Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2023, Síða 43

Læknablaðið - 01.10.2023, Síða 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 471 Fjölmiðlar flytja enn fréttir af missin- um sem mistökin leiddu til. Hvernig er að vera þekktur fyrir að hafa gert mis- tök? „Ég hélt þennan fyrirlestur á Gar- demoen í Noregi með Harald konung beint á móti mér. Okkur lækna dreymir um að bjarga milljónum mannslífa. Fara til Stokkhólms, fá Nóbelsverðlaun. En í eina skiptið sem ég talaði við kónginn var það vegna mistaka minna,“ segir hann. „Þetta er líf mitt. Ég gerði mistök og hef unnið úr þeim.“ Stian Westad óttast ekki að missa aftur barn og segir það tölfræðilega afar ólíklegt. „Ég berst fyr- ir því að fólk læri af mistökum mínum. Þurfi ekki að endurtaka þau. Markmiðið er að missa ekki eitt einasta barn.“ Fengu svör og gátu syrgt Westad hefur kynnst móðurinni Brigit eftir harmleikinn. Hann þekkti hana ekki fyrir fæðinguna. Hitti hana fyrst daginn örlagaríka. „Ákjósanlegast er að sami læknir fylgi mæðrum í gegnum meðgönguna.“ Það gangi ekki alltaf því þá væru læknar í sólarhringsvinnu. „Ég þekki frá öðrum málum þegar eitthvað fer úrskeiðis að skjólstæðingar þurfa að nota mikla orku til að fá sann- leikann upp á borðið. Á þeim tíma fá þeir ekki færi til að syrgja. En í þess- um harmleik lögðum við strax spilin á borðið. Við sögðum strax að það hefðu verið mistök mín að gera ekki keisara- skurð. Þau þurftu ekki að berjast fyrir því að finna hvar ástæðurnar lágu. Þessi heiðarleiki leiddi að öllum líkindum til þess að þau vildu fá mig að næstu fæðingu. Þau trúðu því að sömu mistök- in yrðu ekki endurtekin.“ Westad talar um auðmýktina. „Við læknar verðum að finna sameiginlega lausn með sjúklingum okkar,“ segir hann. Sjálfstraust hans felist nú í að hafa ekki öll svörin heldur að hlusta og finna Stian Westad, yfirlæknir fæðingardeildarinnar á Inn- landet Lillehammer-sjúkrahúsinu í Noregi, sagði frá erfiðri reynslu sinni, þegar mistök hans leiddu til þess að foreldrar misstu frumburð sinn, á málþingi um öryggi sjúklinga. Mynd/gag Margt var í salnum að hlýða á málþingið Mennska er máttur — líka í heilbrigðiskerfinu. Því var einnig streymt á Vísi. Um- ræður fóru svo fram í pallborði á eftir. Mynd/gag „Við vitum að þegar hlutirnir fara á verri veg vilja sjúklingar og aðstandendur viðurkenningu á því sem gerðist. Þau vilja afsökunarbeiðni. Þau vilja heiðar- legar útskýringar. Þau vilja stuðning og eftirfylgd og þau vilja sjá raunveru- legar úrbætur,” sagði Alma D. Möller landlæknir í erindi sínu á málþinginu Mennska er máttur — líka í heilbrigðiskerf- inu. Fram kom í erindi hennar að tæp 11.000 atvik hafi verið skráð hér á landi í fyrra. Þar af 48 alvarleg. Atvik í heil- brigðisþjónustu séu meðal 10 algengustu dánarorsaka í heiminum og alls látist um 2,6 milljónir árlega af þeim sökum. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráð- herra, sagði unnið að breytingum á laga- frumvarpi um heilbrigðisþjónustu, lög- um um landlækni og lýðheilsu og lögum um réttindi sjúklinga. Hann bindi vonir við að málið verði klárað á þessu þingi. Alma segir að lagafrumvarp heil- brigðisráðherra muni hafa margvísleg góð áhrif. „Við verðum að halda áfram og megum ekki gefast upp.” Flókið og þungt sé að efla öryggi. Hún hlakki til þegar löggjöf, verklag og rannsókn alvar- legra atvika verði skýrari. út hvað sjúklingurinn vill, finna sameig- inlega lausn. „Ég vona að fólk innan íslenska heil- brigðiskerfisins sjái að það er í lagi að vera opinn, það er í lagi að vera heiðar- legur. Ég er ekki lélegur læknir þótt ég viðurkenni mistök heldur trúi ég að læra megi af þeim. Við læknar erum ekki guðir. Við eigum að vinna almennilega og hlusta á sjúklinga. Við eigum að vera heiðarleg á bæði góðum og slæmu tím- um.“ Sjúklingar vilja viðurkenningu á því sem gerðist

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.