-hlutanum var meðalgildið einn kennari en
fjórir í námi til kandídatsprófs, samtals 15 kennarar. Þar sem
heildarfjöldi kennara var 150 þá gefa svör nema til kynna að
10% kennara noti hermingu sem kennsluaðferð. Samkvæmt
nemum í BS-hlutanum var algengasta hermingaraðferðin sem
notuð var staðlaður sjúklingur. Í námi til kandídatsprófs voru
fjölbreyttari aðferðir nefndar, þar sem sjúklingaherming með
sýndarsjúklingi var mest notuð, þá staðlaður sjúklingur og
loks færniþjálfun. Fleiri svör og skilgreiningar má sjá í töflu I.
Hluti 2 – kennarakönnun
Á vormisseri 2020 voru 150 kennarar skráðir í læknisfræði og
allir fengu boð um að taka þátt í rafrænu könnuninni. Svör
bárust frá 97 kennurum, eða 65%. Lýðfræðilegar upplýsingar er
að sjá í töflu II.
Þrjátíu og þrír (39%) svarenda höfðu tekið þátt í hermingu í
Tafla I. Hermiaðferðir notaðar við kennslu læknanema, samkvæmt svörum
læknanema. Fjöldi (%).
Hermiaðferðir notaðar í
BS-hluta læknanáms
n=88
Hermiaðferðir notaðar í
námi til kandídatsprófs
n=111
Staðlaður sjúklingur
(einstaklingur er þjálfaður í
að leika sjúkling)
26 (30)
Sjúklingaherming
með sýndarsjúklingi
(tölvustýrður
sýndarsjúklingur sem lítur
út og hegðar sér eins og
sjúklingur)
40 (36)
Færniþjálfun (til dæmis
með líkamshlutahermum
til að kenna skoðun eða
inngrip)
2 (2)
Staðlaður sjúklingur
(einstaklingur er þjálfaður
í að leika sjúkling)
19 (17)
Sjúklingaherming
með sýndarsjúklingi
(tölvustýrður
sýndarsjúklingur sem lítur
út og hegðar sér eins og
sjúklingur)
1 (1)
Færniþjálfun (til dæmis
með líkamshlutahermum
til að kenna skoðun eða
inngrip)
18 (16)
Sýndarveruleiki (tölvustýrt
þrívíddarumhverfi)
0 (0)
Sýndarveruleiki (tölvustýrt
þrívíddarumhverfi)
4 (4)
Tafla II. Lýðfræðilegar upplýsingar um kennara læknadeildar sem tóku þátt í
könnun. Heildarfjöldi svara var 97 en ekki svöruðu allir þátttakendur öllum
spurningum. Hlutföll eru reiknuð út frá fjölda svara við hverri spurningu.
Kyn Fjöldi (%)
Útskriftarár úr
læknisfræði
Fjöldi (%)
Karlar 63 (66) 2011-2020 12 (14)
Konur 33 (34) 2001-2010 24 (28)
1991-2000 24 (28)
Aldur 1971-1990 25 (30)
35-52 ára 42 (44)
53-70 ára 54 (56)
Starfsaldur hjá
læknadeild
>71 ára 0 (0) <5 ár 27 (29)
Framhaldsnám 5-15 ár 27 (29)
Norðurlönd 45 (52) 16-25 ár 29 (31)
Bretland 5 (6) >25 ár 10 (11)
Evrópa, annað 3 (3) Aðalkennslustaður
Bandaríkin 31 (36) BS-hluti 28 (31)
Annað 3 (3)
Nám til
kandídatsprófs
51 (55)
Bæði 13 (14)
Tafla III. Kennsluaðferðir, aðrar en herming, sem kennarar við læknadeild nota.
Kennsluaðferð Fjöldi (%)
Fyrirlestur 69 (78)
Kennsla í litlum hópum (kennari vinnur með litlum hópi
nemenda)
59 (66)
Vinnubúðir (kennslustund sem er stutt og haldin einu sinni til
að kenna sérstakt atriði)
29 (34)
Kennslubók (eða annað skrifað námsefni) 27 (32)
Neminn sem kennari (nemandi kennir samnemendum) 28 (31)
Lausnarleitarnám (nemar læra um efni með því að leysa
vandamál í hópvinnu)
24 (28)
Leiddar hópumræður (kennari leiðir nema í umræðum um
afmarkað efni)
19 (22)
Rafræn kennsla (að nota raftæki til að nálgast námsefni fyrir
utan hefðbundna kennslustofu)
16 (18)
Vendikennsla (nemar fara yfir námsefni fyrir kennslustund
sem er síðan notað í umræður)
14 (16)
Annað 8 (14)
Rökræður (nemar fá úthlutað afstöðu til efnis og færa rök
fyrir henni)
1 (1)