Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2023, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.10.2023, Blaðsíða 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 459 „Við læknar heyrum einkennandi hljóð, eins og í mónitor, hjartslátt, dagsdaglega í vinnunni. Mig langaði að koma því inn í lagið: þessu læknaelementi,“ segir Victor Guðmundsson læknir og tónlistar- maður þekktur sem Doctor Victor þegar hann lýsir stefinu sem hann samdi fyrir Læknavarpið, hlaðvarp Læknablaðsins. Fyrstu þættirnir eru komnir á Spotify. Victor samdi með fleirum lag Vetrar- ólympíuleikanna í Kína 2022, gerði Galið gott með Páli Óskari sem sló í gegn í sum- ar, spilaði á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og nú þetta einkennandi stef Læknavarpsins fyrir Læknablaðið. Victor segir að hann hafi haft alls- konar hugmyndir fyrir stefið. „Þá hef ég Victor Guðmundsson læknir, Doctor Victor, kom fram með hlustunarpípuna um hálsinn á Þjóðhátíð nú í ágúst og er hér á stóra sviðinu fyrir framan tugþús- undir gesta. Doctor Victor semur stef fyrir hlaðvarp Læknablaðsins Geta tekið 11.000 manns á nýja Heilsugæslu Höfða á Suðurnesjum píanóbakgrunn og varð að hafa það með. Nú svo er ég kominn í elektróníska tón- list. Ég vildi koma þessu öllu saman en á sama tíma gera stef sem er spennandi og grípandi – segir að áhugavert viðtal sé að fara í gang. Láta það fanga stemninguna.“ Læknavarpinu, hlaðvarpi Lækna- blaðsins, hefur nú verið breytt. Áður var það unnið úr hljóðbútum úr blaðavið- tölunum sem tekin voru á síma en nú hef- ur ferlinu verið snúið við. Hlaðvörpin eru tekin upp í hljóðveri og textar fyrir blaðið unnir úr hágæða upptökum. Nýja stefið gerir svo blaðinu kleift að stíga öruggum Alls höfðu 1100 skráð sig á nýja starfsstöð heilsugæslunnar Höfða á Suðurnesjum fimm dög- um frá opnun. Þórarinn Ingólfsson, yfirlæknir heilsugæslunnar Höfða Suðurnesjum, segir stöðina búna til að taka við allt að 11 þúsund skjólstæðingum Bergljót Kvaran fagstjóri hjúkrunar, Þórarinn Ing- ólfsson yfirlæknir og Gunnar Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslunnar Höfða á Suðurnesjum fyrir utan nýju heilsugæsluna í Keflavík. Mynd/VFpket Fjórtán læknastofur bíða fólksins í 1150 fermetra húsnæði við Aðaltorg, næst við Courtyard by Marriott-hótelið í Keflavík. Fyrst um sinn eru fjórar í notkun enda læknarnir nú fjórir: Þórarinn sjálfur, Elín Óla Klemenzdóttir, Oddur Þórir Þórar- insson og Vilhjálmur Pálmason hafa hafið þar störf. Einnig fjórir hjúkrunar- fræðingar, ljósmóðir og starfsfólk. „Við leitum lækna og reiknum með því að þurfa að bæta við okkur strax upp úr áramótum,“ segir hann. „Það er erfitt að fá lækna enda alþjóðlegur læknaskortur. Það skiptir því máli að bjóða upp á starfsumhverfi og kjör sem fólki hugnast.“ Þórarinn segir um 6000 Suðurnesja- menn af 31.000 sækja heilsugæsluþjón- ustu á höfuðborgarsvæðinu, þar af 1-2000 á Heilsugæslunni Höfða. „Við finnum að það fólk sækir hingað. Það þekkir okkur og við mætum mikilli já- kvæðni. Margt þeirra hefur beðið eftir okkur.“ Þórarinn segir að forsvarsmenn Höfða hafi stokkið til þegar auglýst skrefum inn á þennan ört vaxandi hlað- varpsmarkað. Lesendur Læknablaðsins geta sótt hlað- vörpin sem fyrr á vef blaðsins, Sound- cloud og nú einnig Spotify og iTunes. Læknavarpið hefur nú einnig fengið bak- hjarl í samheita- og líftæknilyfjafyrirtæk- inu Teva. var eftir rekstraraðila heilsugæslu á Suðurnesjum. „Við erum þeirrar skoðunar að heilsugæsla eigi að vera eins og í nágrannalöndunum, einka- rekin með þjónustusamninga. Við töld- um að við hefðum borð fyrir báru að spreyta okkur á þessu verkefni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.